Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 7 Atvinnumál Rækjumálið á Akureyri: Rækja á innanlands- markaði í rannsókn - talið illmögulegt að fylgjast með aukaefnum í niðursuðuvörum Atvinnuástandið: Október sábesti í 3 ár Þótt skráðir væru 7.700 atvinnu- leysisdagar í október sl., sem er fjölgun um 1.000 atvinnuleysis- daga frá mánuðinum á undan, hafa ekki verið skráðir jaínfáir at- vinnulausir hér á landi í október sl. þrjvi ár. Að meðaltali voru skráðir rösklega 16 þúsund at- vinnuleysisdagar í októbermánuði á árunum 1983—1985. f þessu sambandi ber þó að geta þess að samningar um fastráðn- ingu fiskvinnslufólks eru komnir til framkvæmda og gætir áhrifa þess nú, en haustið hefur oft verið tími atvinnuleysis hjá fiskvinnslu- fólki eftir að kvótakerfið var tekið upp. Talan 7.700 atvinnuleysisdagar samsvarar því að 360 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í októbei á landinu öllu. -S.dór. Vegna kvartana frá Þýskalandi var farið að rannsaka niðursoðna rækju frá K. Jónssyni & Co hf. á Akureyri og kom þá i ljós að Hexa Metnyltetra, efhi sem bannað er að nota við niðursuðu, var blandað í rækjuna. Þetta efni er skaðlegt en gefur rækjunni betra útlit og eyðir lykt. Hér er talið vera um alvarlegt mál að ræða fyrir niðursuðuiðnað- inn og er fyrirhugað að kalla fulltrúa K. Jónssonar & Co hf. ásamt fulltrú- um Sölustofnunar lagmetis til fundar um málið með fulltrúum Rík- ismats sjávarafurða og Rannsókna- stofnunar sjávarafurða. „Því miður er það svo að engin leið er til þess að fylgjast með því nákvæmlega hvort aukaefhi eru sett í niðursuðuvörur. Þau efni og efna- sambönd, sem hægt er að setja í dósimar, skipta hundruðum og svo mikil vinna er að fmna þau út að það er ekki hægt frá degi til dags. Við verðum að geta treyst framleið- endum í þessum efnum og ég tel að eina leiðin til þess að fá þá til að gera ekki svona hluti sé að láta þá sjálfa taka skellinn," sagði Halldór Amason, forstjóri Ríkismatsins. Halldór sagði að Rikismatið hefði eftirlit með hráefni sem verksmiðj- umar fengju og öllu hreinlæti hvað umbúðir og annan búnað snerti. Aftur á móti hefði Rannsóknastofh- un sjávarafurða eftirlit með vinnsl- unni og innihaldi dósanna. Þrátt fyrir sýnatöku sagði Halldór enga leið að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerðist og í raun væri ekki hægt að koma upp svo öflugu eftir- liti að framleiðendur gætu ekki komist fi-am hjá því ef þeir ætluðu sér það. „Enda þótt ég telji að yfirhöfuð séu framleiðendur í sjávarútvegi sam- viskusamir og vilji gera eins vel og hægt er þá em í þeirri grein. eins og öðrum, til menn sem ganga eins langt og hægt er og stundum lengra en æskilegt ei’. En þetta mál verður vel skoðað og allt revnt sem hægt er til þess að svipaðir atburðir end- urtaki sig ekki." sagði Halldór Ámason. -S.dór „Hafði útlits- bætandi áhrif“ - segir Kristján Jónsson hjá K. Jónsson & Co Jón G. Hauksscm, DV, Akureyti „Ástæðan fyrir því að þetta efni var sett út í er sú að það hafði útlits- bætandi áhrif. Það gerði vöruna meira aðlaðandi,“ sagði Kristján Jónsson, forstjóri K. Jónsson & Co, við DV í gær um það hvers vegna fyrirtæki hans hefði notað efnið hexamethylenetetramine við niður- suðu á rækju. En efnið er á bann- lista, enda talið vera krabbameins- valdandi. - Vissuð þið það fyrirfram að þetta efni var á bannlista? „Ég verð að segja eins og er að það hvarflaði ekki að mönnum að þetta kæmi upp í svo litlu magni sem efnið er sett út í. En við vitum það núna.“ - Eru þetta ekki veruleg skakka- föll sem þið verðið fyrir í Þýska- landi? „Ekki get ég séð það. Það stórfyrir- tæki í Þýskalandi, sem selur rækj- una úti, var einmitt rétt áðan að panta meira, en auðvitað án efnisins í. Það vantar rækju á Þýskaland og þeir biðja um hana. Þetta er fyrir- tæki sem hefur keypt af okkur í mörg ár og er góður viðskiptavinur, þannig að ég get ekki séð að við séum að tapa markaði þótt þetta hafi komið fyrir.“ - Nú hefur fyrirtæki þitt áður orð- ið fyrir skakkaföllum, fengið vömr sendai’ til baka? „Já það er rétt, en ég ætla ekki að rifja það upp. Eins og ég sagði í upphafi samtalsins, þá hef ég í raun lítið rnn þetta mál að segja á þessu stigi annað en að þetta hefur átt sér stað. Dæmið liggur ekki endanlega fyrir í heild sinni, eins og til dæmis um hversu mikið magn er að ræða sem hefur verið afturkallað. Þegar dæmið hefur verið gert upp skal ég ræða betur við þig um það,“ sagði Kristján Jónsson, forstjóri K. Jóns- son & Co, við DV í gær. Ilieodór Halldorsson, Sólustofnun lagmetis: Yfir 300 þúsund dósir af rækju afturkallaðar Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; „Við vitum ekki enn hversu mikið magn er hér um að ræða en teljum að það sé í kringum 300-350.000 dós- ir af rækju. Og hver dós er 200 grömm,“ sagði Theodór Halldórsson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, í gær um magnið sem hefur verið afturkallað frá Þýskalandi. Er það rétt, sem haft er eftir Ás- birni Dagbjartssyni hjá Rannsókn- arstofhun fiskiðnaðarins á Akureyri, að ekki sé útilokað að afturkallaða rækjan verði sett á innanlandsmark- að? „Það er kolrangt. Hollustuvernd hefur einmitt afturkallað þá niður- soðnu rækju sem er á innanlands- markaði.“ Hvað verður þá gert við afturköll- uðu rækjuna? „Við erum að skoða það. Hún verður hugsanlega seld annars stað- ar erlendis.“ - Er umrætt efni þá ekki alls staðar bannað? „Nei, það er ekki alls staðar bann- að.“ Formannaráðstefna farmanna: Fé fýrir ólöglegan afla til hús- næðismála aldraðra Á nýafstaðinni formannaráðstefnu Famianna- og fiskimannasambands íslands var samþykkt ályktun um að beina þeim tilmælum til sjávarútvegs- ráðhema að hann beiti sér fyrir þvi að það fé, sem greitt er fyrir ólöglegan afla, sem gerður hefur verið upptæk- ur, verði látið renna til húsnæðismála aldraðra í þeim landsflórðungi sem féð kemur frá. Hér er um þónokkurt fé að ræða því að á síðasta ári var úrskurðaður ólög- legur afli frá hendi sjávarútvegsráðu- neytsins upp á 9,3 milljónir króna. Því fé, sem fæst fyrir ólöglegan afla, hefur til þessa verið varið til hvers konar vistfræðirannsókna í landinu. Á formannaráðstefnunni var sam- þykkt að skora á viðkomandi aðildar- félög fiskimanna að segja upp gildandi kjarasamningimi ásamt því að afla sér heimildai’ til verkfallsboðunar nú þeg- ar. Þá krefst ráðstefnan þess að laun og kjör famianna verði stórlega bætt frá því sem nú er við næstu samninga- gerð. Á ráðstefnunni var þess krafist að sú kjaraskerðing. sem sjómenn hafa orðið fyrir á undanfömum árum við ákvörðun fiskverðs. verði að fullu leið- rétt og lögin um olíugjald, sem falla úr gildi um næstu áramót. verði ekki endumýjuð. Á bað er bent að liggi fis- kverð ekki fyrir á réttum tíma muni róðrar ekki hefjast um næstu áramót. Loks er fagnað frumvarpi urn stað- greiðslukerfi skatta. -S.dór. Datvík: Greiða þorsk- verð fyrir grálúðuna „Það er rétt að við bjóðum tíma- bundið sama verð fyrir grálúðu og greitt er fyrir þorsk. Það er margt sem veldur þessu. Má þar til nefria að lítinn þorsk er að fá nú og allt er betra en að þurfa að stoppa. Auk þess hefúr verð á grálúðu hækkað nokkuð á Evrópumarkaði, eins og raunar á flestum fisktegundum. og tun þessar mundir er grálúðan hvað fcitust og best og þannig á sig korn- in sélst hún best,“ sagði Gunnar Aðalbjörnsson, frystihússtjóri áDal- vík, í samtali við DV, Hér er um verulega veröha’kkun að ræða fyrir útgerðannenn og sjó- menn. því skráð verð er nú 15.70 kr. fyrir kílóið af 1. flokks grálúðu en 27.20 kr. fyrir kílóiö af 1. flokks þorski. Gunnar sagði að með því að greiða þorskvei-ð fyrir grálúðuna væri mjög auðvelt að fá togarana til að stunda grálúðuveiðar. en frysti- húsið á Dalvík fær allan afla 3ja togara og helnúng afla þess ljórða. Um tíma munu Húsvíkingar einn- ig hafa greitt þorskverð fyrir grálúð- una af sömu orsökum og Dalvíking- ar. Á formannaráðstefnu FFSÍ um síðustu helgi var þessu fagnað mjög og skorað á önnur fiystihús í landinu að gera slíkt hið sama. -S.dór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.