Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 30
42 MAÐUR VIKUNNAR Serbinn - Bubbi Morthens (GRAMM) Bubbi bætir enn einni skrautfjöðrinni í hattinn sinn og fer hatturinn brátt að verða þéttsettur. Hér er einfaldlega á ferðinni eitt besta innlenda lag ársins, mjúkt en kröftugt, og öll vinnsla fyrsta flokks. ÖNNUR GÓÐMENNI Sverrir Stormsker - Þórður (SKÍFAN) Sverrir fer hér í Tom Jones fötin og fara þau bara vel á honum. Lagið hljómar að vísu dálítið kunnuglega en það gæti verið útsetningin, sem er upp á gamla móð- inn. Þetta er fallegasta lag og stingur skemmtilega í stúf við það sem aðrir eru að gera hérlendis. Bubbi syngur með Sverri. TIL TUESDAY - What About Love (CBS) Pretenders gæti verið full- sæmd af þessu lagi, áhrif Chrissie Hynde heyrast langar leiðir og á köflum mætti halda að hún syngi. Lagið er í letilegum en kröftugum stíl, melódían góð og grípandi og þetta á eftir að ná langt. PAUL YOUNG - Some People (CBS) Ekki beint vænlegur stór- smellur enda fara bestu lögin ekki alltaf á toppinn. Þetta er afbragðsgott lag en það þarf nokkra hlustun og verður bara betra og betra. Maðurinn er meiri- háttar söngvari. RICK OCASE - Emotion in Motion (GEFFEN) Forsöngvari Cars spreytir sig einn síns liðs og fer alls ekki illa af stað, Cars and- inn leynir sér ekki en það skemmir ekki fyrir Rick nema síður sé, Rólegheita melódía. TINA TURNER - Two Pepole (CAPITOL) Ég er ansi hræddur um að^ hér hafi Tina veðjað á rangan hest, þetta lag vantar alveg gripið sem róleg lög þurfa að hafa til að ná frama. Söngurinn er hins vegar fyrsta flokks eins og við var að búast. GÓÐMENNI Á VILLIGÖTUM Billy Ocean - Love Is Forever (ARISTA) Þessum ágæta manni hefur tekist að klúðra ferlinum algjörlega með þessum væmnu lögum og virðist ekkert á batavegi. -SþS-- FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Cyndi Lauper - True Colors Vel heppnuð uppskrift Cyndi Lauper stökk alsköpuð fram í sviðsljósið fyrir þremur árum með plötunni She’s So Unusual og var nafn þeirrar plötu að vissu leyti rétt- nefhi. Lögin á plötunni voru um margt óvenjuleg; gamalt rokk í nýjum bún- ingi innan um blíðar ballöður og nútímalegt popp. Söngrödd ungfrúar- innar var aukinheldur nokkuð sér- stök; mjög á háu nótunum og á stundum bókstaflega skerandi, en inná milli angurvær og blíð. A þessari nýju plötu kemur Cyndi Lauper ekki eins á óvart og á þeirri fyrri enda ekki við því að búast. Rödd- in er jafngóð og áður og gott ef ekki betri, enda söngkonan óhjákvæmilega sjóast á þeim þremur árum sem liðin eru frá fyrstu plötunni. Og uppskriftin að þessari plötu er sú sama og að þeirri fyrri, ýmsum tón- listarstefnum hrært saman; lög í anda rokkáranna, ballöður og nútíma hljóðgervlapopp. Ekki veit ég hvort réttmætt er að krefjast þess, en ég hefði fyrir mína parta ekki haft neitt á móti pínulitlum nýjungum; vissulega hefur þessi upp- skrift lukkast vel hjá Cyndi Lauper og ekki er annað að sjá á vinsældalist- um að hún dugi fullvel að þessu sinni líka. Kannski er þetta bara enn eitt dæ- mið um það hversu þessi létta popp- tónlist hefur staðnað á síðustu árum. True Colors hefur það kannski fram yfir She’s So Unusual að vera öllu seinteknari; lögin þurfa meiri hlustun, ekki öll að vísu en mörg og það hefur löngum verið talið gott þegar melta þarf lög aðeins og þau renni ekki bara viðstöðulaust í gegn. Titillag plötunnar hefur þegar öðlast miklar vinsældir og eflaust eiga fleiri lög af plötunni eftir að fytgja í kjölfar- ið enda lögin að megninu til létt melódískt popp sem hrífur auðveld- lega. SþS- Richard Thompson: Daring adventures Húmor í bland við tregann Richard Thompson er merkilegur náungi í rokktónlistinni. Hann hóf ferilinn sem gítarleikari í ensku þjóð- lagarokksveitinni Fairport Conventi- on og var þar innanborðs á bestu árum þeirrar ágætu sveitar, árin 1968-1971. Síðan hefur hann verið einn á háti og á að bakiellefu sólóplötur - sex þeirra reyndar í samstarfi við fyrrverandi eiginkonu sina, Lindu Thompson. Sú ellefta, Daring adventures, kom út fyr- ir skömmu. . Gengi Thompsons hefur verið æði misjafnt í gegnum árin. Hann er það sem enskir kalla „Cult figure". Hann á tryggan hóp aðdáenda, fær undan- tekningarlaust mjög góða dóma í músíkpressunni - bæði fyrir plötur og htjómleika - hann er hátt skrifaður meðal kollega sinna en á erfitt með að ná til fjöldans. Að þessu leyti svip- ar honum til Elvis Costello og Tom Waits. Reyndar hefur Thompson marglýst því yfir að hann kæri sig lítt um að verða rokkstjama - honum nægir að hafa sæmilega í sig og á með tónlist sinni. Kostir Thompsons sem tónlistarmanns em margir. Hann er afbragðs laga- og textasmiður, sér- stæður söngvari og hann á fáa sína líka sem gítarleikari. Rolling Stone tímaritið fúllyrti t.a.m. um daginn að hann væri hreinlega sá besti og hefúr það víðar verið sagt. Hann er vel að sér í tónlistarsögunni. Hann þekkir bresk og bandarísk þjóðlög út og inn, hefur stúderað arabíska og afríska tónlist, djass og hann er með rokkið á hreinu, því Thompson er fyrst og síðast rokkari. Þessi þekking Thomp- sons kemur skýrt fram á plötum hans og hann hefúr með ámnum skapað sér alveg einstakan stíl. Ekki bregst karlinn á Daring ad- ventures. Síðustu tvær plötur hans, Hand of kindness frá ’83 og Across crowded room frá því í fyrra, em hörkugóðar en þessi nýja slær þeim báðum við. Á henni em fimm kröftug rokklög, sex í rólegu deildinni og eitt djasslag í anda stríðsáranna. Sem fyrr skiptast á sorg og gleði í tónlist Thompsons, hann hefur frá ýmsu að segja í lögum og ljóðum, húmorinn er á sínum stað í bland við tregann. Það fer ekki á milla mála að Thompson hefur orðið fyrir biturri reynslu í ásta- málum. Þetta kemur átakanlega fram í texta lagsins Long dead love, sem er með áhrifameiri lögum þessa árs. Daring adventures er plata sem á erindi - hún lætur engan ósnortinn. Bestu lög: Long dead love, Jennie, How will I ever be simple again, Dead man’s handle. K.S. OMD - The Pacific Age Leitin að eldinum Orchestral Manoeuvres in the Dark em einir af merkisberum nýrómantík- urinnar sálugu. Þeir kváðu sér hljóðs á sínum tíma með hljóðgervla að vopni, líkt og Ultravox og Spandau Ballet. Þeir hafa þraukað áffarn. Margt hefúr breyst á fáum árum. Þannig er tónlistin. The Pacifc Age er sjöunda breiðskífa OMD og Andy McCluskey og Paul Humphreys eru samir við sig. Ekki þar með sagt að þeir hafi ekkert breyst. Báðir hafa til dæmis elst. Tónlistarleg markmið hafa líka dálítið látið á sjá. OMD em enn leitandi eftir öll þessi ár. Það er virð- ingarvert. Þreifingar þessar em hins vegar ákaflega ómarkvissar sem telst til tíðinda hjá svo lífsreyndum mönn- um. The Pacific Age er gott dæmi um þetta. Hún er í alla staði mjög dæmi- gerð OMD plata. Tónlistin er aðsóps- mikil. Margar melódíurnar em snotrar og kikna nánast undan íburð- armiklum útsetningum þar sem flest möguleg ljóð em kreist úr hljóðgervl unum. Sum laganna eins og The Dead Girls em klárar tilraunir með hljóð og éffekta. Eða þá lagið Southern þar sem gömlum ræðum Martin Luther King er bætt á bás með hljómborðum og blásturssveit. Allt er þetta stórkostlega tilkomu- mikið en andlaust. OMD tekst best upp þegar einfaldleikinn fær að njóta sín í lögum eins og (Forever) Live and Die og Shame. Jafnvel þá örlar fyrir dálitlu tómahljóði. Orchestral Man- oeuvres in the Dark eru litlu nær fyrirheitna áfangastað sínum með Pacific Age, hver sem hann nú er. Sumir leita en finna aldrei. , Þannig er lífið. -ÞJV SMÆLKI Sæt ntt*. .. Sagait endurtek- ur sig sífellt, segir einhvers staðar ng gamlir hljóm- sveitagaurar virðast trúa þessu hvað hest; í þaó minnsta er sifeilt veriö að sveitir og siðastar i röðinni eru Ducks Oeluxe, gainlir króarrokkarar frá síðasta óratutj og Bari Companv, sem róðið hafa tii sín nýja söngvara ettir aó Paul Rori- gers hól samstarf við Jitnmv Page. Nýi söngvarinn i Bad Company heitir Brían Howe og söltg áöur fyrt með gaddavirsrokkaranum Ted Nudgent, ,, Madonna er lús- iðín korta eins og kuimugt er og lætur sér ekki verk úr (tentli falla. !\!ú ei hún enn á ný komitt framfyrír mynda- vélarnar og afraksturínn á að verða ný kvikmynd, ..Slammer", sem James Folev stjórnar. Wlyndin verð- ur frumsýnd næsta sutnar og itklega semur IVladonna tónlistiua viö myndina. . . Fyrir ekki alls löngu rifust karlahlöðin Peuthouse og Playboy heíftarlega um bírt- ingu á nektarmyndurn af IWadonnu og fór svo að bæði blöðin flögguðu með ungfr- úna berrassaða é síöunt stnum. Nú herma sögur að annað hvort blaójð, jafnvel hæði, ætli t byrjun næsta órs að skreyta síóur sinar með fleíri myndum af Ma- donnu berfættri upp að hálsi.. . Gibba Gihb bræður voru á dögunum að undirrita sattttting víð hljómplötufyrir- tækið Warner Brothers og má búast vtð nýrri plötti frá þeím bræðrum (þ.e. Gibb bræðrum) eftir áramótin. . . Fleiri söng- kottut feta nú í fótspor Madonnu á hvita tjaldtnu; Susanne Hoffs i Bangles hefur fengið stórt blutverk í kvikmynd sem á að beita „Cutting Loose" en ekki er vist að hæfileikar Susanne hafí einir ráðið unt val henn- ar því mamtna gamla bæði semur handrit myndaritmar og leikstýrir. . . Yorgos Kyr- iakou Panayiotou settdir Irá sér sina fyrstu sólóplötu á næsta ári og er heðiö eftir plðtunni með mikílll eftir- væntingu unt allatt heim. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Yorgos þessi er betur þekktur undir nafninu George Micliael. . .Fiegnir herma að Rod Stewart Itygg- ist reisa gömlu hljómsveít- ína sitta Faces upp frá dauðum til hljómleikabalds og kú Bill nokktir Wyman ætla að taka að sér að plukka bassann. .. það var og. • -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.