Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 14. NOVEMBER 1986. 31 íþróttir lum ham i landsleik islendinga og Austur Þjóðverja á dögunum. Mikið mun mæða Jagskvöldið er Víkingar mæta St. Ottmar frá Sviss. Mjög mikilvægt er að Víkingar r gæti stuðningur áhorfenda riðið baggamuninn. íslenskir áhorfendur hafa sýnt það eikja ef svo ber undir. Það er þvi skorað á alla sem vetlingi geta valdið að mæta DV-mynd Brynjar Gauti UMFN sterk- ara í lokin - Njarðvík sigraði Hauka, 64-72 Njarðvíkingar unnu verðskuldaðan sigur á Haukum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi, lokatölur leiksins urðu 72-64 eftir að staðan í hálfléik hafði verið 42-32 Haukum í vil. Leikurinn var hraður og spenn- andi, en Njarðvíkingar reyndust sterkari í lokin. Leikurinn byrjaði af krafti og Hauk- ar höfðu forystu nær allan fyrri hálf- leik. Mestur var munurinn 10 stig, Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir leikina tvo í gær- kvöldi er þannig: Keflavík.......7 5 2 506-417 10 Njarðvík.......7 5 2 530-480 10 Valur..........6 4 2 390-385 8 Haukar.........7 3 4 499-489 6 KR.............7 3 4 490-522 6 Fram...........6 0 6 324-446 0 Næsti leikur fer fram á sunnudags- kvöld en þá leika Valur og Fram í Seljaskóla og hefst leikur liðanna klukkan átta. 42-32, og þannig var staðan reyndar í hálfleik. Njarðvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu fljótlega leikinn og komust síðan yfir, 48-47, um miðjan hálfleikinn. Síðustu mínút- umar var spennan í hámarki en Njarðvíkingar héldu haus og tryggðu sér dýrmætan sigur, 72-64, eins og áður sagði. I liði Hauka bar mest á Ólafi Rafns- syni og var hann sérstaklega sterkur í fyrri hálfleik, þegar hann skoraði 15 stig, einnig áttu þeir Pálmar og Henn- ing ágætan leik, en Henning lét dómgæsluna fara í taugarnar á sér í lok leiksins og var rekinn af velli. Helgi Rafhsson var bestur í liði Njarðvíkinga og skoraði 23 stig og Valur Ingimundarson reyndist einnig sterkur. Dómarar voru þeir Bergur Stein- grímsson og Ómar Scheving og voru þeir mjög slakir. Stigin: Haukar. Ólafur 21, Pálmar 16, ívar 12, Henning 12, Eyþór 2, Ingimar 1. Njarðvík. Heígi 23, Valur 15, Krist- inn 10, ísak 10, Jóhann 8, Teitur 6. -RR „Draugagangur" í Höllinni er Víkingur mætir St. Ottmar? Víkingar treysta á góðan stuðning áhorfenda gegn „súkkulaðistrákunum" frá Sviss Á sunnudagskvöld leika Víkingar fyrri Evrópuleik sinn gegn svissneska liðinu St. Ottmar í Laugardalshöll- inni. Þetta verður 33. Evrópuleikur Víkinga sem staðið hafa sig afburða- vel í keppni við bestu félagslið Evrópu gegnum árin. Sextán leiki hafa Vík- ingar unnið, tvívegis gert jafntefli og tapað fjórtán leikjum. Lið St. Ottmar er án vafa þekktasta lið Sviss. Félagið varð svissneskm- meistari í fyrra. Þekktasti leikmaður liðsins er Iandsliðsmaðurinn Peter Je- hle sem á að baki 137 landsleiki. Hann vakti mikla athygli á HM í Sviss fyrir glæsileg mörk úr horninu og gekk þar undir nafninu „draugurinn" þvi hann átti það til að komast í færi þegar síst varði. Vonandi verður þó lítið um „draugagang" í Höllinni á sunnudags- kvöldið. Með St. Ottmar leikur einnig júgóslavneskur landsliðsmaður, Enver Koso. Hann er öflug vinstri handar skytta sem Víkingar verða að hafa góðar gætur á. Líkt á komið með liðunum Lið St. Ottmar er nú á nokkrum tímamótum endurnýjunar og það sama gildir um lið Víkings. í Víkings- liðinu eru þó margir stórskemmtilegir leikmenn sem geta leikið mjög góðan handknattleik. Víkingsliðið er skemmtileg blanda af ungum efnileg- um en óreyndum leikmönnum og svo gömlum jöxlum sem háð hafa margan bardagann í víkingsbúningnum. íslenskir handknattleiksunnendur hafa í gegnum árin sýnt mátt sinn í Höllinni og erlendir leikmenn og þjálf- ai'ar, sem hér hafa att kappi við íslensk lið, ævinlega kvartað undan „ágangi“ islenskra áhorfenda. Nú er mikilvægt að handknattleiksunnendur fjölmenni í Höllina og geri „súkkulaðistrákun- um“ frá Sviss lífið óbærilegt á sunnu- dagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 20.15 en forsala aðgöngumiða verður í félagsheimili Víkings við Hæðargarð ffá klukkan tíu til fjögur á laugardag og á sunnudag frá klukkan sex í Laug- ardalshöllinni. „Nú er að standa sig“ Einn hinna mörgu efnilegu leik- „töveg óvíst hvort Morten Frost kemur ái NL-mótið í badminton í Höllinni um heigina og landsleikur við Noreg „Við vitum ekki fyrir víst hvort Morten Frost mætir til leiks. Það kem- ur ekki í ljós fyrr en danska liðið mætir til leiks,“ sagði Sigfús- Ægir Ámason hjá Badmintonsambandi ís- lands í samtali við DV í gær. Um helgina fer fram Norðurlanda- mótið í badminton og er reiknað með öllum bestu spilurum á Norðurlönd- unum til leiks. Þetta er eflaust mesti viðburður i badmintoníþróttinni frá upphafi hér á landi og óneitanlega bíða menn spenntir eftir að sjá hvort snillingurinn Morten Frost kemur til landsins. Hann er einn sá besti í heimi í dag þrátt fyrir ffekar slakt gengi upp á síðkastið. Mikið fjaðrafok í Höllinni Norðurlandamótið hefst í Laugar- dalshöll í fyrramálið klukkan níu og verður leikið allan daginn. Undanúr- slit hefjast síðan á sunnudagsmorgun klukkan tíu og að þeim loknum byrja sjálfir úrslitaleikimir. Það er því greinilegt að mikið fjaðrafok verður í Höllinni um helgina og áhugafólk um badminton ætti ekki að láta þetta merka mót ffamhjá sér fara og verið manna Víkings er hornamaðurinn Bjarki Bjamason sem á dögunum var í fyrsta skipti valinn í íslenska lands- liðið. Hvað segir hann um leikinn á sunnudagskvöld? „ Haustið hefur ver- ið sem eitt ævintýri fyrir mig. Nú er bara að standa sig gegn St. Ottmar. Ég hef verið í Víkingi fi-á því í 4. flokki, kom seint inn í þetta en hef fylgst með Evrópuleikjum Víkings í gegnum árin. Ég hef séð stórlijiki hjá Víkingsliðinu eins og gegn Barcelona, Crevenka, Dukla Prag og fleiri leiki og að standa nú allt í einu sjálfúr í þessu er ævin- týri líkast," sagði Bjarki Bjarnason. -SK. getur að langur tími líði þar til slíkir snillingar, flestir bestu badmintonleik- arar heims, sem leika hér nú, sjái sér fært að koma hingað aftur. Landsleikur í kvöld Landsliðsmenn íslands og Noregs hita upp fyrir átökin á Norðurlanda- mótinu í kvöld en þá leika ísland og Noregur landsleik í badminton í Laug- ardalshöll. Leiknir verða fimm leikir, einliðaleikur kvenna og karla, tvíliða- leikur kvenna og karla og svo tvennd- arleikur. Landsleikurinn hefst klukkan átta. -SK • Bjarki Bjarnason verður i eldlín- unni gegn St. Ottmar •Alain Giresse. Giresse á skotskónum í Frakklandi Einvígi Marseille og Bordeaux um ffanska meistaratitilinn er að komast í hámark. Bæði félögin unnu góða sigra í frönsku 1. deild- ar keppninni á miðvikudagskvöld- ið. Marseille lagði Nice að velli. 3-1, og Bordeaux vann góðan sigur á útivelli, 1-0, gegn hinu sterka liði Auxerre. Bordeaux lék án tveggja fasta- manna, Júgóslavanna Zlatko og Vujovic. sem voru að leika sama kvöld gegn Englendingum á Wembley. Það var landsliðsmað- urinn l’hiUppé Vercruvsse sem skoraði sigunnark Bordeaux. Marseille lék án Júgóslavans Sliskovic, sem lék einnig á Wem- bley. og Karl Heinz Föster, sem er meiddur. Gamla kempan Alain Giresse skoraði tvö af mörkum fé- lagsins gegn Nice. Marseille og Bordeaux hafa 25 stig eftir sautján leiki - bæði hafa unnið níu leiki, gert sjö jafntefli og tapað einum leik. Toulouse er með 21 stig, Monaco 20, Auxerre, París St. Germain og Nice eru með 18 stig. -SOS mu'* Brasilia vill halda HM1994 Ríkisstjórn Brasilíu hefur gefið k na ttspy rn usamha ndi 1 a ndsins „grænt Ijós" á að sækja um að halda úrslit heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu árið 1994. Enn hefur engin þjóð sótt form- lega um að halda keppnina þá en búist er við að brasilíska knatt- spyrnusambandið muni gera það á næstu dögum eftir að hafa feng- ið þetta „ljós" frá yfirvöldum. Vitað er að Argentina hefur einnig áhuga á að halda keppn- ina 1994 svo og Bandaríkin. Hvorugt heí'ur þó sótt um form- lega enda enn nokkuð góður tími til stefnu. -klp Markvörður Katowice eftir í Sviss Miroslaw Dreszer, markvörður pólska liðsins Katowice, sem lók gegn Fram í Evrópukeppni bikar- hafa, varð eftir í Sviss þegar félagið lék þar gegn Sion. Dreszer, sem lenti í harkalegu samstuði við einn leikmann Sion, fékk innvortis- blæðingar og varð að fara á sjúkrahús. Eftir að hann meiddist skoruðu leikmenn Sion þrjú mörk og unnu sigur. 3-0. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.