Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 9 Utlönd Lífsafkoma glæpamanna skiptir ekki máli - segir Paul Watson um íslendinga og segir að skemmdarverk Sea Shepherd verði sem rothögg á íslenskar hvalveiðar Paul Watson, forystumaöur Sea Shepherd, segist fullviss um aö það veröi of dýrt fyrir íslendinga að ná hvalbátunum upp og koma þeim i gagnið á ný, hagnaðurinn af hvalveiðunum sé einfaldlega ekki nógu mikill. Kaliforniubúinn Rodney Coronado, til hægri, viðurkenndi ekki að hafa tekið þátt i skemmdar- verkunum á íslandi, en kvaðst á sama tima koma til landsins að sumarlagi næst, ef hann kæmi þá hingað aftur, því um þessar mundir væri of kalt fyrir hann á íslandi. DV-mynd Ólafur Arnarson Ólafur Amaisan, DV, New York; Sea Shepherd samtökin ,sem um síð- ustu helgi unnu spellvirki 4 eignum Hvals hf., héldu í gær fund með blaða- mönnum í New York. Fundurinn var haldinn í húsakynn- um bandarískra náttúruvemdarsam- taka er nefnast Sjóður fyrir dýr, eða „Fund for Animals" á frummálinu. Þessi samtök hafa á undanfömum árum átt mikil samskipti við Sea Shep- herd samtökin um hryðjuverk á hafi úti. Má í því sambandi meðal annars minna á þegar hvalveiðiskipum var sökkt undan ströndum Spánar og Portúgals fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni munu samtökin ekki hafa vitað um ráðagerðir Sea Shep- herd manna. Af hálfu Sea Shepherd sátu fyrir svömm Paul Watson, formaður sam- takanna, og Rodney Coronado, tvítug- ur skipverji á skipi samtakanna, og annar þeirra er unnu tjón á eignum Hvals hf. um síðustu helgi. Watson hóf fúndinn á því að til- kynna að samkvæmt ráðum lögfræð- inga myndi Rodney Coronado ekki ræða atburðarásina á íslandi nema í þriðju persónu. Sagðist Watson hins vegar geta tal- að fyrir hans hönd. í viðtali sem DV átti við þá félaga eftir fundinn sagði Watson að ástæða þessa væri sú að samkvæmt banda- rískum lögum bæri sakbomingi ekki skylda til að játa sök sína og þar með sakfella sig. Watson sagði að samtök sín gripu einungis til svona hörkulegra aðgerða gegn Islandi þegar búið væri að reyna allar friðsamlegar aðferðir. Er blaða- maður spurði Watson út í ummæli el' höfð voru eftir honum í New York Times í gær um að hann hefði áhyggj- ur af því að David Howard, Bretinn sem tók þátt í spellvirkjunum á ís- landi með Coronado um síðustu helgi, yrði framseldur frá Bretlandi til Is- lands, sagði Watson. „Við eigum við vandamál að stríða í heiminum í dag. Það er mikið um hræsni og mótsagnir í stjómmálalífi Vesturlanda. Við erum nú með konu eins og frú Thatcher sem sagði ekki orð til að mótmæla er bresku skipi var sökkt og eitt líf tapað- ist í höfh í einu af ríkjum Breska samveldisins. Hún taldi það ekki vera hryðjuverk. En konan hatar náttúru- vemdarsinna og ég held að hún sé vís til að misnota vald sitt til að ná fram hefhdum gegn þeim.“ Óttast ekki framsal Coronado Er DV spurði Watson hvers vegna hann hefði ekki samskonar áhyggjur af kröfum íslendinga um hugsanlegt firamsal Bandaríkjamannsins sagði hann. „Bandaríkin em frjálst ríki og ef bandarískur ríkisborgari verður framseldur til lands þar sem hann er ákærður fyrir afskipti gegn ólöglegu athæfi skapar það ákaflega erfiða að- töðu-fyrir bandarísk stjómvöld og ég held að undir slíkum kringumstæðum verði Coronado ekki framseldur. Hér em mannréttindin heilög. Það hefði rnikið auglýsingagildi fyrir okkur ef réttarhöld fæm fram í slíku framsals- máli. Þá gæfist okkur kostur á að sýna fram á að Islendingar em að fremja glæp“. Watson lýsti þvi yfir að hann væri hreykinn af því að geta skýrt frá því að það hefðu verið Sea Shepherd sam- tökin sem hefðu sökkt hvalveiðibátun- um í Reykjavíkurhöfh og eyðilagt hvalstöðina í Hvalfirði. Sagði hann að samtök sín og ein- stakir félagsmenn vildu fúsir taka alla ábyrgð á gjörðum sínum og það væri einmitt það sem verið væri að gera með þessum blaðamannafundi. Sagði Watson að Sea Shepherd samtökin hefðu haft þá ábyrgð á hendi að fram- fylgja reglum Alþjóða hvalveiðiráðs- ins gegn ríki er bryti þær reglur og stundaði sjóræningjahvalveiðar. Watson sagði að það hefði orðið ljóst á þessu ári að Islendingar og Norð- menn ætluðu að virða að vettugi bann Alþjóða hvalveiðiráðsins við hval- veiðum er tók gildi um síðustu áramót. Islendingar hefðu síðan, að sögn Watsons, lagt fram umsókn í vísinda- nefnd ráðsins um að fá að stunda hvalveiðar í vísindaskyni. Þessari umsókn hefði verið hafnað með þeim dómi nefndarinnar að hún gæti ekki stuðlað að vændi með vísindin með því að styðja svokallaðar vísindaveið- ar íslands. Hvalaafurðir og leiðtogafundur Watson sagði að íslendingar hefðu á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins lýst því yfir að þeir myndu halda hvalveiðum áfram hvað sem tautaði. Undir slíkum kringumstæðum hefði einungis ein von verið eftir fyrir hvali og sú hefði verið að bandarísk stjómvöld settu viðskiptabann á Island. Watson sagði ástæðu þess að við- skiptabann hefði ekki verið sett á Island þá að Reagan forseti hefði ákveðið að hundsa bandarísk lög og jafnframt lýst því yfir að ekki kæmi til greina að setja viðskiptabann á bandalagsríki í Nató. Þannig hefðu ekki önnur ráð verið tiltæk en vinna skemmdarverk. Watson sagði á fundinum að ísland væri helsti lögbrjóturinn í heiminum í dag gegn reglum um bann við hval- veiði. Hann sagði jafnframt að Reagan hefði gert samning við íslensk stjórn- völd um að selja mætti 49 prósent af íslenskum hvalaafurðum til Japans, og í staðinn fengið að halda leiðtoga- fúndinn í Reykjavik. Sagði Watson að þegar ofangreint hefði verið ljóst hefði verið ákveðið að senda sveit frá Sea Shepherd sam- tökunum til Islands í október síðast- liðnum. Einnig hefði skip þeirra Sea Shepherd manna,-komið til Reykja- víkur í ágúst 1985 til að taka vatn og vistir. Þá hefði gefist gott tækifæri til að gera uppdrætti af höfninni. Með þau gögn í höndunum hefðu liðsmenn sín- ir eytt miklum tíma til athugunar á aðstæðum. Annar mannanna fékk at- vinnu á Islandi er gerði honum kleift að fara allra sinna ferða um höfnina og umhverfis hvalbátana. Þegar síðan rétta tækifærið hefði gefist, að kvöldi áttunda nóvember síðastliðins, hefðu þeir farið að hvalstöðinni í Hvalfirði með það meginmarkmið að valda eins miklu efnahagslegu tjóni og unnt væri. Að þvi búnu hefðu þeir farið til Reykjavíkur og að höfninni þar sem hvalbátar lágu. Þar hefðu menn sínir farið um borð í tvo af þrem hvalbátum er þar voru og opnað botnlokur. Því verki hefði verið lokið um klukkan fimm tuttugu og um sex hefði skipin verið sokkin. Síðan hefðu tvímenningamir farið rakleiðis út á Keflavíkurflugvöll. Á leiðinni hefðu þeir verið stöðvaðir af lögreglu er gerði á þeim ölvunarpróf, en síðan verið sleppt og komist í tíma fyrir flug frá íslandi. Æðri lög en íslensk Sagðist Watson telja að aðgerðin hefði heppnast fuflkomlega og að hún yrði rothögg fyrir íslenskar hvalveiðar. Er Rodney Coronado var spurður þess hvort það ylli honum ekki áhyggjum að nú hefði verið gefin út handtöku- skipun á hann á Islandi sagði hann. „Ég er sakaður um að hafa brotið ís- lensk lög. þeir eru hins vegar að brjóta alþjóðalög. Ég tel að minn verknaður hafi verið framinn undir mun æðri lögum en þeim íslensku." Coranodo sagði að báðir liðsmenn Sea Shepherd sveitarinnar hefðu farið um borð í hvalveiðibátana. Sagði hann að engir Islendingar hefðu átt aðild að málinu og engir íslendingar vitað af vist sveitarinnar á íslandi, þrátt fyrir að hún hefði verið þar í þrjár og hálfa viku. Watson sagðist þess fullviss að hval- bátamir yrðu ekki lagfærðir vegna þess hve dýrt það væri og að hagnað- ur íslendingar af hvalveiðum væri ekki nógu mikill til að mæta þeim kostnaði. Watson sagði aðspurður að sennilega hefði Sea Shepherd aldrei áður tekist að valda jafnmiklu tjóni í einni aðgerð. Aðspurður um það hvort samtök sín bæru enga virðingu fyrir lífsafkomu íslensku þjóðarinnar sagði Watson að lífsafkoma glæpamanna skipti ekki máli, þeir ættu engan rétt. Watson sagðist geta staðfest að Cor- onado væri annar spellvirkjanna. en neitaði að gefa frekari upplýsingar um Bretann er tekið hefði þátt, aðrar en þær að hann héti David og notaði dulnefnið Howard sem eftirnafn. Kalt á íslandi Hins vegar sagðist hann myndu stað- festa upplýsingar eftir því sem íslenska lögreglan gerði þær opinberar. Hann sagðist ekki ætla að gera íslensku lög- reglunni auðveldara fyrr en nauðsyn- legt væri. I viðtali DV við Coronado eftir fund- inn neitaði hann að svara öllum spurningum um það hvort hann hefði . verið á íslandi, en aðspurður um hvort hann hygðist fara aftur til íslands sagði Coronado, að eins og málum væri háttað þá væri það ólíklegt á næstunni, en ef hann færi aftur þá myndi hann gera það að sumarlagi því það væri allt of kalt á íslandi á þessum árstíma. VAKTÞJÓNUSTA HEIMILISLÆKNA Frá og með 15; nóvember nk. tekur Laeknavaktin sf. við rekstri sameiginlegrar vitjunarþjónustu laeknavakt- arinnar í Reykjavik, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Samtímis fellur niður göngudeildarþjónusta heimilis- lækna, sem áður var í húsnæði Landspítalans. Læknavaktin mun frá þeim degi sameina upplýsinga-, vitjana- og móttökuþjónustu í húsnæði Heilsu- verndarstöðvarinnar við Barónsstíg, þar sem tannlæknaþjónustan var áður. Allar nánari upplýsingar verða veittar af hjúkrunarfræðingum og læknum vaktarinnar í síma 21230, frá kl. 17.00-08.00 virka daga, en allan sólarhringinn á helgi- og stórhátíðardögum. Læknavaktin sf. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. KOKUBASAR Kirkjufélag DigranesprestakaUs heldur basar í Safnaöarheimilinu Bjamhólastíg 26 - Kópavogi laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Á boðstólum verða: kökur og margt fleira. Komið og gerið góð kaup. FJÁRÖFLUNARNEFNDIN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.