Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986.
37
Fréttir
Islandsmeistara
mótið í aerobic
Bjargey sigraði í tvísýnni keppni
Islandsmeistaramótið í aerobic, þrekleikfimi, var haldið
í veitingahúsinu Evrópu síðastliðna tvo fóstudaga og var
það Bjöm Leifsson, eigandi World Class heilsustúdíósins
í Skeifúnni, sem stóð fyrir og skipulagði þessa keppni.
Var þetta í fyrsta skiptið sem svona keppni er haldin
hér á landi og sýndi það sig að þeir sem leggja stund á
þessa íþróttagrein vom ragir við að taka þátt í henni,
\dssu ekki við hverju þeir áttu að búast og vildu frekar
fylgjast með fyrstu keppninni. Dómgæslan í keppninni var
Bjargey Ólafsson sigraði í einstaklingskeppninni eftir
harða og tvísýna keppni. Hlaut hún í verðlaun vikuferð
til Stokkhólms til æfinga i World Class æfingarstöðinni þar.
DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson.
í höndum fimm dómara og vom
fengnir danskennarar, íþróttakenn-
arar, fimleikakennarar og aerobic-
kennarar til að annast dómgæsluna.
Vom keppendum veitt stig fyrir stíl,
samæfingu hreyfinga, útfærslu æf-
inga, úthald og stíl.
Keppnin skiptist í hópkeppni og
einstaklingskeppni. Þrátt fyrir allan
þann Qölda, sem leggur stund á þessa
íþróttagrein, vom einungis tveir
hópar og fjórir einstaklingar sem
mættu til leiks. Annar hópurinn var
frá Þrekkjallaranum í Kópavogi en
hinn var frá World Class heilsu-
stúdíóinu og var sýning síðamefnda
hópsins mun fjömgri, fjölbreyttari
. og betur útfærð, enda sigraði hann
auðveldlega í hópkeppninni. I ein-
staklingskeppninni var keppnin
mun harðari og tvísýnni. Það var
Bjargey Ólafsson sem varð hlut-
skörpust og hreppti fyrsta sætið i
einstaklingskeppninni en hún keppti
fyrir Dansstúíó Sóleyjar. í öðm sæti
varð Magnús Scheving en hann var
eini karlmaðurinn sem þátt tók í
keppninni og keppti hann fyrir
World Class heilsustúdióið. Vilborg
Nilsen hreppti þriðja sætið en hún
keppti fyrir Þrekkjallarann í Kópa-
vogi og Anna Rósa Sigurðardóttir
frá World Class heilsustúdíóinu varð
fjórða.
Verðlaunaafhending fyrir keppnina verður í Veitinga-
húsinu Evrópu næstkomandi föstudagskvöld, þann 14.
nóvember, en þá munu sigurvegaramir í keppninni jafn-
framt endurtaka sýningaratriði sín. Verðlaunin í hóp-
keppninni em veglegur bikar en sigurvegarinn i
einstaklingskeppninni fær vikuferð til Stokkhómls ásamt
hóteldvöl og æfingartímum í World Class æfingarstöðinni
þar.
Jóhann A. Kristjánsson.
Magnus Scheving hélt uppi heiðri karlpeningsins i þess-
ari keppni en hann var eini karlmaðurinn i keppninni og
hafnaði í öðm sæti.
KFGoodrich
Bjóðum í fyrsta sinn þessi frábæru kjör:
A: Útborgun 15%.
B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum.
C: Fyrsta afborgun eftir áramót.
Eskifjörður:
Rúm
42000
tonn af
loðnu í
bræðslu
Emi Thorarensen, DV, Eskifirði;
Loðnubræðslan á Eskifirði hefúr
nú tekið á móti 42.300 tonnum af
loðnu á þessari haustvertíð. að
sögn Kristjáns Guðmundssonar,
skrifstofumanns hjá Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar. Frá áramótum
er magnið 77.000 tonn. Arið 1985
tók bræðslan hins vegar á móti
116.000 tonnum allt árið.
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd sagði i samtali við fréttarit-
ara að nú væri búið að veiða alls
um 360.000 tonn og væri skipting
milli hæstu staða þessi; Siglufiörð-
ur 92.500 tonn, Eskifjörður 42.300.
Raufarhöfn 39.000 og Neskaup-
staður 34.000 tonn. Alls hefur
loðnu verið landað á átján stöðum
í kringum landið.
STERKIR
TRAUSTIR
Vinnupallar
íra BRIMRAS
Kaplahrauni 7 65 19 60
LT235/75R15 31xl0.50R15LT 35x12.50R15LT
LT255/85R16 32xll.50R15LT 31xl0.50R16,5LT
30x9.50R15LT 33xl2.50R15LT 33xl2.50R16,5LT
AMRTsf
Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.
Mest seldu JEPPADEKKIN á Islandi.
Jólagjafahandbók DV
VERSLANIR!
Hin sívinsæla og myndarlega
j ólagj afahandbók
kemur út 4. desember nk. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á aö auglýsa í
JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI, vinsamlegast hafi samband viö
auglýsingadeild
Þverholti 11, eöa í síma 27022,
kl. 9-17 virka daga
sem allra fyrst.