Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 15 Gífiirleg þörf fyrir félagslegar íbúðir „Nú er starfandi milliþinganefnd í húsnæðismálum sem sérstaklega er ætlað að fjalla um félagslegan hluta húsnæðiskerfisins. Það er skylda þessarar nefndar að taka sérstaklega á þessu máli I Ijósi þeirra uppiýs- inga sem fyrir liggja um þörf fyrir leiguhúsnæði og félagslegar ibúðir." Ný húsnseðislöggjöf og frumvarp til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir árið 1987 bera þess glöggt vitni að meg- ináherslan er lögð á að efla almenna húsnæðislánakerfið. Þetta gerist á kostnað félagslegra íbúðabygginga og er hlutfallslega litlu af ráðstöfún- arfé húsnæðiskerfisins varið til þeirra. Þörf fyrir 3000 leiguibúðir Undirrituð hefur á Alþingi lagt fram fyrirspum til félagsmálaráð- herra um áætlaða þörf á leiguhús- næði á landinu öllu, sem og hvað margar umsóknir liggi fyrir um íbúðir í verkamannabústöðum. Svör ráðherra voru, að á landinu öllu er á vegum sveitarfélaga þörf fyrir byggingu samtals 1750-2000 leigu- íbúða á næstu 2-5 árum. Á vegum félagssamtakanna Sjálfsbjargar - Landssambands fatlaðra, Félags- stofhunar stúdenta, Bandalags sérskólanema og Leigjendasamta- kanna er þörfin að auki 800-1000 íbúiðir. Samtals er því þörfin fyrir leiguhúsnæði á allra næstu árum fast að 3000 íbúðir. Að auki kom fram í svari ráðherra að 520 umsókn- ir liggja nú fyrir um byggingu eða kaup á íbúðum í verkamannabú- stöðum. Tillögur Alþýðuflokksins Af þessum upplýsingum er ljóst, að þörfin fyrir félagslegar ibúðir er gífurleg, það kemur mjög illa niður á láglaunafólki, öldruðum og öryrkj- um ef sú stefna verður ofan á að draga úr stuðningi hins opinbera við félagslegar íbúðir. Þessar tölur sýna einnig ljóslega að brýn nauðsyn er á að hrinda þegar í framkvæmd til- lögum Alþýðuflokksins um bygg- ingu eða kaup á 600 kaupleiguíbúð- um á hverju ári næstu 10 árin. Ein meginástæða þess hvernig komið er í húsnæðismálum er sú að fólk hefúr lítið sem ekkert val haft í húsnæðis- málum. Það er oft knúið nauðugt viljugt til að eignast eigið húsnæði, þó það hafi ekki til þess fjárhagslegt bolmagn. Afleiðing þess er sú að KjáHarirm Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn mörg heimili í landinu eru að kikna undan oki gífurlegra fjárhagsskuld- bindinga, enda fjölgar nauðungar- uppboðum sífellt og fjölmargar fjölskyldur sjá fram á gjaldþrot. Þó nýja húsnæðislánakerfið veiti nú 80% lán af kaupverði íbúðar, þá stendur engu að síður eftir að kau- pendur þurfa að leggja fram 20% af kaupverði. Hámarkslánsréttur er 2,1 milljón kr. Sé um eldri íbúð að ræða þá er veitt lán úr húsnæðiskerfinu sem svarar 70% af þeim hámarksl- ánsrétti. Ef sú forsenda er lögð til grundvallar að um sé að ræða 3ja herbergja íbúið sem kostar 2,5 millj- ónir króna þá þarf viðkomandi sjálfur að leggja fram allt að 1 millj- ón króna. Ljóst er að margir munu eiga í erfiðleikum með að brúa þetta bil milli kaupverðs og lánafyrirgreiðslu Húsnæðisstofnunar. Kaupleiguíbúðir - hagstæðustu kjörin Með kaupleigufyrirkomulagi hef- ur fólk val um kaup eða leigu á íbúðum. Það þarf ekki að taka lán, hvorki í húsnæðislánakerfinu, hjá lifeyrissjóðum né dýr skammtímalán í bönkum. I tillögum Afþýðuflokks- ins er gert ráð fyrir að sveitarfélög og/eða félagasamtök verði fram- kvæmdaaðilar að kaupleiguíbúðum. Byggingasjóðimir leggi fram 80-85% kaupverðs og framkvæmda- aðilar 15-20% kaupverðs. Þeir sem ganga inn í kaupleigufyrirkomulag- ið greiða einungis fast mánaðargjald með viðráðanlegum kjörum, sem fer til greiðslu afborgana og vaxta af lánum byggingasjóðanna og til framkvæmdaaðilanna ef um kaup er að ræða. Langir biðlistar Á undanfömum árum hefur ekki verið staðið við ákvæði laga um fé- lagslegar íbúðir, þ.e. að Bygginga- sjóður verkamanna geti fjármagnað a.m.k. Vi af árlegri fbúðaþörf lands- manna. Það er athyglisvert að skoða hve mikið hefur verið byggt af leiguhús- næði á undanfömum árum þegar nú liggur fyrir að á allra næstu árum sé þörf fyrir allt að 3000 leiguíbúðir. Á sl. 5-6 árum hafa einungis verið byggðar á vegum sveitarfélaga 67 íbúðir, þar af 3 íbúðir 1983, 8 íbúðir 1984 og 1 íbúð 1985. Leiguhúsnæði á vegum borgarinnar er nú 1077 íbúðir. Um sl. áramót vom 306 (16 ára-67 ára) á biðlista eftir leiguhús- næði hjá Reykjavíkurborg. Að auki vom 1035 ellilífeyrisþegar á biðlista hjá borginm eftir leiguhúsnæði. Nú er starfandi milliþinganefhd í húsnæðismálum sem sérstaklega er ætlað að fjalla um félagslega hluta húsnæðiskerfisins. Það er skylda þessarar nefhdar að taka sérstaklega á þessu máli í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um þörf fyrir leigu- húsnæði og félagslegar íbúðir. Áskorun til félagsmálaráðherra Margir í verkalýðshreyfingunni hafa tekið mjög afdráttarlaust undir tillögur Alþýðuflokksins um kaup- leiguíbúðir og því m.a. verið lýst að hér sé um að ræða athyglisverðustu lausn á húsnæðismálum sem fram hefur komið um langt árabil. Nýlega hafa einnig stór verkalýðsfélög, þ.e. Starfsmannafélagið Sókn, Verka- kvennafélagið Framsókn og Fram- tíðin í Hafnarfirði, sent félagsmála- ráðherra og milliþinganefnd áskomn um að kaupleigufyrirkomu- lagið verði tekið upp, því það sé augljóslega lausn á húsnæðisvanda láglaunafólks og muni best henta hagsmunum þess. Jafnframt er í þessari álvktun bent á að kannað verði hvort kaupleigufyrirkomulag- ið geti hentað til að tryggja öldmð- um og öryrkjum í stórauknum mæli aðgang að þjónustuíbúðum, sem henta þörfum þess, gegn hóflegum mánaðargreiðslum með vali um leigu eða kaup á slíkum íbúðum. í ályktun þessara verkalýðsfélaga er hvatt til þess að heildarsamtök launafólks beiti afli sínu og sam- takamætti til að kaupleigufyrir- komulagið verði að vemleika. Með því verður fylgst hvemig félagsmála- ráðherra bregst við þessari áskomn og hvaða tillögur hann hefúr fram að færa til að leysa þá gífúrlegu þörf sem er fyrir félagslegar íbúðir. Jóhanna Sigurðardóttir „Það kemur mjög illa niður á láglauna- fólki, öldruðum og öryrkjum ef sú stefna verður ofan á að draga úr stuðningi hins opinbera við félagslegar íbúðir.“ Kynslóðaskipti í stjómmálum „Þessi nýja kynslóð ieggur áherslu á að búið sé i haginn fyrir framtíðina, að um auðlindir lands og sjávar sé gengið með fyrirhyggju og framtiðar- hagsmuni i huga þvi aðeins með þeim hætti er hægt að byggja upp fyrir framtíðina." Það em að eiga sér stað kynslóða- skipti í íslenskum stjómmálum. Ný kynslóð fólks með annan hugsunar- hátt' er að hasla sér völl á þeim stöðum þar sem ákvarðanir um sam- félagið em teknar. Þetta fólk berst fyrir lýðræðislegri vinnubrögðum og dreifingu valdsins á sem flestar herð- ar. Þetta fólk vill að þeghar sam- félagsins greiði réttláta skatta eftir réttlátum reglum og án undandrátt- ar. Þetta fólk vill að hinn stórkost- legi bati íslensk efnahagslífs skili sér til þeirra mörgu sem þurfa á honum að halda. Þetta fólk er einkum að finna í Framsóknarflokknum. Fjölmennt flokksþing Nú um síðustu helgi hélt Fram- sóknarflokkurinn fjölmennasta flokksþing í sögu flokksins, samhliða því að haldið var upp á 70 ára af- mæli Framsóknarflokksins. Tæplega 600 fúlltrúar sóttu þingið og um 1000 manns sóttu afmælishátíð sem hald- in var í Háskólabíói f síðustu viku. Þessi mikli fjöldi fólks, sem þama tók þátt í flokksstarfi, baráttu og stefnumótun Framsóknarflokksins, sýnir lífið og styrkinn sem er í Fram- sóknarflokknum nú. Alþýðuflokkur- inn hélt upp á 70 ára aftnæli sitt í tengslum við flokksþingið fyrr í haust. Það þing sóttu tæplega 300 manns. Ungkratasamtökin héldu landsfund sinn viku eftir að Sam- band ungra framsóknarmanna hélt 150 manna sambandsþing norður í Eyjafirði í byrjun september. Ung- kratalandsfundinn sóttu 27 fulltrúar. 27 fulltrúar!! Þetta segir sína sögu. Aukið lýðræði og valddreifing Á flokksþingi framsóknarmanna lét ungt fólk, hin nýja kynslóð í Framsóknarflokknum, mikið að sér kveða. Miklar breytingar verða nú gerðar á flokksstarfi Framsóknar- flokksins. Flokksþing flokksins verða nú haldin á tveggja ára fresti í stað fjögurra áður. Þetta hefur um nokkurn tíma verið baráttumál SUF og sýnir styrk sambandsins að þetta skuli nú vera samþykkt. Sömuleiðis er að nú skuli æðsta stjóm flokksins vera kosin á flokksþingi og að fram- kvæmdastjóm skuli nú velja sér formann. Áður kaus miðstjórn æðstu stjóm flokksins og formaður flokks- ins var sjálfkrafa formaður fram- kvæmdastjómarinnar. Hér em á ferðinni breytingar til að auka lýð- ræði og valddreifingu í flokknum. Hér em á ferðinni breytingar sem sýna enn sem fyrr að ungliðahreyf- ing Framsóknarflokksins er öflug- asta ungliðahreyfing íslenskra stjómmálaflokka. Hin nýja kynslóð, sem vísað var til í upphafi, á samleið með Framsóknarflokknum vegna þess að það er í engum stjómmála- flokki sem kynslóðaskiptin em jafhlangt komin og jafnaugljós og i Framsóknarflokknum. Þessi nýja kynslóð leggur áherslu á að búið sé í haginn fyrir framtíðina, að um —--------------------:----i----r auðlindir lands og sjávar sé gengið með fyrirhvggju og framtiðarhags- muni í huga, því aðeins með þeim hætti er hægt að byggja upp fyrir framtíðina. Það er skylda hverrar kynslóðar að skila landi og þjóð betri í hendur þeirrar næstu en hún tók við. Efnishyggjunni hafhað Það er tími breytinga, tími nýs hugsunarháttar. Við viljum huga að KjáUaiinn Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra umhverfinu því stór hluti okkar lífs- gæða er að lifa í hreinu og óspilltu umhverfi. Við megum ekki láta tæknivæðinguna ná á okkur taum- lausum tökum. Þess vegna fengum við, ungt fólk i Framsóknarflokkn- um, samþykkta mjög viðamikla ályktun um imihverfismál á flokks- þinginu nú um helgina. Þess vegna létum við ganga undirskriftalista á flokksþinginu þar sem mótmælt er byggingu verksmiðju til endur- vinnslu kjamorkuúrgangs í Donerey á Norður-Skotlandi. Hinni taumlausu efnishyggju sem ryður sér til rúms innan hinna stjórnmálaflokkanna, henni er hafn- að. Það er frjálslynt félagshyggjufólk sem nú haslar sér völl í samfélaginu. Fólk sem er hlynnt réttsýnu velferð- arkerfi. hlynnt samvinnuátaki, hlynnt heilbrigðum einkarekstri og ríkisrekstri þegar það hentar best. Fólk sem leggur áherslu á jöfnuð milli landsmanna og samvinnu þeirra og samkennd. Baráttuvett- vangur þessa fólks er í Framsóknar- flokknum. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra „Ný kynslóð fólks með annan hugsunar- hátt er að hasla sér völl á þeim stöðum þar sem ákvarðanir um samfélagið eru teknar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.