Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Spumingin Er rétt að svipta sjálfræði eyðnisjúklinga sem ekki fara eftir settum leikregl- um? Jens Jespersen, alltmugligman: Já, það gæti að mörgu leyti verið rétt- lætanlegt. Það er tvímælalaust áhrifamesta aðferðin að svipta við- komandi sjálfræði en það er að sjálfsögðu alltaf spurning hvað mað- ur á að ganga langt í viðkvæmum málum sem þessu. Helga Eyfeld nemi: Ef þessir sjúkl- ingar sýna ábyrgðarleysi, vitandi að þeir eru með sjúkdóminn, þá finnst mér það mjög eðlilegt því þetta er kannski neyðarúrræði til að forðast smit. Brynhildur Ölafsdóttir nemi: Nei, það finnst mér ekki, það er ekki bara hægt að segja: þú er með eyðni, og svipta manninn síðan sjálfræði. Þetta yrði algjörlega óframkvæman- legt og heldur engin lausn á þessum vanda. Helga Ragnarsdóttir: Já, þetta er það alvarlegur sjúkdómur. Ef hætta er á að aðrir smitist af viðkomandi þá finnst mér sjálfræðissvipting eina úrræðið til koma í veg fyrir slíkt. Ómar Andrésson skrifstofumaður: Já, alveg tvímælalaust, það er ekkert annað sem kemur til greina í tilfell- um sem þessum. Inga Kún Ólafsdóttir nemi: Það er mjög erfítt að segja, það yrði náttúr- lega að athuga hvert tilfelli fyrir sig og takasíðan ákvörðun um sjálfræð- issviptinguna. Lesendur / Þetta eru skammar- legar baráttuaðferðir Lesandi hringdi: Ég er furðu lostinn yfir skemmdar- verkunum sem unnin hafa verið, bæði á hvalbátunum í Reykjavíkur- höín og í Hvalstöðinni. Finnast mér þetta skammarlegar baráttuaðferðir sem friðarsinnar (eða að minnsta kosti kalla þeir sig það) beita í þvi yfirskini að þeir séu að vemda hval- stofhinn. Nú er vandamálið hvernig eigi að ná í þessa menn til að íög- sækja þá í íslenskri lögsögu. Paul Watson, formaður samtakanna Sea Shepherd, hefur tileinkað sínum hryðjuverkalýð þessi ódæðisverk og ef svo er þá hljóta þessir menn að verða lögsóttir. það hefur verið að væflast fyrir mönnum hvort hægt sé að fá þessa menn framselda til þess að hægt sé að koma dómi yfir þá. Finnst mér harla einkennileg ef bandalagsþjóðir okkar íslendinga, svo sem Banda- ríkjamenn eða Kanadamenn eru, en við erum í Nató og Evrópubandalag- inu, ætla að hylma yfir með þessum glæpalýði með því að framselja okk- ur þá ekki. Þessar þjóðir em einnig alltaf með yfirlýsingar þess eðlis að það verði að koma í veg fyrir hryðju- verk og það eigi að fordæma alla hryðjuverkastarfsemi hver sem til- gangurinn er og þær hrópa einnig hæst þegar talað er um að araba- þjóðimar hýsi hryðjuverkamenn og hylmi yfir með þeim að því leyti. En hvað gera þær sjálfar þegar þær hýsa glæpamenn er hafa lýst sig ábyrga?. Sem bandalagsþjóðir geta þær ekki verið þekktar fýrir það að halda hlífiskildi yfir þessum skæru- liðasamtökum og ef þessar þjóðir gera það get ég ekki séð að við ís- lendingar eigum nokkra samleið með þeim, enda eru þær þá ekkert skárri en arabaþjóðimar er hýsa hryðjuverkamenn. Mér finnst það engan veginn réttlæta þennan at- burð að ekki hafi orðið mannfall. Hvað vitum við nema það verði það næsta hjá þessum ofstækisfúlla glæpalýð. Við Islendingar höfum alltaf verið hreyknir og fegnir því í senn að vera lausir við svona óþjóðalýð sem held- ur að honum leyfist allt málstaðarins vegna, sem hlýtur að vera algjört yfirskin fyrst svona er tekið á málun- um. Svo brosa þessir menn að okkur í Kanada og em ánægðir með eitt af sínum spellvirkjum. Ef við fáum þessa hryðjuverkamenn ekki fram- selda finnst mér að við eigum að endurskoða samvinnu okkar við þessar þjóðir. Því til hvers er sam- vinnan ef hún er ekki einmitt til að Þjóðir aðstoði hverjar aðrar þegar svona stendur á! „Þeir kalla sig friðarsinna en eru ofstækisfullir hryðjuverkamenn." Happdrætti Ólympíunefndar Fyrirspum til grænmetisætu Ingimar Sigurðsson hringdi: A mánudaginn hinn 10. október er haft eftir Bjamdísi Ámadóttur, sem blaðið hitti á matstofu Náttúmlækn- ingafélags fslands, að hún sé græn- metisæta af hugsjónaástæðum því henni þyki svo vænt um dýrin og vilji því ekki drepa þau, þess vegna borði hún eingöngu grænmeti. Nú spyr ég, hvemig getur Bjamdís haldið því fram að henni þyki vænt um dýrin og sýnt það í verki með því að borða matinn frá þeim? - Varla flokkast það undir væntumþykju. Lesandi hringdi: Mig langaði til að forvitnast um happdrætti Ólympíunefndar og er því með fyrirspum til forráðamanna þess er ég vona að þeir muni svara. Mig langaði nefnilega að vita um stöðuna í ■ síðasta happdrætti hjá þeim. Hve margir miðar vom gefnir út? Hve margir vinningar vom í boði? Hve margir vom vinnings- hafamir? Starfsmaður Ólympíunefndar svar- ar: Ólympíunefrid hefur haldið tvö happdrætti, fyrst árið 1982, þá var dregið um 10 bíla og fimm vinnings- hafar fengu bíla. Seinna happdrættið var árið 1984, og er því líklega verið að spyrja um það. Upplagið af mið- um það árið var 278 þúsund og vinningamir vom 14 bílar, dregið var úr öllum miðunum og vinningur kom upp á einn seldan, það var því einn vinningshafi árið 1984. En í næsta happdrætti hjá okkur, förum við út í þá nýjung að ef við seljum helminginn af miðunum, en upplagið er 168.600 miðar, þá drögum við bara úr seldum miðum. Skýrslan um Hjálpar- stofnun kirkjunnar Sigurður Jónsson skrifar: Hvað skyldi fólk segja sem í góðri trú hefir látið fé sitt af hendi rakna til Hjálparstofhunar kirkjunnar? Vor- um við ekki að gefa eyrinn okkar til hungraðra bama og annarra sem um sárt eiga að binda? Það var aldrei talað um að stór hluti fjárins mundi fara í annað sem; húsa- kaup, bílakaup, siglingar, vafasama útgáfu og svo framvegis. Launin, sem þetta fólk hefur, em einnig skýjahá og mér er spum. Hvað væri nú hægt að metta marga soltna munna fyrir mismuninn á þessum ráðherralaunum og venjulegum verkamannalaunum? Það væri fróðlegt að vita. Eða hvað er eiginlega hér á seyði og hver ákveð- ur laun þessara manna? Hvemig stendur á því að enginn prestur eða prófastur hefir gert at- hugasemd við rekstur þessarar stofn- unar? Ekki verður annað séð en að reikningur Hjálparstofhunar kirkj- unnar hafi verið birtur þessum aðilum, bæði á kirkjuþingi og á prestastefnu - eh ekki múkk - allt í firiu lagi, eða hvað? Eiga þeir ekki að bera ein- hverja ábyrgð gagnvart söfhuði sínum. Á forsíðumynd í DV um daginn virð- ist stjóm Hjálparstofhunar kirkjunnar upp með sér af dómsn.iðurstöðu rann- sóknamefhdarinnar. Eða em þéir að brosa að okkur og rannsóknamefnd- inni, eða em þeir svona ánægðir með unnin afrek? Hvílík óskammfeilni. Halda þessir menn virkilega að al- menningur sjái ekki og skilji ekki hvað hér er á seyði? Mun fólkið í landinu verða eins örlátt við Hjálpar- stofhun kirkjunnar framvegis og það hefur verið hingað til?. Nú spyr ég. Ætlar þetta fólk að halda áfram störfum hjá Hjálparstofhun kirkjunnar? Ég veit ekki um neitt land í hinum vestræna heimi sem myndi ekki veja þessum mönnum lausn í náð. Eða hafa þeir virkilega geð í sér til þess að halda þessu áfram?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.