Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. - sagði Hólmfríður ------------------------------------- Jón G. Hauksson, DV, Akureyn; „ Þetta var alveg stórkostlegt kvöld. Ég veit nú ekki hvort ég sé eftir kórón- unni. En árið er búið að vera mjög skemmtilegt, ég á margar minningar frá því og það er eftirsjá í ýmsu. En ég hlakka líka til að koma heim,“ sagði Hólmfríður Karlsdóttir, fyrrum ungfrú Heimur, sem tók kórónuna ofan i Royal Albert Hall í London í gær- kvöld og krýndi Giselle Jeanna Marie frá Trinidad. „Það sem nú tekur við hjá mér er að ég kem heim og byrja að vinna á barnaheimilinu á Vífils- stöðum 1. desember," sagði Hólmfríður sem mun dvelja í London í nokkra daga við að kynna Svala. !*■■ „Giselle Jeanna er mjög myndarleg og skemmtileg. Að vísu kynntist ég henni lítið en hún hefur góðan þokka. Ég óska henni til hamingju,“ sagði Gígja Birgisdóttir, fulltrúi Islands í keppninni í gærkvöld. Gígja komst ekki í úrslitakeppnina. „Það bjuggust flestar okkar við að Nýja-Sjáland myndi vinna,“ sagði Gígja. „Því miður komst ég ekki neitt áfram en þetta hefur verið mjög skemmtileg lífsreynsla og ég hef lært margt ai' þessu." Barátta um fjórða sæti Búist er við að minnst fjórir fram- bjóðendur keppi um fjórða sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Þau Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltnii, .og f,ára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, hafa þegar ákveðið framboð. Líklegt þykir einnig að þeir Jón Bragi Bjamason prófessor og Karl Th. Birgisson, fyirverandi starfs- maður Bandalags jafnaðarmanna, fari fram. Friður ætlar að verða um þrj ú efstu sætin. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- ^ hagsstofhunar, hyggst tilkynna form- lega í dag um framboð sitt í fyrsta sæti listans. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður býður sig fram í annað sæti og Jón Baldvin í þriðja sæti. Próf- kjörið verður í lok mánaðarins.KMU Leiðin liggur í /MIKLAG4RÐ Skemmdarverkin á eigum Hvals hf: Hver hvalbátur tryggður fyrir 167 millijónir Nú er unnið að því að ná hvalbát- unum Hval 6 og Hval 7 upp úr Revkjavíkurhöfn og á því verki að vera lokið eflir helgina en það var Köfúnarstöðin hf. som hlaut verkið fyrir 1,1 milljón króna. Hvalbátamir íslensku eru allir tryggðir hjá norska tryggingarfélag- inu Hvalfangernes assurance foren- ing í Sandefjord í Noregi en það fyrirtæki sérhæfir sig í tryggingum hvalbáta. Samkvæmt upplýsingum þaðan er hver íslensku hvalbátanna trvggður fyrir allt að 2.850.000 pund oða um 167 milljónir íslenskra króna. Er DV raxkli við fi-amkvæmda- stjóra fyrirtækisins i morgun sagði hann að þessi tegund tjóns, skemmd- arverk, væri innfalin í tryggingunni, það er hún félli undir kaskóhluta tryggingarinnar sem na?ði yfir tjón allt að 1,9 milljónum punda. Norska tryggingarfélaagið endur- ti-yggir hvalbátana síðan hjá Lloyds í Ixmdon og kom fulltrúi þess félags hingað til lands í vikunni til að kanna tjónið á bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfh. Erfitt er að fá nákvæmar upplýs- ingar um matsverð hvalbátanna og vildi viðmælandi DV í Noregi ekki tjá sig um það en samkvæmt fréttum í breska blaðinu Daily Express er hver bátur metinn á 100.000 pund eða um 6 milljónir króna sem er vart meira en brotajámsvcrð þeirra. -FRI Guðmundur segir upp í dag Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, mun ákveðinn í að segja upp starfi sínu, að því er áreiðanleg- ir heimildir DV herma. I hádeginu í dag mun framkvæmdanefnd stofn- unarinnar koma saman til fundar og verður ákvörðun Guðmundar til- kynnt þar. Samkvæmt sömu heimildum mun Guðmundur leggja mikla áherslu á að annað starfsfólk stofnunarinnar láti ekki af störfum. Og hann mun einnig beita sér gegn því að stjómar- formaður eða aðrir stjórnarmeðlimir fari frá. Erling Aspelund vildi ekki tjá sig um málið í samtali við DV í morgun en sagðist bíða eftir niðurstöðu Guð- mundar. -VAJ/SJ Ungir íslenskir aðdáendur söngkonunnar Sinittu iétu sig ekki vanta í gær þegar þeim gafst tækifæri til að fá eiginhandaráritun hennar í höfuöstöðvum Bylgjunnar. Lagið hennar Sinittu, „So Macho“, var ofarlega á vinsældalistunum hér i sumar. -SJ/DV-mynd KAE Veðrið á morgun: Skúrir á Suður- og Austur- landi Á morgun verður suðaustlæg átt. Skúrir á Suður- og Austurlandi en þurrt og bjart norðan- og vestan- lands. Hiti verður á bilinu 3-7 stig. Tólf keppa hjá Framsókn á Vestfjórðum Tólf manns bjóða sig fram í skoðana- könnun Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, sem fram fer 6. og 7. des- ember. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi. Keppendur eru: Egill Heiðar Gíslason æskulýðsfull- trúi frá Súðavík, Elías Oddsson framkvæmdastjóri, Isafirði, Guð- mundrn- Hagalínsson bóndi, Ingjaldss- andi, Gunnlaugur Finnsson kaupfé- lagsstjóri, Hvilft, Önundarfirði. Heiðar Guðbrandsson verkstjóri, Súðavík, Jón Gústi Jónsson bóndi, Steinadal, Ströndum, Magðalena Sig- urðardóttir varaþingmaður, Isafirði, Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður, Pétur Bjamason fræðslustjóri, Isafirði, Sigurður Viggósson fram- kvæmdastjóri, Patreksfirði, Sveinn Bernódusson jámsmíðameistari, Bol- ungarvík, Þómnn Guðmundsdóttir frá Melgraseyri, framkvæmdastjóri SUF. -KMU Ekið á mann á Skúlagötu Ekið var á mann á Skúlagötu í nótt er hann var á leið yfir götuna á móts við hús Sláturfélagsins. Sjúkrabifreið var kvödd á slysstaðinn og var maður- inn fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans. -IBS Innbrotí Breiðholti Brotist var inn i þrjú fyrirtæki við Hraunberg í Breiðholti í nótt. Til- kynnt var um innbrotin klukkan hálfþrjú í nótt en ekki var vitað hvort einhveiju hefði verið stolið. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.