Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 17 Lesendux ER BLAÐIÐ FYRIR ALLA Fæ enn fiðring... segir Páll Þorsteinsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, í Viku- viðtalinu. Ný framhaldssaga, skrifuð af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi fyrir Vikuna. Spennusagan Lifandi lík hefst í þessu tölublaði. Fylgist með frá byrjun. ★ Öldrunarmál á íslandi. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur gjörþekkir þennan viðamikla málaflokk og skrifar fyrsta þátt af tíu í Vikunni nú. Leiklist í Lindarbæ og Leikslok í Smymu. í skák getur allt gerst, segir Margeir Pétursson, íslandsmeistarinn í skák 1986. Hann er nafh Vikunnar. Vetrartískan. Lúða með broccoli í Viku-eldhúsinu. Lifa hratt, deyja ungur, gleymast aldrei. James Dean. Gáleysi forráðamanna hvalstóðvarinnar skemmdarverkamenn ábyrga lagalega ætti að athuga þá hugmynd að taka á þeim á þann hátt einan sem hryðju- verkamenn skilja - það má nefnilega sökkva þeirra skipum líka án þess að mannskaði hljótist af, þeir myndu þá kannski láta sér það að kenningu verða. Ég myndi alla vega vera fyrstur og ég veit um fleiri sem myndu leggja fé eða annað til að styðja hvers konar aðgerðir gegn þessum aðilum. Að lokum vona ég bara að hvalbát- amir og hvalstöðin komist í eðlilegt horf sem fyrst og hlutaðeigandi láti sér þetta að kenningu verða með því að vakta hvalstöðina betur í framtíð- inni. „Vítavert gáleysi að athuga ekki hvalstöðina eftir að búið var að sökkva bátunum." Stefán hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna and- varaleysis forráðamanna hvalstöðvar- innar í Hvalfirði eftir að búið var að sökkva tveimur hvalbátum við Reykjavikurhöfn, að enginn þeirra skyldi hafa frumkvæði, þó ekki væri nema einungis til að athuga eða ganga úr skugga um hvort allt hafi ekki ve- rið í lagi í hvalstöðinni fyrst skemmd- arverk voru framin við Reykjavíkur- höfn. Mér skilst að það hafi átt að vera vaktmaður þama um helgina og því er harla furðulegt að starfsmennimir skyldu fyrst verða varir við þetta er þeir hugðust mæta í vinnuna. Það hefur mikið þurft að ganga á til að valda þessum skemmdum og ólíklegt að það hefði getað farið fram hjá vakt- manninum. Mér finnst það því vítavert gáleysi hjá þeim er ráða ríkjum hjá hvalstöðinni að gæta ekki að þessu betur fyrst búið var að sökkva bátun- um. Ég verð nú að segja það að öll sam- úð með Shea Shepherd samtökunum hlýtur að hafa snúist upp í andstöðu sína. Það em engar óyggjandi tölur sem sýnt hafa að hæfilegar veiðar Is- lendinga muni ógna hvalastofninum og fiskveiðiþjóð sem okkur munar um hvem spón sem fellur úr askinum. Ef ekki er hægt að gera þessa Aftökur og uppá- komur Guðmundur Jónsson skrifar: I annars prýðilegri kjallaragrein Magnúsar Bjamfreðssonar í DV fimmtudaginn hinn 6. nóvember var hann að hugleiða sérframboð þingmannsins að norðan, Stefáns Valgeirssonar. Var Magnús þá að hugleiða hvemig staða þessa þingmanns yrði á þingi eftir slíkt framboð og taldi hann að staðan yrði ákaflega veik. Þingmaðurinn yrði hálfgerð- ur utanflokkamaður og gjörsam- lega áhrifalaus, gæti engum þrýstingi beitt til að koma málum fram. Dvöl hans yrði í hæsta lagi eitt kjörtímabil og gerði það stöðu hans enn vonminni. Auðvitað er allt þetta rétt álykt- að hjá Magnúsi. En hér skýst skýrum sem stundum kemur fyrir. Má þó alveg reikna með að Magn- ús viti betur en hann lætur. Um það verður ekki ftdlyrt. Málið er hins vegar það að þessum þing- manni sem öðrum þeim, er hvað fastast sækja að komast inn á Al- þingi, er nákvæmlega sama hvort þeir verða þar einangraðir að mál- um eða ekki. Aðalatriðið virðist vera að komast á þing. Það er ós- kastaðurinn. Þar er gaman að vera og þar fá menn fréttimar í kaffinu eða við taflborðið og þar er annað sem er mest um vert - þar eru góð laun og síðar eftirlaunin sem menn vinna sér með stöðugri þingsetu. Það eru ekki allir eins. Sumir sætta sig við það atkvæðamagn sem þeir fá, aðrir ekki. Stefán virð- ist vera einn þeirra sem ætlar að halda sínu sæti hvað sem tautar og raular, bara til þess að vera á þingi. Eða eins og segir í heiti á amerískum framhaldsþætti sem sýndur var hér fyrr á árum; „Have gun will travel".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.