Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Don Johnson er dauöhræddur við hryðju- verkamenn og hefur þvi alltaf skammbyssu með i farangrin- um þegar hann þarf að fara til Evrópu. Kappinn kemst samt sem áður ferða sinna flugleiðis þótt-í upphafi stöðvi hann toll- verðir til þess að fetta fingur út í vopnaburðinn. Sjónvarpslögg- an á traust allra á flestum flugstöðvum og er það hald varða að tvöfalt öryggi hljóti í því að liggja að hafa slíkan mann með alvæpni einhvers staðar í vélinni. Liz Taylor neitar að vera með bílbelti því hún segir slík tól og tæki flækj- ast í skartgripunum sinum. Þar af leiðandi á hún í sífelldum útistöðum við umferðarlögregl- una i Los Angeles sem vill einna helst hirða af henni ökuskirtein- ið í einum grænum. Liz ætlar ekki að láta sig og hlustar alls ekki á rök þess efnis að ef til vill geti beltin bjargað lífi hennar og hún muni litla þörf hafa fyrir skartið handan grafar John James varð Kaliforníuhetja nýlega. Þessi súpergæi úr Dynastyþátt- unum kom á slysstað þar sem bát hafði hvolft og fólk af hon- um maraði meðvitundarlaust í hálfu kafi. Hann veiddi liðið upp úr vatninu, blés í það lífi og dreif svo í flýti á næsta sjúkrahús. Þegar þangað var komið upp- götvaðist hver hinn frækni hjálparmaður var og staðurinn troðfylltist af áhugasömum blaðamönnum og Ijósmyndur- um. John James var maður dagsins á staðnum. Sting með lítinn Sting Hafi einhver haldið að Sting karlinn sé maður barnlaus skal það leiðrétt hér og nú. Þessi mynd náðist af honum og afkvæminu þar sem Sting pabbi - klipptur, kembdur og þveginn - ber á örmum sér lítinn Sting sem strax er farinn að brýna raustina við hin ýmsu tækifæri og þykir gefa föðurnum lítið eftir á því sviði. Súperkrúttið Karlamagnús Þessir sakleysislegu en samrýndu náungar bjóðast nú til þess að létta skap landsmanna í vetur með hinum ýmsu ráöum. Sögur herma að sá hávaxni með gleraugun muni leika á hljóðfæri er þrýstnari helmingurinn - sem eínnig nær lægra til lofts - hefur í huga að syngja, herma eftir og spauga sem óður væri. Þeir fóstbræður heita Karl Möller og Magnús Ólafs- son og fást sérpantaðir á árshátíðir, þorrablót og barnaskemmtanir með meiru. Ingrid Bergman var ekki við eina fjölina felld - heldur heiian timburhlaða. Þrír þeir þýðingarmestu - fyrsti eig- inmaðurinn Petter Lindström, tann- læknir og heilaskurðlæknir, italski leikstjórinn Rossellini og börnin þeirra þrjú - Robertino og tvíbura- systurnar Isabella og Ingrid. Sá síðasti var Lars Schmidt, leiklistar- gagnrýnandinn og framkvæmda- stjórinn sem sat við sjúkrabeð hennar allt til dauðadags. Elskhugar Ingrid Bergman Leikkonan Ingrid Berg- man átti svo marga elsk- huga að ævisagnaritarar gáfust hreinlega upp við að grafa þó alla upp og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Tilnefndir eru að sjálf- sögðu þrír karlmenn sem skiptu mestu máli í lífi stjörnunnar þeirPetter Lindström, Rossellini og Lars Schmidt. Að auki koma svo nöfn eins og Gary Cooper, Larry Adler, Robert Capa, Irwin Shaw, David Selznik, Charles Boyer, David Lewis, Victor Flem- ing og John van Eyssen, svo nokkrir séu nefndir. Ingrid gat átt í fleiri en einu ástarsambandi í einu og reyndist það fyrsta eigin- manninum Petter Lind- ström ákaflega erfítt. Einnig virtist hún á stund- um velja sér til fylgilags menn sem gótu komið henni að einhverju leyti til góðra nota síðar og það orsakaði miklar tilfmningatogstreit- ur þegar ástmennirnir sáu hvers kyns var. Börnin hennar báru henni vel sög- una þrátt fyrir að þau sæju lítið af móðurinni í æsku. Þegar Ingrid kom og reyndi að gefa sér tíma með þeim voru þau látin ganga fyrir öllu öðru en ef starfið kall- aði gat ekkert hindrað hana í því að velja velgengni á því sviði fram yfir allt annað í lífinu - þar með talin elsk- hugar og afkvæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.