Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månednovember 1986næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Side 19
FÖSTUDAGUR 14. NOVEMBER 1986. 31 íþróttir lum ham i landsleik islendinga og Austur Þjóðverja á dögunum. Mikið mun mæða Jagskvöldið er Víkingar mæta St. Ottmar frá Sviss. Mjög mikilvægt er að Víkingar r gæti stuðningur áhorfenda riðið baggamuninn. íslenskir áhorfendur hafa sýnt það eikja ef svo ber undir. Það er þvi skorað á alla sem vetlingi geta valdið að mæta DV-mynd Brynjar Gauti UMFN sterk- ara í lokin - Njarðvík sigraði Hauka, 64-72 Njarðvíkingar unnu verðskuldaðan sigur á Haukum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi, lokatölur leiksins urðu 72-64 eftir að staðan í hálfléik hafði verið 42-32 Haukum í vil. Leikurinn var hraður og spenn- andi, en Njarðvíkingar reyndust sterkari í lokin. Leikurinn byrjaði af krafti og Hauk- ar höfðu forystu nær allan fyrri hálf- leik. Mestur var munurinn 10 stig, Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir leikina tvo í gær- kvöldi er þannig: Keflavík.......7 5 2 506-417 10 Njarðvík.......7 5 2 530-480 10 Valur..........6 4 2 390-385 8 Haukar.........7 3 4 499-489 6 KR.............7 3 4 490-522 6 Fram...........6 0 6 324-446 0 Næsti leikur fer fram á sunnudags- kvöld en þá leika Valur og Fram í Seljaskóla og hefst leikur liðanna klukkan átta. 42-32, og þannig var staðan reyndar í hálfleik. Njarðvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu fljótlega leikinn og komust síðan yfir, 48-47, um miðjan hálfleikinn. Síðustu mínút- umar var spennan í hámarki en Njarðvíkingar héldu haus og tryggðu sér dýrmætan sigur, 72-64, eins og áður sagði. I liði Hauka bar mest á Ólafi Rafns- syni og var hann sérstaklega sterkur í fyrri hálfleik, þegar hann skoraði 15 stig, einnig áttu þeir Pálmar og Henn- ing ágætan leik, en Henning lét dómgæsluna fara í taugarnar á sér í lok leiksins og var rekinn af velli. Helgi Rafhsson var bestur í liði Njarðvíkinga og skoraði 23 stig og Valur Ingimundarson reyndist einnig sterkur. Dómarar voru þeir Bergur Stein- grímsson og Ómar Scheving og voru þeir mjög slakir. Stigin: Haukar. Ólafur 21, Pálmar 16, ívar 12, Henning 12, Eyþór 2, Ingimar 1. Njarðvík. Heígi 23, Valur 15, Krist- inn 10, ísak 10, Jóhann 8, Teitur 6. -RR „Draugagangur" í Höllinni er Víkingur mætir St. Ottmar? Víkingar treysta á góðan stuðning áhorfenda gegn „súkkulaðistrákunum" frá Sviss Á sunnudagskvöld leika Víkingar fyrri Evrópuleik sinn gegn svissneska liðinu St. Ottmar í Laugardalshöll- inni. Þetta verður 33. Evrópuleikur Víkinga sem staðið hafa sig afburða- vel í keppni við bestu félagslið Evrópu gegnum árin. Sextán leiki hafa Vík- ingar unnið, tvívegis gert jafntefli og tapað fjórtán leikjum. Lið St. Ottmar er án vafa þekktasta lið Sviss. Félagið varð svissneskm- meistari í fyrra. Þekktasti leikmaður liðsins er Iandsliðsmaðurinn Peter Je- hle sem á að baki 137 landsleiki. Hann vakti mikla athygli á HM í Sviss fyrir glæsileg mörk úr horninu og gekk þar undir nafninu „draugurinn" þvi hann átti það til að komast í færi þegar síst varði. Vonandi verður þó lítið um „draugagang" í Höllinni á sunnudags- kvöldið. Með St. Ottmar leikur einnig júgóslavneskur landsliðsmaður, Enver Koso. Hann er öflug vinstri handar skytta sem Víkingar verða að hafa góðar gætur á. Líkt á komið með liðunum Lið St. Ottmar er nú á nokkrum tímamótum endurnýjunar og það sama gildir um lið Víkings. í Víkings- liðinu eru þó margir stórskemmtilegir leikmenn sem geta leikið mjög góðan handknattleik. Víkingsliðið er skemmtileg blanda af ungum efnileg- um en óreyndum leikmönnum og svo gömlum jöxlum sem háð hafa margan bardagann í víkingsbúningnum. íslenskir handknattleiksunnendur hafa í gegnum árin sýnt mátt sinn í Höllinni og erlendir leikmenn og þjálf- ai'ar, sem hér hafa att kappi við íslensk lið, ævinlega kvartað undan „ágangi“ islenskra áhorfenda. Nú er mikilvægt að handknattleiksunnendur fjölmenni í Höllina og geri „súkkulaðistrákun- um“ frá Sviss lífið óbærilegt á sunnu- dagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 20.15 en forsala aðgöngumiða verður í félagsheimili Víkings við Hæðargarð ffá klukkan tíu til fjögur á laugardag og á sunnudag frá klukkan sex í Laug- ardalshöllinni. „Nú er að standa sig“ Einn hinna mörgu efnilegu leik- „töveg óvíst hvort Morten Frost kemur ái NL-mótið í badminton í Höllinni um heigina og landsleikur við Noreg „Við vitum ekki fyrir víst hvort Morten Frost mætir til leiks. Það kem- ur ekki í ljós fyrr en danska liðið mætir til leiks,“ sagði Sigfús- Ægir Ámason hjá Badmintonsambandi ís- lands í samtali við DV í gær. Um helgina fer fram Norðurlanda- mótið í badminton og er reiknað með öllum bestu spilurum á Norðurlönd- unum til leiks. Þetta er eflaust mesti viðburður i badmintoníþróttinni frá upphafi hér á landi og óneitanlega bíða menn spenntir eftir að sjá hvort snillingurinn Morten Frost kemur til landsins. Hann er einn sá besti í heimi í dag þrátt fyrir ffekar slakt gengi upp á síðkastið. Mikið fjaðrafok í Höllinni Norðurlandamótið hefst í Laugar- dalshöll í fyrramálið klukkan níu og verður leikið allan daginn. Undanúr- slit hefjast síðan á sunnudagsmorgun klukkan tíu og að þeim loknum byrja sjálfir úrslitaleikimir. Það er því greinilegt að mikið fjaðrafok verður í Höllinni um helgina og áhugafólk um badminton ætti ekki að láta þetta merka mót ffamhjá sér fara og verið manna Víkings er hornamaðurinn Bjarki Bjamason sem á dögunum var í fyrsta skipti valinn í íslenska lands- liðið. Hvað segir hann um leikinn á sunnudagskvöld? „ Haustið hefur ver- ið sem eitt ævintýri fyrir mig. Nú er bara að standa sig gegn St. Ottmar. Ég hef verið í Víkingi fi-á því í 4. flokki, kom seint inn í þetta en hef fylgst með Evrópuleikjum Víkings í gegnum árin. Ég hef séð stórlijiki hjá Víkingsliðinu eins og gegn Barcelona, Crevenka, Dukla Prag og fleiri leiki og að standa nú allt í einu sjálfúr í þessu er ævin- týri líkast," sagði Bjarki Bjarnason. -SK. getur að langur tími líði þar til slíkir snillingar, flestir bestu badmintonleik- arar heims, sem leika hér nú, sjái sér fært að koma hingað aftur. Landsleikur í kvöld Landsliðsmenn íslands og Noregs hita upp fyrir átökin á Norðurlanda- mótinu í kvöld en þá leika ísland og Noregur landsleik í badminton í Laug- ardalshöll. Leiknir verða fimm leikir, einliðaleikur kvenna og karla, tvíliða- leikur kvenna og karla og svo tvennd- arleikur. Landsleikurinn hefst klukkan átta. -SK • Bjarki Bjarnason verður i eldlín- unni gegn St. Ottmar •Alain Giresse. Giresse á skotskónum í Frakklandi Einvígi Marseille og Bordeaux um ffanska meistaratitilinn er að komast í hámark. Bæði félögin unnu góða sigra í frönsku 1. deild- ar keppninni á miðvikudagskvöld- ið. Marseille lagði Nice að velli. 3-1, og Bordeaux vann góðan sigur á útivelli, 1-0, gegn hinu sterka liði Auxerre. Bordeaux lék án tveggja fasta- manna, Júgóslavanna Zlatko og Vujovic. sem voru að leika sama kvöld gegn Englendingum á Wembley. Það var landsliðsmað- urinn l’hiUppé Vercruvsse sem skoraði sigunnark Bordeaux. Marseille lék án Júgóslavans Sliskovic, sem lék einnig á Wem- bley. og Karl Heinz Föster, sem er meiddur. Gamla kempan Alain Giresse skoraði tvö af mörkum fé- lagsins gegn Nice. Marseille og Bordeaux hafa 25 stig eftir sautján leiki - bæði hafa unnið níu leiki, gert sjö jafntefli og tapað einum leik. Toulouse er með 21 stig, Monaco 20, Auxerre, París St. Germain og Nice eru með 18 stig. -SOS mu'* Brasilia vill halda HM1994 Ríkisstjórn Brasilíu hefur gefið k na ttspy rn usamha ndi 1 a ndsins „grænt Ijós" á að sækja um að halda úrslit heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu árið 1994. Enn hefur engin þjóð sótt form- lega um að halda keppnina þá en búist er við að brasilíska knatt- spyrnusambandið muni gera það á næstu dögum eftir að hafa feng- ið þetta „ljós" frá yfirvöldum. Vitað er að Argentina hefur einnig áhuga á að halda keppn- ina 1994 svo og Bandaríkin. Hvorugt heí'ur þó sótt um form- lega enda enn nokkuð góður tími til stefnu. -klp Markvörður Katowice eftir í Sviss Miroslaw Dreszer, markvörður pólska liðsins Katowice, sem lók gegn Fram í Evrópukeppni bikar- hafa, varð eftir í Sviss þegar félagið lék þar gegn Sion. Dreszer, sem lenti í harkalegu samstuði við einn leikmann Sion, fékk innvortis- blæðingar og varð að fara á sjúkrahús. Eftir að hann meiddist skoruðu leikmenn Sion þrjú mörk og unnu sigur. 3-0. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Language:
Volumes:
41
Issues:
15794
Registered Articles:
2
Published:
1981-2021
Available till:
15.05.2021
Locations:
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Follows:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 262. tölublað (14.11.1986)
https://timarit.is/issue/190875

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

262. tölublað (14.11.1986)

Handlinger: