Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Sljómmál Matthías Bjamason viðskiptaráðherra í umræðum um Hafskipsskýrsluna: Mikilvægt að koma í veg fyrir að slíkt bankaslys endurtaki sig „Mikilvægt er að koma í veg fyrir að bankaslys sem þetta endurtaki sig,“ sagði Matthías Bjamason við- skiptaráðherra er hann gerði grein fyrir helstu atriðum í skýrslu þing- skipaðrar nefndar um viðskipti Utvegsbanka Islands og Hafskips hf. Rannsóknarskýrsla þeirra Jóns Þor- steinssonar, Brynjólfs I. Sigurðssonar og Sigurðar Tómassonar um stærsta gjaldþrot í sögu íslenska lýðveldisins var tilefhi mikillar umræðu á Alþingi í gær. Talið er að heildartap vegna Hafskipsgjaldþrotsins verði ekki undir einum milljarði króna og að tap Út- vegsbanka íslands verði um 600 millj- ónir króna. Matthías Bjamason viðskiptaráð- herra varpaði fram nokkrum spum- ingum um aðgerðir í framhaldi af birtingu skýrslunnar; hvort ástæða væri til að setja í lög ákvæði um há- mark á lánum til einstakra fyrirtækja, ákvæði sem skylda bankaráð til að fjalla um stöðu helstu viðskiptavina, ákvæði til að koma í veg fyrir hags- munaárekstra þannig að stjómarfor- menn fyrirtækja séu ekki jafnframt stjómarformenn bankaráða og hvort skerpa þyrfti ákvæði um Seðlaban- kann til að auka eftirlit bankaeftirlits- ins með lánastofhunum. Nefndin fór úr fyrir sitt starfssvið Matthías sagði að rannsóknamefnd- in hefði farið út fyrir sitt starfssvið þegar hún tók sig til við að dæma Alþingi fyrir kjör á bankaráðsmönn- um Útvegsbankans. Ráðherrann sagði endurskipulagn- ingu bankakerfísins aðkallandi en flókna og tímafreka. Taldi hann eðli- legt að sett yrði á laggir nefhd fulltrúa stjómmálaflokkanna til þess verkefh- is. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, tók undir þá skoðun að það hefði ekki verið hlutverk rann- sóknamefhdarinnar að fjalla um þátt Alþingis, eins og hún gerði. Gagnrýndi hann þá athugasemd nefndarinnar að ekki hefði átt að endurkjósa sömu menn í bankaráð. Hann sagði sum atriði skýrslunnar ógnvekjandi en taldi hætt við að hún sýndi aðeins upphaf málsins. Veikasta hlekk hennar taldi hann vera hvað hún tæki lítið á viðskiptum Hafskips við önnur fyrirtæki en Útvegsban- kann. Pólitísk markmið sett ofar hagsmunum bankans Svavar taldi svarið við því sem gerð- ist að finna í í kaflanum „Viðhorf í Útvegsbankanum" í skýrslunni en þar er birt innanhússplagg úr Útvegs- bankanum frá 1981. I því segir: „Stuðningur Útvegsbankans við Hafskip kemur í veg fyrir einokun og stuðlar að heilbrigðri samkeppni. For- svarsmenn fyrirtækisins em duglegir og hæfir stjómendur sem hafa sterkt afl á bak við sig. Ekki er beinlínis um áhættusaman atvinnurekstur að ræða.“ Svavar sagði að þetta sterka afl væri Sjálfstæðisflokkurinn. Pólitísk markmið hefðu verið sett ofar hags- munum bankans. Pólitísk veð hefðu verið sett í hinu sterka afli sem héti Sjálfstæðisflokkurinn. Hann sagði lýsingar skýrslunnar á veðum hroðalegar. Skýrslan gæfi til- efni til að athuga fleiri banka. Áfellis- dóm skýrslunnar yfir bankastjómnum sagði Svavar hrikalegan. Hann varpaði fram þeirri spumingu hvort ekki væri ástæða til að athuga starfsreglur og siðareglur löggiltra endurskoðenda. Hann sagði stjóm ríkisins á banka- kerfinu of veika, of tilviljanakennda og of kraftlitla. Til úrbóta lagði hann meðal annars til sjálfstætt bankaeftirlit, að við- skiptaráðherra gæfi Alþingi reglulega skýrslu um rekstur ríkisbanka, upp- lýsingar um stærstu lántakendur bankanna yrðu birtar, æðstu starfs- menn yrðu aðeins ráðnir til takmark- aðs tíma í senn, til dæmis fimm ára, reglur yrðu settar um hæfni banka- stjóra, þingnefhdir gætu kallað stjóm- endur ríkisstofhana fyrir og reglur yrðu settar um hagsmunaárekstur. Albert fulltrúi ríkisstjórnar sem Svavar stóð að Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra sagði að Alþingi hefði kjörið bankaráð og kæmi því beint við sögu. Kvaðst hann ekki hafa verið í banka- ráði Útvegsbankans sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefði verið fulltrúi þeirrar ríkisstjómar sem Sva- var Gestsson og flokkur hans stóð að. Kvaðst Albert ekki sjá ástæðu til áð harma það. Guðmundur Einarsson, Alþýðu- flokki, sagði skýrsluna ævintýralegt plagg. Taldi hann að aldrei fyrr hefði birst vitneskja af þessu tagi um fyrir- tæki hér á landi. Hér væri saga úr myrkviðum hins pólitíska bankakerf- is. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista, sagði að á hverri blað- síðu skýrslunnar væm tíunduð afglöp. Þar væm þungar ásakanir á gæslu- menn almannafjár. Stjómendur bankans hefðu annaðhvort flotið sof- andi að feigðarósi eða annarleg sjónarmið hefðu verið látin ráða. Taldi hún ábyrgð Alþingis gríðar- lega. Meirihluti Alþingis hefði bmgð- ist ábyrgðarhlutverki sínu. Ber enginn ábyrgðina? Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokks, taldi kjama málsins þá spumingu, sem höfundar skýrsl- unnar vörpuðu fram, hvort ríkis- bankakerfið væri þannig upp byggt að enginn bæri ábyrgð á þvi sem gerst hefði þar sem stjórnendur bankans sætu áfram þrátt fyrir áfall bankans. „Hverjir bera ábyrgð á því að rúmur milljarður er fokinn út í veður og vind?“ spurði Jón Baldvin. Taldi hann helst vekja athygli hversu harkalega hinir pólitískt ráðnu bankastjórar væm gagnrýndir. Því Væri slegið föstu að engum vafa væri undirorpið að þeir bæm meginábyrgð á áfalli bankans. Jón Baldvin sagði umhugsunarefni að það skyldi hafa verið fulltrúi fjórða valdsins, fjölmiðlanna, sem tók þetta mál fyrst til umfjöllunar. Hið opinbera eftirlitskerfí hefði bmgðist. Taldi hann hið pólitíska ríkisbanka- kerfi ekki standast lengur. Stefna bæri að endurskipulagningu bankakerfis- ins, koma upp hlutafélagabönkum en ríkið hætti beinum afekiptum af bankakerfinu. Mesta fjármálahneyksli aldarinnar Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, sagði skýrsluna lýsa bamalegri oftrú og vanhæfni stjómenda Útvegsbank- ans og segja sögu um pólitísk tengsl, óeðlilega fyrirgreiðslu og siðleysi. í stjóm bankans sætu og hefðu setið menn sem væm ekki starfi sínu vaxnir. Lýsti hún málinu sem mesta fjár- málahneyksli, aldarinnar. Bankastjór- um og bankaráðsmönnum bæri að segja af sér þegar í stað. Olafur Þórðarson, Framsóknar- flokki, varaði við því að menn drægju þær ályktanir að ríkisbankar væm úrelt form. Rifjaði hann upp sögu ís- landsbanka og sagði að hlutafélaga- bankar fæm líka á hausinn. Valdimar Indriðason, Sjálfstæðis- flokki, formaður bankaráðs Útvegs- bankans, kvaðst ekki geta annað en gagnrýnt skýrsluna þótt taka mætti undir það að ýmislegt mætti laga í bankakerfinu. Fullyrti hann að vegna umfjöllunar um Hafskipsmálið á Álþingi og í fjöl- miðlum í fyrra hefðu tapast 150 millj- ónir króna. Mótmælti Valdimar orðum skýrsl- unnar um bankaráðsmenn og kallaði þau dylgjur. -KMU I fyrsta sinn á Alþingi Þau Bessí Jóhannsdóttir, Sigurður Þórólfsson og Þórdís Bergsdóttir sitja nú, ásamt Guðna Ágústssyni, í fyrsta sinn sem varamenn á Alþingi. Bessí Jóhannsdóttir er fulitrúi sjáffstæðismanna í Reykjavík. Sigurður Þórólfsson, sem er bóndi í Dölum, er fulltrúi framsóknarmanna á Vesturlandi. Þórdís Bergsdóttir, heilbrigöisfulltrúi á Seyðisfirði, er á þingi fyrir framsóknarmenn á Austurlandi. Guðni Ágústsson, Selfossi, er fyrir framsóknarmenn á Suðurlandi. -KMU/DV-mynd Brynjar Gauti Undirskriftalistar Stefans: Söfnun- in enn í fullum gangi Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Söfnun undirskrifta, þar sem skorað er á Stefán Valgeirsson að fara fram í næstu alþingiskosningum, er enn í fullum gangi á Akureyri og öðrum stöðum í Norðurlandskjördæmi eystra. Stuðningsmenn Stefáns hafa sett stefnuna á aðra helgi, að verða þá búnir að átta sig á stöðunni. „Það eina sem ég veit er að undir- tektir eru mjög góðar. En það eru cngar tölur komnar ennþá," sagði Haraldur M. Sigurðsson, sem stjómar undirskriftasöfnuninni á Akureyri. Haraldur sagði að listamir lægju hvergi frammi heldur væru ákveðnir menn með þá og er haft samband við þá símleiðis. „Við göngum ekki með listana í hús, gerum það aðeins ef sérstaklega er beðið um slíkt,“ sagði Haraldur. „Fólk á öllum aldri hefúr skrifað sig á listana.“ Það er enginn bilbugur á Stefáni í þessu máli? „Nei, það er enginn bilbugur á Stef- áni. Hann hefur hvorki sagt já eða nei um það hvort hann fari fram. Hann ætlar að bíða eftir undirskriftalistun- um. En við erum þess vegna alveg tilbúnir að taka því segi hann nei. Spumingin sem þá vaknar er sú hvert atkvæði Stefáns fari.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.