Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 3 Fréttir Læknisfrú sprettír úr spori í New York: Vill hlaupa fram í rauðan dauðann Fríða Bjamadóttir, læknisfrú í Reykjavík, var eini íslenski þátttak- andinn í New York maraþonhlaup- inu er fram fór 2. nóvember síðastliðinn. Fríða stóð sig vel, varð númer 4.800 af 22.000 keppendum og náði tímanum 3:34.30. Maraþon- hlaup er sem kunnugt er 42ja kílómetra langt. 45 mínútur á dag „Það tóku um 5000 konur þátt í þessu maraþonhlaupi og meðal þeirra varð ég númer 273. í mínum eigin aldursflokki, 40-50 ára, varð ég hins vegar í 37. sæti en þar kepptu þúsund konur,“ sagði Fríða í sam- tali við DV skömmu áður en hún fór út að hlaupa síðdegis í gær. Hún hleypur daglega frá heimili sínu í Viðjugerði í Reykjavík og það er undir vindum og skapferli hennar komið í hvaða átt hún hleypur. Yfrr- leitt er hún 45 mínútur að komast þá 10-15 kílómetra sem hún skokkar daglega og stundum getur hún ekki hætt og hleypur lengra. Fríða er búin að hlaupa í 10 ár, fékk bakter- íuna í Bandaríkjunum þar sem hún var búsett í mörg ár. Mörg þúsund tungur „Það var dásamlegt að hlaupa í New York. Við hlupum hverfi úr hverfi þar til við enduðum á Man- hattan. Mér er sagt að um 2 milljónir manna hafi fylgst með hlaupinu af gangstéttunum en New York mara- þonhlaupið er sagt vera alþjóðleg- asta hlaup sem hlaupið er. Þarna er fólk úr öllum heimshomum og mað- ur var alltaf að heyra ný tungumál eftir því sem á hlaupið leið.“ Krampi á gangstéttarbrún Þó Fríða hafi náð ágætum tíma eins og fyrr sagði tókst henni ekki að slá íslandsmetið í greininni sem er 3:24.00 klst. Það vantaði 10 mínút- ur upp á en það var nákvæmlega sá tími er Fríða eyddi í að nudda fót sinn sitjandi á gangstétt í miðri New York. Þegar örstutt var eftir af hlaupinu fékk hún svo heiftarlegan krampa í fótinn að hún gat sig ekki hreyft. Það lagaðist von bráðar en íslandsmetið var fokið út í veður og vind. Fríða þurfti enga læknishjálp en það þurftu hins vegar 500 hlaupa- bræður hennar áður en yfir lauk. Enginn lést. Hlaupið frá 4 börnum „Það besta við að hlaupa svona daglega er hvildin sem maður hefur út úr því. Það er hreint dásamlegt að geta hlaupið út frá fjórum börnum og horfið inn í annan heim. Komið svo heim endumærð og hress. Ég veit ekki hvemig ég yrði ef ég þyrfti að hætta að hlaupa.“ Það er ekki á hverjum degi sem fertugar læknisfrúr fljúga út í heim frá heimili og fjórum bömum til þess eins að hlaupa um götur stórborgar vestanhafs. Fríða Bjamadóttir er gift Tómasi Zoega geðlækni og hann sýnir konu sinni skilning á hlaupun- um, hleypur meira að segja með henni stundum. Milljón og Benz „Ég fékk 50 prósent afelátt á flug- farseðlinum til New York gegn því að hlaupa í Flugleiðapeysu. Ég kann félaginu bestu þakkir fyrir það,“ sagði Fríða og bætti því við að ef hún hefði unnið hlaupið hefði hún ekki þurft á neinum afelætti að halda. Fyrstu verðlaun í New York maraþonhlaupinu vom nefnilega ein milljón íslenskar krónur og Mercedez Benz bifreið að auki. Verðlaunin vom veitt bæði í karla- og kvennaflokki. Stefnir á London Fríða gætir þess vel að borða holla fæðu og tóbak hefur hún aldrei reykt. Hún stefnir að því að taka þátt í London maraþonhlaupinu að vori en þar hlupu um 18.000 manns á síðasta ári. „Ég vonast til að geta hlaupið fram í rauðan dauðann," sagði Fríða áður en hún hvarf út í umferðina á hlaupaskónum sínum. Hún fór fram úr þremur bílum og einum strætis- vagni á fyrstu 200 metmnum. -EIR Fríða Bjamadóttir á fleygiferð á Bústaðaveginum. DV-myndir GVA Læknisfrúin bindur skóþveng sinn áður en lagt er í 10 kilómetrana. cwö Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að hann komist til viðtakanda á réttum tíma. ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404 Sendum um allan heim. NISSAN SUNNY BETRI BÍLL BÝÐST ÞÉRVARLA-OG A BETRA VERÐIALLS EKKI. BÍLASÝNING laugardag og sunnudag kl. 14-17 báða dagana TT Ll INGVAR HELGASON HF. Rauðagerði, sími 33560. .l'3-t rih?)ii :i3Ó:d fui.í) "i iif !l t>n n i > |.r : l: 111 I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.