Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 39 „Ég vil deyja edrú“ OG SVO KOM SÓLIN UPP Höfundur: Jónas Jónasson. 202 bls. Forlagið, 1986. Hvað er svo merkilegt við það að vera fyllibytta? Ekki er spurt að ástæðulausu. í hugum margra hefur það lengi haft á sér dulítið rómantískan blæ að nota áfengi til að fara í hundana. Ekki síst ef um listamann er að ræða. Þá hefur ýmsum þótt fyrrverandi drykkjusjúklingar harla fyrirferð- armiklir i þjóðfétaginu á síðustu árum. Sumir hafa jafnvel haft á orði að svo virtist sem þeir væru vart menn með mönnum sem ekki hefðu kneyfað ölið svo stíft að björgunar- sveitir Freeportklúbbsins og Sam- taka áhugamanna um áfengismál (SÁÁ) þyrftu að koma á vettvang og leysa þá úr viðjum Bakkusar. Hvað sem annars má segja um þetta safn viðtala við áfengissjúkl- inga þá er það einkar vel til þess fallið að eyða þeim hugmyndum sem lesendur kunna að hafa um að það sé rómantískt að vera fyllibytta. Því fylgir fyrst og fremst líkamleg og andleg kvöl sem sumir viðmælenda Jónasar Jónassonar lýsa af hispurs- lausi einlægni. Sumir enda, þrátt fyrir langvarandi baráttu, eins og gamall maður sem sagt er frá í einu viðtalanna. Hann var alltaf að koma í meðferð, þótt hann félli sífellt á ný, vegna þess að hann vildi fá „að deyja edrú“. Sem betur fer eru þeir fleiri ofdrykkjumennimir sem vilja fá að lifa edrú. Þesssi bók er snöggsoðin saga nokkurra þeirra sem hefúr, stundum eftir nokkrar misheppnað- ar tilraunir, tekist að ná því markmiði - að minnsta kosti um sinn. Úr ólíkum áttum Jónas notar þá aðferð að fella við- tölin í samfellda frásögn þeirra sem hann talar við. Viðmælendumir koma úr ólíkum áttum. Hér em listamennimir Pálmi Gunnarsson, Ólafur Gaukur, Sigfús Halldórsson og Þráinn Bertelsson, læknamir Þórarinn Tyrfingsson, Guðbrandur Kjartansson og Jóhannes Berg- sveinsson, íþróttagarpurinn Gunnar Huseby, nafhamir Tómas Agnar og Tómas Andrés Tómassynir, veit- ingamaðurinn og presturinn Halldór Gröndal. í hópnum em fimm konur: Anna Þorgrímsdóttir, fyrsti formað- ur Freeoportklúbbsins, Ragnheiður Guðnadóttir, Helga Bjömsdóttir, Þómnn H. Felixdóttir og Jóhanna Birgisdóttir. Þetta fólk, sem kemur úr ólíku fjárhagslegu og menningarlegu um- hverfi, á það sameiginlegt að hafa Bókmenntir Elías Snæland Jónsson ánetjast áfenginu svo rækilega að fátt annað skipti máli í lífi þess árum saman en að hafa flösku til taks. Þróunarferillinn er oft reyndar afar keimlíkur. Fólk drekkur til þess að losa um hömlur, gleyma leiðinlegum vemleikanum, flýja vandamálin, stíga upp í eilífa sólina. En fyrr en varir er sólskin áfengisins orðið að köldum geislum aumingjaskapar og viljaleysis, sjálfsréttlætingar og sjálfsásakana þar sem engin niður- læging er óhugsandi. Sumir viðmælendur Jónasar virð- ást hér engu leyna, gera eymd sinni á drykkjusýkistímanum hispurslaus skil. Þótt erfitt sé að henda reiður á sannleiksgildi slíkra lýsinga á at- burðum liðinna ára, ekki síst þegar hinir liðnu atburðir áttu sér stáð í þoku brennivínsins, er ekki ástæða til að ætla annað en frásagnimar séu í öllum meginatriðum réttar. Við lesturinn varð mér þó stundum til þess hugsað sem sagt hefur verið um þá sem frelsast til ákafrar guðstrúar, að þeim hættir til að gera lífshlaup sitt í syndinni enn svartara en það þó var. Það virðist óneitanlega vera margt sálfræðilega sameiginlegt með drykkjusjúklingi sem bjargast og „syndara“ sem frelsast. Öðrum til viðvörunar Mörg viðtalanna í þessari bók veita innsýn í kvalafulla baráttu of- diykkjumanna við Bakkus og viðhorf þeirra til áfengisins eftir að þeir hafa lært með aðstoð góðra manna að lifa án þess. Þetta er lífs- Menning Jónas Jónasson. reynsla sem er í senn áhugaverð aflestrar og líkleg til að verða öðmm viðvömn. Það hefði verið mjög til bóta að gefa lesendum frekari upplýsingar um viðmælendur en gert er. Þótt sumir þeirra séu alþjóð kunnir er svo ekki um aðra og mjög er misjafnt hversu nákvæmlega er skýrt frá helstu æviatriðum í viðtölunum. Úr þessu hefði mátt bæta með stuttu æviágripi við upphaf hvers viðtals. -ESJ Margvís einþvykk Sýning Gunnars Amar á mónótýpum Mónótýpan eða einþrykkið er skrítið fyrirbæri, mitt á milli grafíkur og vatnslitamyndar. Venjuleg grafík er þrykkt eftir frumplötu eða steini, aðallega til þess að fleiri en einn geti eignast verkið. Mónótýpan er eitt þrykk, gert til þess að fá fram alveg sérstök grafísk áhrif, og þá helst mjúk- ar, gljúpar pensilstrokur. Málað eða teiknað er með olíulitum á glerplötu og síðan er pappír lagður á plötuna raka og spegilmynd þrykkt eftir teikningunni. Stöku sinnum reyna menn að fá fleiri en eitt þrykk af glerplötunni en þau verða venjulega ansi grámósku- leg. Einþrykkið er því einstakt verk, rétt eins og teikning eða vatnslita- mynd. Blómaskeið einþrykksins var á 19. öld þegar listamenn á borð við William Blake, Whistler, Gauguin, Touloise- Lautrec, Renoir og umfram allt Degas unnu mörg stórfalleg verk með þessari tækni. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Léttir á spennu Gunnar Öm Gunnarsson hefur einn Islendinga notað einþrykk að stað- aldri eins og til að létta á þeirri spennu sem fylgir því að mála átakamikil málverk sín og jafnframt til að rýma til í hugmyndabankanum. í einþrykkj- unum má greina hvemig hugmyndir hans fæðast, þróast og kalla loks á frekari útfærslu á striga. Ekki svo að segja að Gunnar Öm noti einþrykkin einvörðungu til fingraæfinga og hug- myndaöflunar. Sjálf tæknin, viðkoma hins litaða glers og pappírsarkarinnar, er honum greinilega að skapi og á vel við hann. Nú hanga nokkur ný og mikilfeng- leg einþrykk eftir Gunnar Öm uppi á nýjum sýningarstað við Skipholt sem bar nafnið Gallerí og innrömmun. Sjálfur sýningarstaðurinn er ekki stór en dugar þó til minni sýninga, og þá kannski helst á grafík, teikningum og pasteli. Innanstokks er öllu smekk- lega fyrir komið, kastljós á réttum stöðum og svo framvegis. Skilst mér að þetta gallerí verði einnig með lista- verk í umboðssölu. Bestíur á sálinni Verk Gunnars veita okkur ná- kvæma innsýn í þá sérkennilegu myndveröld sem hann nú hrærist í. Þar eiga sér stað átök hinna mörgu kennda sem blunda í mannssálinni. Þessar kenndir taka á sig ýmsar hremmilegar myndir, sumar eru í mannslíki, aðrar eru eins og bestíur sem leggjast á allt sem lifir og hrærist. Gunnar Öm hefur öðlast feikilegt öryggi í túlkun sinni á þessu sálar- stríði og skirrist ekki við að taka alls kyns áhættu, myndrænt séð. Til dæmis mundu ekki allir leyfa sér að mála ofan í einþrykkið eins og hann gerir og spilla þannig heillegu yfirbragði þess. Þetta gerir hann eflaust til að víkka tjáningarsvið einþrykksins. Þótt ég sé efins um útkomuna í ein- stöku mynd er ég þó á því að listamað- urinn hafi gert rétt í að prófa þessa leið. Þetta eru röskleg verk, gerð af eld- huga. -ai Gunnar öm Gunnarsson - Einþrykk, 1985. Fjöldi fólks kemur á hverjum laugardegi í JL Byggingavörur. Þiggur góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna. Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni. Laugardaginn 15. nóvember verður kynningu háttað sem hér segir: Komið, skoðið, fræðist BYGGINGAVÖRUR 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 ■ v/Hringbraut, sími 28600 JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 15. nóvemberkl. 10-16. METABO kynnir rafmagnsverkfæri, borvélar, hjólsagir, fræsara, juöara og margt fleira. KYNNINGARAFSLÁTTUR JL Byggingavörur, Stórhöföa. Laugardaginn 15. nóvemberkl. 10-16. Kynnum nýjar og spennandi geröir eldhúsinnréttingafrá PASSPORT og EUROLINE. Uppsett sýningareldhús. 15% kynningarafsláttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.