Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Merming_______________ dv Til heiðurs Knut Nystedt Tónlistardagar Dómkirkjunnar. Tónleikar Dómkórsins ásamt Skólakór Kársness 9. nóvember. Stjórnendur: Knut Nystedt og Þórunn Björnsdóttir. Elnleikarar/einsöngvarar: Elín Sigurvins- dóttir, Marteinn H. Frióriksson, Ólafur Guðnason, Sólrún Pálsdóltir, Bryndis Ingi- mundardóttir, Sesselja Kristjánsdóttir. Efnisskrá: Knut Nystedt Adoro te, I am my Brothers Keeper, Eg sökjer deg tidleg; Benjamln Britten: Rejoice in the Lamb; Dietrich Buxtehude: Mit Fried und Freud ich fahr dahin, Prelúdía og fúga i D-dúr; Gustaf Nordquist Ack, saliga, saliga. Lokatónleikar á Tónlistardögum Dómkirkjunnar voru að miklum hluta helgaðir öðrum gesti þeirra, Knut Nystedt. Því miður er undirrit- aður enn svo illa á vegi staddur að geta aðeins verið á einum tónleikum í einu og varð því að sjá af tónleikum hins gestsins, Rolfs Schönstedt org- anleikara, deginum áður. Ekkert stundarfyrirbæri Tónleikamir hófust á frumflutn- ingi átta radda mótettu Nystedts, sem hann nefnir Adoro te. Verkinu stjómaði hann sjálfiir og var það endurtekið í lok tónleikanna. Flutn- ingurinn fannst mér takast ágæt- lega. Stjóm Nystedts var frábærlega örugg og þótt hún sé með öðrum hætti en dómkantórsins breyttist ekki svipurinn á söng kórsins. Það ber því aftur á móti vitni að end- umýjun Dómkórsins sé þegar búin að festa sig verulega í sessi. Það sem áunnist hefúr, eins og bætt jafhræði raddanna, sem getið var síðast, virð- ist síður en svo stundarfyrirbæri. Dómkórinn nýtur raunverulega enjjumýjunar sinnar að þessu leyti í ríkum mæli. Því má kannski um kenna að verkefnin em bæði mörg og erfið eins og stendur, að sópran- inn skortir svolítið meiri glans og tónöryggi til að standa fyllilega und- ir nafni í þessum nýupplyfta Dómkór. En það hlýtur að standa til bóta því raddimar virðast vel undirbúnar og efniviðurinn góður. Fáeinar reyndar og ömggar kórk- vinnur til liðsauka gætu ugglaust flýtt fyrir þeirri þróun. Mikill predikari Adoro te er eins og önnur verk Nystedts áhrifamikil músík. Músík sem borar sig inn í undirvitundina og lætur mann ekki í friði. Og mað- ur spyr sjálfan sig hvort heldur Knut Nystedt sé svo snjall að laga tón- mótun sína eftir textanum eða textinn sé aðeins einn þátturinn í flóknu tónmáli hans, sem þó á sér svo hreinar línur. Og textinn er eng- inn smáþáttur því vart getur tón- Tórdist Eyjólfur Melsted skáld sem velur sér jafninnihaldsrík- an, og guðrækilegan texta, til að semja tónsmíðar sínar við. Knut Nystedt er magnaður predikari og helst dettur mér í hug að líkja hon- um við stórklerka á borð við biskup- inn okkar fyrrverandi, eða Sigurð í Holti, hverra predikanir klingdu áfram í kolli manns löngu eftir að messu lauk. Annar hljómur - meiri þokki Ekki þarf Knut Nystedt að setja saman flókin og viðamikil kórverk til að ná áhrifum. Það sýndi sig í sálminum, Eg sökjer deg tidleg, sem Elín Sigurvinsdóttir söng svo glæsi- lega. Hún söng einnig annan sálm, eftir Gustaf Nordquist, Ack, saliga, saliga. Ekki hef ég áður heyrt rödd Elínar njóta sín betur, nema ef vera skyldi á nýlegri hljómplötu. Horfin er sú stífni sem maður gerði sér eig- inlega ekki grein fyrir að væri til staðar fyrr en hún var horfin og við það hefur rödd Elínar bæst fýlling og annar hljómur sem gæðir hana meiri þokka en áður. Marteinn H. Friðriksson lék einn- ig á orgelið, Sorgarmúsík og Prelúd- íu og fúgu Buxtehudes. Það var ágætur leikur, hreinn og beinn og skrautlaus, enda ekki tilefhi til ann- ars. Litlir senuþjófar En það voru litlir senuþjófar sem vöktu hvað mesta athygli á þessum tónleikum, Skólakór Kársness. Þau sungu Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten og I am my Brot- hers Keeper eftir Knut Nystedt. Hátíðakantötu Brittens flutti kórinn áður, einhvem tíma í vor minnir mig, og það þurfti endilega að falla á sama tíma og einhver merkilegrif?) Elín Sigurvinsdóttir... „Hefur bæst fylling og annar hljómur." tónlistaratburður, líklega eitthvert Listahátíðamúmerið. í hvert skipti sem ég heyri góðan bamakór hrópa ég bravó - einnig nú. Frammistaða þeirra var frábær, hvort sem það var kórsins eða einsöngvaranna ungu, en viljandi tíunda ég ekki framlag hvers og eins þeirra undir nöfhum. Þeir vom allir í einu orði sagt frá- bærir, þessir krakkar úr Kópavogin- um, og gerðu bæði Britten og Nystedt jafhgóð skil. EM. Gammað í annað sinn Gammar II. Hljómplata með leik hljómsveitarinnar Gammar. Upptaka: Upptökuheimili Geimsteins undir stjórn Gamma. Hljóöblöndun og umsjón með upptöku: Þórír Baldursson. Hönnun umslags: Sveinbjörn Gunnarsson. Pressun: Alfa. Útgefandi: Geimsteinn. Þegar Gammar komu fram töldu víst margir að þröngt væri á markaðnum fyrir sveitir af þeirra tagi. Ég verð að játa að mér er ómögu- legt að fylgjast með því hver grundvöllur er fyrir rekstri sveita sem helga sig bræðingi, jass- rokki eða hvað nú á að nefna það. Eflaust þurfa Tórdist Eyjólfur Melsted menn að spila fleiri en þá langar til á alls kyns skröllum til að halda lífi í svona sveit og svo eru líka tækifæri til kennslu á þessum vett- vangi eftir að Tónlistarskóla FÍH var komið á fót. Svo mikið er þó víst að Gammamir hafa lifað það að gefa út aðra plötu sína og hana í hressara lagi. Eigin framleiðsla Lögin á plötunni eru öll eftir hljómsveitar- meðlimi, þrjú eru eftir Bjöm Thoroddsen, fjögur eftir Stefán S. Stefánsson. Eftir Þóri Baldursson em tvö lög. Hugljúf melódía sem hann nefnir Norðurljós og tileinkar þeim ágæta Christian Thor Lizell. Þar getur að heyra einstakan sam- leik þeirra Stefans og Bjöms á saxófón og gítar, einnig Gamm Gamm, eldfjörugt opnunarlag seinni hliðar. Ópusar Bjöms nefiiast Síðasti veikleikinn, bráðhresst upphafslag plötunnar; Tilbrigði við rokk, sem er kýlandi rokkari og Nú er komið nóg, lokalag plötunnar. Lög Stefáns heita Gammað fram í, hressileg melódía; Bíum bíum samba, nafhið skýrir eðli lagsins; Rústir, sem er falleg ballaða með dapurlegra nafni en lagið gefur tilefni til og Fjúgandi teppi, sem inniheld- ur ekkert oríental krydd heldur er einhver mest sveiflandi ópus plötunnar. Eiga skilið meira frelsi og víðari ramma í fyrstu er ekki laust við að manni finnist efni plötunnar dálítið keimlíkt allt saman, enda ekki að furða þar sem rammi stílsins og fæð höfundanna býður beinlínis upp á það. En hún leynir á sér við nánari hlustun. I fyrsta lagi er það afbragðs góður hljóðfæraleikur sem kitlar notalega taugamar. Þetta keimlíka yfirbragð helgast af þvi að óneitanlega finnst manni þeir binda hendur sínar svolítið með ramma stíls- ins, þessir strákar sem geta blásið allt sundur og saman á hljóðfærin sín og fá ekki þama það frelsi sem þeir eiga skilið til að láta gamminn geisa í spuna og leik. En þessi plata vinnur á og þegar grennra er skoðað þá leynist fjölbreytnin undir einlitu yfir- borðinu. Þarna er að finna eitilfjörug og kýlandi lög eins og tvö fyrstu lögin á hvorri hlið, drífandi sömbu, hressan rokkara og hug- ljúfar ballöður. En að öllu samanlögðu er það hljóðfæraleikurinn og þá fyrst og fremst hve jafngóðir spilarar þama leika sem hrífur mest. Þetta er góður bræðingur en fyrir minn einka- smekk hefði frelsi leiksins mátt vera meira og ramminn víðari. En það er ekki alveg víst að minn einkasmekkur eigi samleið með markaðs- lögmálinu í þessum efhum og blessaður markaðurinn kyngir líklega ekki mörgum betri bræðingsplötum í ár. EM. Gamrnamir. Skilaboðaskjóðan Höfundur mynda og texta: Þorvaldur Þor- steinsson. Utgefandi: Mál og menning 1986. Það kemur ýmislegt fram í dagsljósið þegar leyst er frá skjóðunni. Hér er það ævintýri Putta litla sem býr í Ævintýraskóginum. Hann bíður lengi vel eftir að ævintýrin komi til hans Bamabækur Hildur Hermóðsdóttir en loks sér hann að hann verður sjálfur að leita þeirra. Hann leggur af stað í náttmyrkri ævin- týraskógarins og þá láta æsandi atburðir ekki á sér standa. í draumi frelsar hann ýmsar þekkt- ar ævintýrapersónur frá ógnvöldum þeirra s.s. dreka, úlfi, nom og vondu stjúpu. En leikurinn æsist heldur betur þegar Putti vaknar augliti til auglitis við Nátttröllið sem tekur hann og lokar inni í helli sínum í Tröllafjalli. Möddu- mömmu saumakonu tekst eftir mikla baráttu að bjarga Putta úr klóm illvættisins eða öllu heldur tekst það með samvinnu allra íbúa skóg- arins að ógleymdri skilaboðaskjóðunni góðu sem geymdi svo söguna alla þar til hún barst í hendur höfundarins sem leysti frá henni. Þorvaldur Þorsteinsson er ungur höfundur og hefúr hann gert bæði texta og myndskreyt- ingu bókarinnar enda fellur þetta tvennt prýðilega saman. Sagan er skemmtileg og hug- vitsamlega gerð og lögmál ævintýranna í heiðri höfð. Myndskreytingin er gerð af mikilli alúð og litaval undirstrikar aðstæður og hugblæ frá- sagnarinnar á hverjum tíma. Bæði texti og myndir einkennast af auðugu ímyndunarafli og tilvísunum svo að lengi er hægt að skoða og finna eitthvð nýtt. Góðar myndabækur er nokkuð sem ég fagna alltaf alveg sérstaklega einkum ef um íslenska framleiðslu er að ræða. Hér á landi er mikil vöntun á bókum fyrir litla krakka þó að nokk- uð hafi verið bætt úr á síðustu árum. Ég hef á mínum snærum ungan neytanda (4 ára) og ætla ég hér að lokum að láta fljóta með orð hans eftir þriðju eða fjórðu umferð um Skila- boðaskjóðuna: „Mamma hvemig kemst maður inm' svona bók?“ Hann vildi verða virkur þátt- takandi í ævintýrinu. HH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.