Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. STOFNFUNDUR FÉLAGS ÁHUGAFÓLKS UM VERKALÝÐSSÖGU verður haldinn í fundarsal Starfsmannafélags- ins Sóknar í Skipholti 50 A, Reykjavík, föstudaginn 14. nóvember kl. 20.30 (í kvöld). DAGSKRÁ: Fundarsetning og kynning á undirbúningsstarfi: Helgi Guðmundsson. Sambærileg félög í nágrannalöndunum: Þorleifur Frið- riksson. Afgreidd tillaga um félagsstofnun. Tillaga að félagslögum. Ákvörðun um árgjald. Stjórnarkosning. Erindi: „Síberíuvinnan“. Jón Gunnar Grétarsson sagn- fræðinemi flytur. Undirbúningshópur að stofnun félags áhuga- fólks um verkalýðssögu. Ódýr tölvuborð og prentarabovð Ein fjölhæfustu tölvuborð og prentaraborð á markað- inum. Opið laugardag kl. 10-14. TÖLVUBORÐ, Smiðjuvegi 11, Kópavogi, sími 641135. Neytendur Þetta er uppistaðan i öðrum réttinum okkar. Þetta er bæði Ijútengt og hollt. Hollt fæði í helgatmatinn Það er ekki úr vegi eftir umíjölf unina í greininni Bætt fæði - betri heilsa að hafa helgarmatinn hollan og næringarríkan. Fylgja hér í kjöl- farið tveir ljúffengir réttir sem innihalda holl næringarefhi. Geta þeir sem ekki leggja sér kjöt til munns einnig spreytt sig á upp- skriftunum því réttimir innihalda ekki kjöt. Sojabaunabuff með sól- blómafræjum 1 'A bolli sojabaunir 4 -5 soðnar kartöflur 1 laukur 2 egg 2 tsk. salt krydd 'A bollihaframjöleða brauðmylsna 1 -2 msk. sólblómafræ Leggið baunimar í bleyti og sjóðið þar til þær em meyrar. Saxið baun- ir, kartöflur og lauk í söxunarvél. Þeytið eggin og hrærið saman við ásamt salti, kryddi, sólblómafræjum og brauðmylsnu (haframjöl). Mótið í buffkökur og brúnið á pönnu. Okkur reiknaðist til að hráefnið í þennan rétt kostaði innan við 80 kr. Banana- döðlukökur 3 bananar 1 bolli sneiddar döðlur 'A bolli muldar hnetur 'A bolli olía 'A tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 2 bollar tröllahafrar Merjið bananana og bætið döðlum og olíu saman við. Þeytið með gaffli. Blandið afganginum út f og látið standa á meðan haframjölið sígur í sig vökvann. Myndið smákökur á kökubréf. Hitið ofninn í 200°C og bakið í 25 mín., eða þar til kökumar em orðn- ar ljósbrúnar. Losið og látið kólna á kökubréfinu (24 kökur). Okkur reiknaðist til að hráefhið kostaði 136 kr. -BB Bætt næring betri heilsa Alkunna er að alls konar heilsu- leysi og þrekleysi má rekja til lélegs fæðis. Má nefna slæma húð, ofnæmi, andremmu, kvef, höfuðverk, almenna þreytu og margt fleira í þessum dúr. Við rákumst á grein í norsku blaði þar sem skrifað var um þetta mál og ráð gefin um ýmsar fæðutegundir sem geta verið til bóta. Fílapenslar Húðkvillar, sem kallast fílapenslar í daglegu tali, orsakast af bólgu í fitu- kirtlum húðarinnar og hárpokum. Skortur á B-vítamínum, F-vítamínum, kalfum og sinki getur átt sinn þátt í slíku vandamáli. Með því að fá nægilegt magn af þess- um efhum í fæðunni má bæta úr slæmu húðástandi eða jafnvel komast hjá bólum og fílapenslum. B-vítamínin auðvelda efnaskipti lík- amans og gefa aukinn líkamskraft sem eykur á eðlilega frumuendumýjun. F-vítamín eykur kirtlastarfsemina sem eyðir óþarfa fitusöfnun í líkamanum. Kalíum hjálpar til við efnaskiptin og sér um að nægilegt A-vítamín sé til fyrir frumumar til að endurnýjast. Það er samspil þessara næringarefna sem aðallega hvetur frumuvöxtinn og efnaskiptin og bætir ástand húðarinn- ar. B-vítamín fáum við úr ölgeri, melassa, hveitikími, heilhveiti og öðm grófu komi og innmat. F-vítamín er að finna í grænmetisolíum, hveitikími og sól- blómafræjum. Kalíum finnst í döðlum, fíkjum, ferskjum, tómatsafa, banönum, bökuðum kartöflum, vínberjum, mel- assa og sólblómafræi. Sink finnst í geri, lifur, fisk og skel- fiski, sólblómafræjum, sojabaunum og spínati. Andremma Andremma nefhist halitosis á al- þjóðlegu læknamáli. Oft er nægilegt að bursta tennumar rækilega og skola munninn með sótthreinsandi munn- skolvatni. Þá hverfur andremman ef hún stafar af óhreinindum í munni. En oft er ástæðan fyrir andremmu sú að fólk ropar upp magainnihaldi. Það getur stafað af röskun á framleiðslu á magasýrum og efnaskiptunum. Efhi sem nefnist nikótínsýra kemur því í lag og ef hún er tekin í hæfilegum skömmtum hverfur þessi leiði skað- valdur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.