Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 11 Fréttir Slátrarinn lenti í stjömu- flokknum - með skemmtilegu fólki á sjúkrahúsinu á Húsavík Jón G. Hauksson, DV, Akureyn: Við gengum á hljóðið þó það væri ekki hátt. Þetta voru samræður á vinalegu nótunum. Málin voru ekki krufin frekar en fyrri daginn en þau voru rædd, á milli þess sem sopið var á tíu dropunum. Ágæti lesandi, þú ert staddur á sjúkrahúsinu á Húsavík, í setustofunni á deild 2. „Við verðum eiginlega að hafa hann Guðmund sem talsmann okkar, hann er gamall stórsöngvari, hann er til á plötu með karlakómum Þrym þar sem hann tekur góðan einsöng," sagði Guðrún Jónasdóttir bóndakona. Hún var kankvís, Guðrún, þegar hún sagði þetta. Félagar hennar, þeir Guðmundur Gunnlaugsson vömbíl- stjóri, Jóhannes Þórarinsson slátur- hússtjóri og Sigurður Rögnvaldsson, fyrrum sjómaður, höfðu greinilega gaman af Guðrúnu. Þeir glottu. Má ekkert segja lengur „Það má ekkert segja lengur á sjúkrahúsum. Við erum eins og lækn- amir, við erum bundin þagnareiði. En við megum til með að koma því að hve okkur líður vel hér á sjúkrahúsinu á Húsavík, það er stjanað við okkur,“ sagði Sigurður Rögnvaldsson. Orð hans vom samþykkt. Skyndilega bar að kofiu sem settist við næsta borð. Hún gjóaði augunum til okkar, nánast eins og eitt stórt spumingarmerki. Því næst greip hún til kaffikönnunnar. „Viltu ekki frekar skála í vatni,“ var sagt. Síðan var hleg- ið. Hún „var hann“ þessar mínút- umar. Stundum smáýfingar „Við ræðum lítið um pólitík. Við tökum samt stundum smáýfingar, það er til að halda okkur við í pólitík- inni,“ sagði Guðmundur Gunnlaugs- son, stórsöngvarinn, kíminn. Hann leit svo á Jóhannes slátur- hússtjóra. „Annars vorum við að ræða kjötmálin þegar þú komst. Jóhannes er sláturhússtjórinn hér á Húsavík. Þeir segja að hann hafi lent í stjömu- flokknum í haust." Lenti í fituflokknum Jóhannes var ekki alveg sama sinn- is. „Ég held að ég sé nær O-flokknum, fituflokknum," svaraði hann að bragði. Talið barst að sláturtíðinni. Ég spurði hvemig hinn frægi „fallþungi dilka", sem alltaf er verið að tala um, hefði verið á Húsavík i haust. „Það komu vænir dilkar," svaraði sláturhússtjórinn. „Meðalvigtin var um 14 kíló.“ Ekki leist þeim annars á hvemig komið væri í landbúnaðar- málum þjóðarinnar, en nóg um það. Datt heima hjá mér Kúvent var í samræðunum og Guð- rún spurð að því hvemig hún hefði handleggsbrotnað. „Það var bölvaður klaufaskapur, ég datt heima hjá mér og hafði það af að bijóta mig.“ Við ræddum næst um sjónvarpið. „Borðið“ var sammála því að fréttim- ar í því væm mjög góðar, einnig væm samtalsþættir skemmtilegir. „Jú, jú, við fylgdumst með leiðtoga- ftmdinum í sjónvarpinu. Við áttum von á því að þeir væm að semja þama í Höfða á sunnudeginum, ekki síst vegna þess hve fundurinn dróst á lang- inn. En það er gleðilegt að heyra þær fréttir að fundurinn hafi þrátt fyrir allt borið talsverðan árangur." „Borðið“ brosti Það var Jóhannes sláturhússtjóri sem mælti. Hin vom á sama máli. „Heyrðu, ætlar þú að hafa þetta allt eftir okkur?“ spurði Guðrún skyndi- lega. Ég hélt nú það, og meira til, þau yrðu að horfa framan í ykkur, lesend- ur, þegarsmellt væri afmyndavélinni. „Borðið" brosti, það var kvatt með virktum. Hljóðið, sem barst nú frá gangi deildar 2 var ekki um sláturtíð- ina heldur DV. „Það má ekkert segja lengur á sjúkrahúsum. Við erum eins og læknamir, við erum bundin þagnareiði, en okkur liður vel.“ Á setustofu deildar 2 á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Frá vinstri: Guðmundur Gunnlaugsson, Guðrún Jónasdóttir, Jóhann- es Þórarinsson og Sigurður Rögnvaldsson. DV-mynd JGH Nýkomin borðstofuhúsgögn Nýjar vörur í öllum deildum Opið til kl. 20 í kvöld og kl. 9-16 á morgun í öllum deildum. Munið Barnahornið á 2. hæð. Jlil KORT I ws* Jór. Loftsson hf. _ Hringbraut 121 Simi 10600 Húsgagnadeild - Simi 28601 Bókaútsala bókaforlaga við Þingholtsstræti Mik', AÐ ÞINGH0LTS- WAH .K STRÆTI3 Föstudag kl. 9-18 IÆSsjóds Laugardag kl. 9-16 pófeaútgáfan|D|óÖðaga Skáldsögur Barnabækur Fræðirit Ævisögur o. fl. ?) HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG Sunnudag kl. 13-16 ÍSAF0LD rf Bókagerðin Lilja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.