Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 13 Neytendur Nýjasta verðkönnun Verðlagsstofnunar Verðlagsstofnun kannaði verð á 370 vörutegundum í 120 matvöruverslunum um land allt í september sl. Niðurstaðan úr könnuninni var þessi: Verðlag á ísafirði einna hæst Könnunin leiddi í Ijós að verðlag á ísafirði var 8% hærra en verðlag á höfuðborgarsvæðinu og hefur munurinn aukistfrá fyrri könnunum (var 5,2% í janúar). - Frekari samanburður í könnun- inni sýndi að verðlag á Isafirði var 1,3 % hærra en á Bolungavík, 3,2 % hærra en á Pátreksfirði og 4,5 % hærra en á Neskaupstað. Verðlagsstofnun gerði sérstaka könnun á verðmyndun á ísafirði á sl. vetri. Kom þá m.a. i ljós að smá- söluálagning var að jafhaði mun hærri á ísafirði en á höfuðborgar- svæðinu. Jafnframt virtust heildsal- ar og umboðsmenn á ísafirði hafa haft áhrif á verðhækkanir með óhagstæðum innkaupum og milli- liðakostnaði .Auk'þess er skortur á verðsamkeppni talinn vera ein af ástæðunum íyrir slæmri útkommu. Könnunin nú bendir til að málin á ísafirði hafi enn þróast til verri veg- ar. Verðlag í Keflavík einna lægst - Samkvæmt könnuninni er vprð- lag á höfúðborgarsvæðinu^V,8 % hærra en í Keflavík. Verðlág á Suð- umesjum, annars staðar en í Kefla- vík, var 2,1 % hærra en í Keflavík. - Mikil verðsamkeppni á milli verslana og einnig nálægðin við höfuðborgina skýra hagstætt verð- lag í Keflavik. Verðlag á Höfn í Hornafirði hagstæðara en áður. -1 könnuninni sl. vetur skar Höfh í Hornafirði síg úr með hátt verðlag. Samkvæmt könnuninni var verðlag þar 6,6 % hærra en á Neskaupstað. 1 könnuninni nú var verðlag á Nes- kaupstað hins vegar 2,8 % hærra en á Höfti. - Verðlagsstofnun hóf athuganir á verðmyndun sl. vetur á Höfn og sýndu verslanir þegar mikinn áhuga á að endurskoða verðlag hjá sér, og samkvæmt könnuninni nú hefúr það borið umtalsverðan árangur. Verðlag í Vestmannaeyjum hátt - Samkvæmt könnuninni er verð- lag i Vestmannaeyjum 5,8 % hærra en á höfuðborgarsvæðinu, en var í könnuninni í janúar 2,4 % hærrar. - Svipaðar ástæður em fyrir háu verðlagi og em á ísafirði. Bilið á milli hverfaverslana og stórmarkaða á höfuðborg- arsvæðinu minnkar Samkvæmt könnuninni var verð- lag í hverfaverslunum á höfuðborg- arsvæðinu 3 % hærra en í stórmörkuðunum. í janúarkönnun- inni var verðlag í hverfaverslunum 4,2 % hærra. Ein af ástæðunum að dregið hef- ur saman með hverfaverslunum og stórmörkuðunum er hækkun álagn- ingar hjá stórmörkuðunum á yfir- standandi ári. Verðhækkanir í einstökum byggðarlögum mismiklar - I könnun Verðlagsstofnunar hafði verðlag verslana á höfúðborg- arsvæðinu hækkað um 6,5 % frá janúar til september. - Verðlag stórmarkaða á höfuð- borgarsvæðinu hafði hins vegar hækkað um 7,0 % frá janúar til sept- ember en 5,5 % í hverfaverslunum. Sem dæmi má nefna að verðlag á Isafirði hækkaði um 8,8 % og Vest- mannaeyjum um 7,9 % en verðlag i Keflavík un> 4,9 % og Selfossi 4,7 %. Verðkönnun Verðlagsstofnunar liggur frammi á skrifstofu stofnunar- innar og hjá fulltrúum hennar utan Reykjavíkur. BB Munið að merkja börnin vel með endur- skinsmerkjum Hvers ber að gæta þegar böm em send af stað í skólann nú þegar skammdegið skellur á? Að þau séu vel merkt endurskinsmerkjum. Hengja skal endurskinsmerki á báð- ar hliðar bamsins en ekki aðeins eitt merki aftan í yfirhöfnina og eitt merki framan á. Ekki er verra að merkja skólatösku barnsins. Gott væri að merkja húfur og skó- fatnað barnsins því að þá sést það vel í myrkrinu. Munið að barnið er aldrei of vel merkt. Ekki dugir að merkja aðeins eina yfirhöfri, skó eða húfu heldur ber að merkja allt sem bamið á. Bömin em ekki alltaf í því sama utandyra. Það er einungis verið að bjóða hætt- uni heim með því að senda bömin ómerkt eða illa merkt út í myrkrið. -BB Hér sjást endurskinsmerkin vel enda rétt hengd í yfirhöfnina. Merkið á skónum sést vel niðri við jörð. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda j Heimili j Sími j Fjöldi heimilisfólks I Kostnaður í október 1986: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. K. Jónsson & Co afturkallar niðursoðnar rækjur Ríkismat sjávarafurða og Holl- ustuvemd ríkisins hafa í samvinnu og að höfðu samráði við Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins hafið athugun á notkun rotvamarefnisins hexamethýlentetramín við fram- leiðslu á niðursoðnum fiskafurðum hér á landi. Komið hefur í ljós að áðumefnt efni hefúr verið notað í niðursoðnar rækjur hjá fyrirtækinu K. Jónsson & Co. Þar sem notkun þessa rotvamarefnis er óheimil hefur Ríkismat sjávarafurða og Hollustu- vemd ríkisins lagt fram fyrirmæli um að frá og með deginum í dag verði útflutningur, dreifing og sala á niðursoðinni rækju frá K. Jónssjn & Co stöðvuð. Þess er krafist að varan verði afturkölluð úr öllum verslunum hérlendis og mun heil- brigðiseftirlit á hveijumn stað hafa eftirlit með að því verði framfylgt. Rannsókn stendur nú yfir hvort aðrar niðusuðuverksmiðjur hafi not- að hexamethýlentetramín við niður- suðu á rækjum. Skýrt verður frá niðurstöðum um leið og þær liggja fyrir og viðunandi ráðstafanir gerð- ar. Paloma Picasso-ilmvatnið er komið og verður kynnt á eftirtöld- um stöðum í dag: í Amaro, Akureyri Dísellu, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Libiu, Laugavegi 35, Reykjavík. Selfossapóteki, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.