Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 45 Sviðsljós Lundasúpuskammtararnir og Ellireyingarnir Ragnar Baldvinsson, Johann Ragnarsson, Steinar Benjaminsson og Guöjón Hjörleifsson sinntu skyldu- störfum af einstakri alúð og trúmennsku. Þær upplýsingar einar fengust lengi vel aö maðurinn á myndinni héti Siggi minkur. Að heimasiðum slepptum mun þetta vera Helliseyingurinn Sigurð- ur Sigurbergsson sem þarna snæðir lunda af mikilli hjartans lyst. Að lokinni lundavertíð í Eyjum var haldið það ómissandi lundaball og voru gestgjafar að þessu sinni Ellir- eyingar. Dansleikshaldið þótti takast með afbrigðum vel og vöktu skreytingar í salnum mikla hrifningu gestanna. Samkomur sem þessar eru haldnar ár hvert eftir að búið er að ganga frá úti í eyjunum og skiptast Eyjamenn á að vera i hlutverki gestgjafans. Ellireyingar skömmtuðu súpu af eft- irminnilegri röggsemi og stjórnuðu leikjahaldi af sama rómaða kraftin- um. Lundatengt félagslíf liggur svo niðri að vetrinum en hefst af end- urnýjuðum krafti þegar vorar og sumrar - lundaveiðimönnum til óblandinnar gleði og ánægju. Gestir úr Helliseynni kunna vei að meta góða súpu úr bolla, Bragi Stein- grimsson og Þórhildur Óskarsdóttir. Vestureyingar toguðust á um reipisenda við Austureyinga. Þessir eru úr fyrrnefnda flokknum - Bjarni í Túni eða Bjarni Árnason úr Brandinum, Halldór Sveinsson úr Álfseynni og Svavar Steingrimsson úr Hellisey. Álfseyingarnir kunna réttu tökin. á lundanum við öll möguleg tækifæri Torfi Haraldsson, Haraldur Gunnarsson og Halldór Sveinsson. Úr Álfseynni komu hressar konur - hérna Guöbjörg Sigursteinsdóttir og Kristin Gunnarsdóttir. Ólyginn sagði... Paul McCartney er langríkasti poppari heimsins. Hann halar inn helmingi hærri laun en Michael Jackson á ári hverju og virðist ekkert lát á vin- sældum kappans. Gáfulegar fjárfestingar og heppni hafa margfaldað bítgróðann - að ekki sé minnst á aura eiginkon- unnar sem er aðalerfingi Kodakveldisins. Paul segist enda ekki í neinum vandræðum með að sjá fyrir fjölskyldunni. * . er rétt rúmlega fertugur og ætlar að fara að gifta sig. Mikil sorg fyrir heilan herskara kvenna en sú alsæla heitir Jillie Mack og er tæplega þritug. Þau hittust i London þar sem Tom fór á Cats og hreifst hressilega af einum hinna syngjandi leikara. Það var Jjllie. Hann bauð henni í hádeg- ismat og síðan hafa þau borðað saman hvenær sem færi gefst - og von bráðar verður þetta dag- legur viðburður. Lorenzo Lamas er hörkutöffari og er þekktur fyr- ir það í Holli að sjást utan dyra með ægifögrum konum - nýrri á hverjum degi. Þetta hæfir ynd- islega irnynd hins fullkomna smjörlikistöffara og því fengu aðdáendur slæmt áfall um dag- inn. Lorenzo var nappaður í meiriháttarheitum faðmlögum með nokkru svo óspennandi sem fyrrverandi eiginkonunni - Michelle. Vinsældirnar skreppa nú saman eins og öldruð sveskja og umboðsmönnum er Ijóst að finna þarf nýtt viðhald i einum eldgrænum ef ekki á illa að fara fyrir stjörnunni. DV-myndir Ragnar S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.