Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månednovember 1986næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Side 25
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 37 Fréttir Islandsmeistara mótið í aerobic Bjargey sigraði í tvísýnni keppni Islandsmeistaramótið í aerobic, þrekleikfimi, var haldið í veitingahúsinu Evrópu síðastliðna tvo fóstudaga og var það Bjöm Leifsson, eigandi World Class heilsustúdíósins í Skeifúnni, sem stóð fyrir og skipulagði þessa keppni. Var þetta í fyrsta skiptið sem svona keppni er haldin hér á landi og sýndi það sig að þeir sem leggja stund á þessa íþróttagrein vom ragir við að taka þátt í henni, \dssu ekki við hverju þeir áttu að búast og vildu frekar fylgjast með fyrstu keppninni. Dómgæslan í keppninni var Bjargey Ólafsson sigraði í einstaklingskeppninni eftir harða og tvísýna keppni. Hlaut hún í verðlaun vikuferð til Stokkhólms til æfinga i World Class æfingarstöðinni þar. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson. í höndum fimm dómara og vom fengnir danskennarar, íþróttakenn- arar, fimleikakennarar og aerobic- kennarar til að annast dómgæsluna. Vom keppendum veitt stig fyrir stíl, samæfingu hreyfinga, útfærslu æf- inga, úthald og stíl. Keppnin skiptist í hópkeppni og einstaklingskeppni. Þrátt fyrir allan þann Qölda, sem leggur stund á þessa íþróttagrein, vom einungis tveir hópar og fjórir einstaklingar sem mættu til leiks. Annar hópurinn var frá Þrekkjallaranum í Kópavogi en hinn var frá World Class heilsu- stúdíóinu og var sýning síðamefnda hópsins mun fjömgri, fjölbreyttari . og betur útfærð, enda sigraði hann auðveldlega í hópkeppninni. I ein- staklingskeppninni var keppnin mun harðari og tvísýnni. Það var Bjargey Ólafsson sem varð hlut- skörpust og hreppti fyrsta sætið i einstaklingskeppninni en hún keppti fyrir Dansstúíó Sóleyjar. í öðm sæti varð Magnús Scheving en hann var eini karlmaðurinn sem þátt tók í keppninni og keppti hann fyrir World Class heilsustúdióið. Vilborg Nilsen hreppti þriðja sætið en hún keppti fyrir Þrekkjallarann í Kópa- vogi og Anna Rósa Sigurðardóttir frá World Class heilsustúdíóinu varð fjórða. Verðlaunaafhending fyrir keppnina verður í Veitinga- húsinu Evrópu næstkomandi föstudagskvöld, þann 14. nóvember, en þá munu sigurvegaramir í keppninni jafn- framt endurtaka sýningaratriði sín. Verðlaunin í hóp- keppninni em veglegur bikar en sigurvegarinn i einstaklingskeppninni fær vikuferð til Stokkhómls ásamt hóteldvöl og æfingartímum í World Class æfingarstöðinni þar. Jóhann A. Kristjánsson. Magnus Scheving hélt uppi heiðri karlpeningsins i þess- ari keppni en hann var eini karlmaðurinn i keppninni og hafnaði í öðm sæti. KFGoodrich Bjóðum í fyrsta sinn þessi frábæru kjör: A: Útborgun 15%. B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum. C: Fyrsta afborgun eftir áramót. Eskifjörður: Rúm 42000 tonn af loðnu í bræðslu Emi Thorarensen, DV, Eskifirði; Loðnubræðslan á Eskifirði hefúr nú tekið á móti 42.300 tonnum af loðnu á þessari haustvertíð. að sögn Kristjáns Guðmundssonar, skrifstofumanns hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. Frá áramótum er magnið 77.000 tonn. Arið 1985 tók bræðslan hins vegar á móti 116.000 tonnum allt árið. Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd sagði i samtali við fréttarit- ara að nú væri búið að veiða alls um 360.000 tonn og væri skipting milli hæstu staða þessi; Siglufiörð- ur 92.500 tonn, Eskifjörður 42.300. Raufarhöfn 39.000 og Neskaup- staður 34.000 tonn. Alls hefur loðnu verið landað á átján stöðum í kringum landið. STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar íra BRIMRAS Kaplahrauni 7 65 19 60 LT235/75R15 31xl0.50R15LT 35x12.50R15LT LT255/85R16 32xll.50R15LT 31xl0.50R16,5LT 30x9.50R15LT 33xl2.50R15LT 33xl2.50R16,5LT AMRTsf Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188. Mest seldu JEPPADEKKIN á Islandi. Jólagjafahandbók DV VERSLANIR! Hin sívinsæla og myndarlega j ólagj afahandbók kemur út 4. desember nk. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á aö auglýsa í JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI, vinsamlegast hafi samband viö auglýsingadeild Þverholti 11, eöa í síma 27022, kl. 9-17 virka daga sem allra fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Language:
Volumes:
41
Issues:
15794
Registered Articles:
2
Published:
1981-2021
Available till:
15.05.2021
Locations:
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Follows:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 262. tölublað (14.11.1986)
https://timarit.is/issue/190875

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

262. tölublað (14.11.1986)

Handlinger: