Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 12
12 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Neytendur Hvað kostar að senda jólapakk- ana til útlanda? „Það eru síðustu forvöð að senda jóla- pakkana fyrstu vikuna í desember svo þeir nái örugglega til viðtakenda fyrir jól,“ sögðu þeir okkur á pósthúsinu í Ármúla. Ef koma á jólapökkum í tæka tíð til ættingja og vina erlendis er best að snúa sér að því sem fyrst. Skipaferðir eru einu sinni í viku héðan en flugferðir eru mun oftar. Skipapóst til Norður-Ameríku og Suður-Evrópu þarf að póstleggja í síð- asta lagi 25. nóvember og til Norður- Evrópu og Norðurlandanna ekki síðar en 2. desember. Þannig er síðasti dag- ur á morgun fyrir skipapóst til N-Ameríku og S-Evrópu ef hann á að komast örugglega til skila fyrir jól. Flugbögglapóst íil Ástralíu, Asíu, Afríku og Su'iur-Ameríku þarf að póstleggja ekki síðar en um næstu mánaðamót. Flugböggla til N-Amer- íku og S-Evrópu þarf að póstleggja ekki síðar en 5. desember og til N- Evrópu 10. desember. Pakkana þarf að merkja vel og gæta þess að ekkert vanti, nafh viðtakanda, heimilsfang, póstnúmer og gleymið ekki nafhi sendanda. Það er ekki síður áríðandi að búa vel um pakkann. Fyl- lið vandlega út skýrsluna um innihald pakkans. Það er mjög gott að ná sér í skýrsluna og fylla hana út heima. Það getur oft ruglað fólk í ríminu að fylla út skýrslumar á pósthúsunum þar sem allt er iðandi af fólki og mik- ill skarkali og læti. Þess ber að gæta að ef verið er að senda kjöt þarf það að vera vakúm- pakkað og þarf að fylgja vottorð frá dýralækni. Ekki er leyfilegt að lokað bréf sé í bögglinum. Ef þessu er ekki framfylgt er það á ábyrgð sendanda hvort pakkinn kemst á áfengastað. Það er best að nota góða og sterka pappakassa undir bögglana. Á póst- afgreiðslunum fást sérstaklega hannaðir kassar á sanngjömu verði. Sjá mynd. Það er gott að vita hvað það kostar að senda böggulinn áður en komið er á pósthúsið. Við tókum saman verðskrá sem fylgir hér með. Hún er reiknuð út fyrir 1/2 kg og allt upp í 5 kg. Skráð er verð til tólf landa. Það kostar mismunandi mikið að senda pakkana eftir löndum. Það er verðmunur á öllum Norðurlöndunum nema á smápökkunum, þar er upp- hæðin sú sama. Smápakkar em Stærsti kassinn kostar 37 kr., sá í miðið 27 kr. og sá minnsti kostar 21 kr. pakkar sem ekki mega vera þyngri en 1 kg og er verð á þeim allstaðar það sama. Af Norðurlöndunum er dýrast að senda pakka til Noregs. Það kostar 360 kr. að senda 1 kg pakka þangað en 300 kr. til Finnlands. Þetta er skrítið að ódýrara sé að senda pakka til Finnlands en Noregs þar sem lengra er til Finnlands. Einnig er athyglisvert að það er ódýrara að senda 1 kg pakka til Bandaríkjanna en til Noregs. -BB Danmörk Noregur *o 'O '> Finnland Færeyjar USA Kanada Lúxemborg Bretland N-írland Frakkland A-Þýskaland V-Þýskaland Flugpóstur Verð 0,5 kg 204 340 246 265 188 256 292 259 315 315 431 304 234 verð 1,0 kg 224 360 271 300 197 320 389 286 338 338 469 333 268 verð 1,5 kg 287 434 331 383 240 532 470 381- 428 428 580 426 336 verð 2,0 kg 312 454 357 418 249 596 537 409 451 451 618 456 367 verð 2,5 kg 337 475 382 454 258 660 604 436 474 474 655 486 398 verð 3,0 kg 363 495 407 489 267 728 671 463 497 497 693 516 428 verð 3,5 kg 433 561 479 571 322 933 791 559 587 587 813 605 513 verð 4,0 kg 458 581 504 606 331 997 858 586 610 610 850 634 544 verð 4,5 kg 483 602 529 642 340 1061 925 613 633 633 888 664 575 verð 5,0 kg 508 622 557 677 349 1125 992 641 656 656 925 694 605 Skipapóstur Verð1 kg 191 289 238 247 198 190 258 244 304 304 295 296 215 verð 3 kg 240 362 297 318 257 357 363 327 387 387 365 393 272 verð 5 kg 306 432 377 398 337 527 483 417 476 476 461 496 348 Smápakkar Innanl. og til Norðurl. Önnur Evrópul. Utan Evr.bl. Pakkar innanl. 0,100 kg 13 13 13 5 kg 90 0,250 kg 24 24 24 10 kg 140 0,500 kg 43 43 43 15 kg 205 1,000 kg 72 72 72 20 kg 230 Af hverju heimilis- bókhald? „Þá er komið að októbermán- uði. Matarliðurinn var óvenjuhár en það kemur til af því að keypt var slátur fyrir kr. 2220 kr. og kjöt- skrokkur fyrir kr. 2638,“ segir m.a. í bréfi frá Akureyri. Fjölskyldan er fjögurra manna og meðaltalskostnaðurinn rúm- lega 6700 kr. á mann. „Ástæðan fyrir því að ég deili ekki kostnaðinum niður á árið er sú að ég held heimilisbókhald fyrst og fremst til að sjó svart ó hvítu í hvað peningamir fara hjó mér, en ekki hvað það kostar að framfleyta fjögurra manna fjölskyldu. Liðurinn „annað“ inniheldur m.a. afborganir af sófasetti kr. 10 þúsund, afborgun af sjónvarpi kr. 6 þúsund, hússjóð 2 þús., hita (2 mán.) 4.300, tryggingar rúm 3 þús. og innborgun á bamamyndatöku 3450 kr.“ Þessi fjölskylda er með útgjöld upp á nærri 78 þús. kr. yfir mánuð- inn. -A.BJ REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVlK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:.......97-8303 interRent Októberutgjöldin voru nærri 165 þúsund krónur „Matvörukaupin hækkuðu dólítið þennan mónuðinn eða um 5.600 kr. Sennilega kemur haustverðið á landbúnaðarvörunum þama inn í,“ segir m.a. í bréfi fró einni vinkonu okkar í Reykjavík. Hún skrifar okk- ur nú orðið í hverjum mánuði og við erum farin að hlakka til að fá bréf frá henni. Hún heldur áfram: „Skattamir eru 24 þúsund kr. eins og venjulega. Óperan 1600 kr„ víxill fyrir ísskápinn 3600, rafrnagn og hiti 5300 kr. Sennilega eðlileg eyðsla. Bílavíxill 20 þús. kr. Bóndinn varð að kaupa vinnubíl og fékk gamlan bíl á 60 þús. á borðið. RUV 1525 kr. Landsbankavíxill fyrir bílasímann kr. 8200, lækkar aðeins. Innborgun á stofugardínur kr. 3 þús. Það er heilmikið að velja fallegar gardínur og þær em afskaplega al- mennilegar í Álnabæ að lána heim enda varla hægt annað. Bensín- kostnaður 2600 kr. Andlitsbað og litun 1645 kr. sem er orðinn lúxus. Snyrtistofur hafa sennilega allar sama verð. Andlitskrem em líka orð- in mjög dýr. Þetta er svona það helsta fyrir októbermánuðinn. Renault 5 er frábær, mæli með honum. Með haustkveðju, LH.“ Þessi fjölskylda er með yfir 164 þús. kr. útgjöld í október. Þar af em matarútgjöldin tæp 8 þús. kr. á mann. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.