Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Rítstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr..- Helgarblað 60 kr. Sameining banka Alþingismenn skoða álit og tillögur bankastjórnar Seðlabankans um breytingar í bankakerfmu og samein- ingu banka. Seðlabankinn telur æskilegast að sameina Útvegsbankann Iðnaðarbankanum og Verzlunarbank- anum. Upp úr þessu risi einn hlutafélagsbanki, sterkur einkabanki. í því hlutafélagi gætu verið með atvinnu- vegir og einstaklingar. Seðlabankinn legði í byrjun til það, sem skorti, en seldi síðan hluthöfum. Þessi leið er æskilegri en aðrar, sem um hefur verið rætt. Leiðin er nokkuð í anda þess, sem ýmsir sjálfstæð- ismenn hafa nefnt, þótt ástæða hafi verið til að treysta efndum varlega. Sú hætta vofir jafnan yfír, að reynt verði að halda Útvegsbankanum gangandi með fjár- framlögum frá ríkinu, það er skattgreiðendum. Staða Útvegsbankans er hrikaleg vegna Hafskips- málsins og taprekstrar í ár. Eiginfjárstaðan er nálægt núlli. Ljóst er, að ekki er vit í að halda bankanum áfram öllu lengur. Hann kemst aldrei upp úr tapinu. Því er leitað ráða til að bjarga málum. Æskilegast er, að það verði gert með þeim hætti, að almenningur greiði sem minnst fyrir, og jafnframt verði tækifærið notað til að vinda ofan af ríkisbákninu í bönkunum. Því þarf að fara þá leið, að einkabanki taki við. En óvíst er og raunar ólíklegt, að samkomulag verði um þetta í ríkisstjórninni. Hér er þó um stórmál að ræða. Tillaga Seðlabankans er talin eiga litlu eða engu fylgi að fagna í þingflokki Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn virðast vilja leggja Útvegsbankann inn í Landsbankann og Búnaðarbankann. Það væri ömurleg leið. Við það mundi enn vaxa veldi ríkisbákns- ins, þegar þessir bankar stækkuðu. Þá skiptir og miklu, að ríkissjóður yrði væntanlega að leggja fram miklar fúlgur, líklega yfir milljarð króna, í eigið fé, ef til dæm- is Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn yrðu sameinaðir. Almenningur á ekki að gjalda þess, hvernig komið er fyrir Útvegsbankanum. Ljóst er, að í Hafskipsmálinu til dæmis glataði Útvegsbankinn fé vegna eigin af- glapa. Landsmenn hafa enga samúð með slíku. Afskipti ríkisvaldisins af fjármagnsmarkaði hafa oft verið af hinu illa. Vinda þarf ofan af þeim. Verzlunar- ráð leggur meðal annars réttilega til, að ríkisbönkunum og fjárfestingalánasjóðunum verði breytt í hlutafélög. Hlutabréfin verði seld á almennum markaði. Þetta yrði ekki gert til að púkka undir einstaklinga. Þetta yrði til þess, að arðsemi réði við stjórn þessara banka og sjóða. Því yrðu engin Hafskipsævintýri, sem spilltu stöðu banka. Slíkur banki, sem í því lenti, færi einfaldlega á höfuðið. Því skyldi farið að tillögu bankastjórnar Seðlabank- ans, sem í raun þýðir endalok Útvegsbankans. í framhaldi af því ætti að stofna hlutafélög um fleiri banka. Ríkið gæti í fyrstu átt verulegan hlut í slíkum hlutafé- lögum, sem síðan yrði seldur á almennum markaði. Viðtökur framsóknarmanna við tillögum Seðlabank- ans vekja hins vegar ótta um, að ekkert gerist í málinu á yfirstandandi þingi. Framsókn drepi málinu á dreif. Enginn stjórnarand- stöðuflokkur hafi þá framsýni til að bera að taka saman höndum við sjálfstæðismenn um æskilega uppstokkun í bankakerfmu. Haukur Helgason. Láglaunabætur alþingismanna Hér á dögunum hækkuðu laun alþingismanna og annarra ráða- manna í þjóðfélaginu um 11-18%. Þetta er mikil hækkun miðað við hinn almenna launþega sem fær ein- ungis 2-3% hækkun á sín laun. Það sem er þó athyglisverðast við þessa launahækkun er að það heyr- ist ekkert um hana í fjölmiðlum. Meira að segja Þjóðviljinn, „mál- gagn launþega", hefur varla minnst á þetta og sjónvarpið rét't tæpt á þessum hækkunum. Þó er það kannski ekkert skrýtið að íjölmiðlar steinþegi því þeir tengjast jú allir einhverjum sem hagsmuna eiga að gæta í þessum hækkunum. Siðleysingjar Furðulegast er þó að engin mót- mæli hafa komið frá Samtökum um kvennalista. Hingað til hafa kon- umar þar á bæ talað mikið um launamisrétti og slæm kjör. Núna virðist það hins vegar vera allt í lagi þó toppamir í þjóðfélaginu fái allt að tífalt hærri laun en þorri lands- manna. Skrýtið jafnrétti það. Og hvar er nú hin grátklökka Jó- hanna Sigurðardóttir sem undan- farið hefur vælt um lág laun verkafólksins og sér í lagi kvenna? Er nú Jóhönnu alveg sama þó verka- lýðurinn þræli og púli af því að hún sjálf fékk kauphækkun? Þama sjáum við nú hve hugsjónin er sterk hjá þeim sem tala svo fall- ega um slæm kjör launþeganna í landinu. Ef þetta er ekki siðleysi þá veit ég ekki hvað orðið siðleysi merkir. Heilsteyptur þingmaður? Sigríður Dúna, þingmaður fyrir Samtök um kvennalista, leggur fram frumvarp um lágmarkslaun í landinu en þiggur sjálf um þrefalt hærri laun. Þetta kallast siðleysi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þetta frumvarp skuli vera lagt fram en að þeir sem standa að því skuli ekki mótmæla eigin launahækkun gerir það að verkum að maður treystir ekki þessu fólki né hefúr trú á frumvarpinu. Ef Sigríður Dúna skilaði því sem hún íær í laun um- fram lágmarkslaunin, sem talað er um í frumvarpinu hennar, væri hægt að taka mark á henni. Þá væri hægt að segja að þama væri heilsteyptur þingmaður sem væri að gera hlutina í alvöru. Þetta er eins og sá sem svíkur og prettar fólk 6 daga vikunn- ar en mætir svo alltaf i kirkju á sunnudögum til að fá „aflausn synda sinna“. Þingmenn verði á lágmarks- launum Við í Flokki mannsins höfum ekk- ert á móti því að þingmenn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar hafí laun sem þeir geti íifað af. En við erum á móti því að aðrir í þjóðfélaginu fái ekki að sitja við sama borð. Til að tryggja launajafhrétti i landinu er stefna okkar flokks að alþingismenn hafi sömu laun og lágmarkslaunin í landinu eru hverju sinni. Þær mót- bárur sem við höfúrn fengið við þessari tillögu eru að þá fáist ekki hæfir menn á Alþingi. - Þá vil ég nú segja kanntu annan - þeir eru nú ekki svo beysnir, blessaðir, sem sitja þar núna. Við setjum þetta stefnumál ekki fram í „áróðurs- skyni“ heldur búumst við við því að á þennan hátt fengju þingmenn meiri áhuga á því að hækka lág- markslaunin svo bæði þeir og aðrir geti lifað mannsæmandi lífi. Það er óréttlátt að við skattgreið- endur, sem borgum laun alþingis- manna, skulum greiða þeim allt upp í tífalt hærri laun en þeir ætla okkur til að lifa af. Það er margt vitlausara en að losa sig við þá svo þeir hætti að hafa okkur að fíflum. Tveir heimar í þessu þjóðfélagi eru tveir heimar, annars vegar heimur ráðamanna í KjaUarinn Áshildur Jónsdóttir, atvinnulífinu, fjölmiðlunum og flokkunum og hins vegar heimur venjulega fólksins sem er virkir fé- Iagar í flokkunum, launþegar í fyrirtækjunum og opinbera geiran- um. Fjölmiðlamir lifa á auglýsinga- tekjum frá ráðamönnum fyrirtækja og styrkjum frá hinu opinbera. Ráðamenn stjóma þingflokkunum leynt eða ljóst. Samtryggingin er augljós. Almenningur þarf því ekki lengur að undrast siðleysi þing- manna. Hér höfúm við líka skýring- una á því af hverju fjölmiðlamir steinþegja yfir launahækkun þing- manna. FM hveturtil mótmæla Okkur í Flokki mannsins - ema flokknum sem er utan við þessa sam- tryggingu - fannst ófært að láta þessar launahækkanir afskiptalaus- ar. Við fórum á vinnustaði og hvöttum fólk til að mótmæla kröft- uglega siðleysi alþingismanna sem taka sér launahækkun umfram aðra. Ekki bara þeir heldur líka allar toppfígúrur þjóðfélagsins, þar með taldir þeir sem sitja í kjaradómi og skammta sér og öðrum toppum laun- in. Við hvöttum fólk til að skrifa und- ir eftirfarandi áskomn og senda til alþingismanna. Áskorun til alþingismanna „Við undirritaðir skattgreiðendur lýsum yfir vanþóknun okkar á þeim stórkostlegu launahækkunum sem þið og aðrir háttsettir embættismenn hafa tekið við nýlega. Á meðan skammtið þið okkur, vinnuveitend- um ykkar, smánarlaun og ætlið okkur að strita myrkranna á milli rétt til þess að skrimta. Við skorum því á ykkur að mót- mæla þessari launahækkun sem breikkar bara launabilið í landinu. Við mælumst til þess að þið takið ekki við henni því sannast að segja höfúm við ekki efni á ykkur. Við leggjum til að í staðinn beinið þið ykkur að því að hækka laun umbjóð- enda ykkar í þjóðfélaginu. Þá fyrst væri hægt að ræða um launahækk- un handa ykkur. Sýnið nú og sannið að ennþá er til eitthvað sem heitir siðferði og réttlæti á Alþingi! Mótmælið opin- berlega launahækkuninni! Takið ekki við henni! Hækkið fyrst launin hjá okkur!“ Sýnum vilja okkar í verki Ég vil hvetja alla til að klippa þennan hluta út úr blaðinu og senda til alþingismanna. Við fengum mjög góðar viðtökur á vinnustöðum með þessa áskorun og margir stórir vinnustaðir sendu hana strax niður í Alþingi, undirrit- aða af svo til öllum statfsmönnun- um. Hins vegar höfum við lítið heyrt um þetta í íjölmiðlunum sem von er og við vitum hvers vegna. Við skul- um því vera dugleg að senda þessa áskorun til Alþingis því fjölmiðlam- ir geta ekki endalaust þagað yfir þessu. Sýnum í verki að okkur sé meir en nóg boðið. Áshildur Jónsdóttir formaöur almenningstengsla Flokks mannsins „Það er óréttlátt að við skattgreiðendur, sem borgum laun alþingismanna, skulum greiða þeim allt upp í tífalt hærri laun en þeir ætla okkur til að lifa af.“ „Sigríður Dúna, þingmaður fyrir Samtök um kvennalista, leggur fram frum- varp um lágmarkslaun í landinu en þiggur sjálf um þrefalt haerri laun. Þetta kallast siðieysi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.