Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 22
22
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986.
Iþróttir
DV
Greg Norman
aftur í
vinningsstuði
Greg Norman, golfarinn frægi,
komst aftur í sigurstuð á golfvellin-
um er hann sigraði í Westem-Ástral-
ían open sem lauk um helgina. Hafði
hann þá ekki sigrað í tveim golf-
mótum 1 röð sem hann hafði tekið
þátt í og er það óvenjulegt á þeim
bæ um þessar mundir.
„Hákarlinn”, eins og hann er kall-
aður, var tveim höggum á eftir Terry
Gale fyrir síðustu 18 holumar. En
hann lék þessar síðustu 18 holur á
68 höggum - fjórum undir pari - en
Gale á 71 höggi. Samtals lék Norman
72 holumar á 276 höggum - tólf und-
ir pari.
Litli bróðir vann
í Japan fór einnig fram mikið golf-
mót um helgina. Þar sigraði Bobby
Wadkins, sem er bróðir hins þekkta
golfara Larry Wadkins. Lék hann 72
holurnar í þessu móti á 277 höggum.
Annar varð Graham Marsh á 278
höggum. -klp-
• Greg Norman
Ámi, Atli og Jónína
tiyggðu sér brons
- á Norðuiiandamótinu í karate í Finnlandi
Ámi Einarsson, Atli Erlendsson og
Jónína Olsen tryggðu sér öll brons-
verðlaun á Norðurlandamótinu i
karate, sem fór fram í Helsinki í Finn-
landi um helgina. Það munaði ekki
miklu að Atli kæmist í úrslit í sínum
þyngdarflokki. Hann var aðeins 30
sek. firá því að komast í úrslit. Var þá
með tvö stig betur en keppinautur
hans en sá náði að pressa Atla þrisvar
sinnum út af í röð og tryggja sér sigur.
Fimm karatemenn taka þátt í Norð-
urlandamótinu. Þau Jónína Olsen,
Kristín Einarsdóttir, Ævar Þorsteins-
son, Ámi Einarsson og Atli Erlends-
#
BIACKSlDECKER
/ Kaupfélaginu
son, sem er jafhframt landsliðsþjálfari.
„Við hættum við að senda karlasveit
til keppni þar sem við höfum átt erfitt
uppdráttar í sveitakeppni. Svíar,
Norðmenn og Finnar eru með mjög
sterkar sveitir. í þess stað ákváðum
við að senda þær Jónínu og Kristínu
til að þær fengju reynslu," sagði Karl
Gauti Hjaltason, formaður Kareta-
sambands íslands, en Karl Gauti var
dómari á mótinu.
•Ámi fékk brons í kata karla og
er þetta í annað skiptið sem hann
tryggir sér bronsverðlaun á NM. Atli
hlaut brons í sínum flokki í karate
(-65 kg) og Jónína tryggði sér brons í
kata kvenna.
Islenskir karatemenn hafa verið í
mikilli framför að undanfömu og er
ekki langt síðan að ísland vann sigur
yfir N-írlandi í landskeppni. Þá stóðu
þeir Ólafur Wallvík, Ævar, Ámi og
Atli sig vel á opnu móti í Glasgow.
Ólafur varð þar sigurvegari, Ævar í
öðru sæti og Ámi í fjórða sæti.
Karl Gauti sagði að íslenskir karate-
menn hefðu öðlast mikla reynslu á að
keppa á mótum erlendis. „Við stöndum
framar en margar þjóðir í Evrópu og
nú er fyrirhugað að landskeppni fari
fram hér á landi. Það er búið að bjóða
N-írum að koma hingað og keppa á
næsta ári. Þeir em tilbúnir í slaginn,
sagði Karl Gauti.
-sos
Hristari DN41
■ Borvél D 154 R
Hjólsög DN229
Stingsög DN531
Hefill DN710
Þegar þú kaupir fullkomið Black og Decker verkfærasett í kaupfélaginu
færð þú meiri afslátt en nemur verði vinsælustu borvélar sem seld hefur
verið hérlendis, Blaéjk og Decker H551.
Rauð og gul
spjóld á lofti
- þegar Aberdeen og Rangers mættust
Celtic heldur enn fjögurra stiga
forustu í úrvalsdeildinni á Skot-
landi. Á laugardaginn lék Celtic við
Falkirk og sigraði, 4-2, og hefði get-
að sigrað enn stærra.
Sá leikur, sem beðið var eftir með
mestum spenningi um þessa helgi í
Skotlandi, var leikur Aberdeen, und-
ir stjórn nýja framkvæmdastjórans,
Ian Porterfield, gegn Glasgow Rang-
ers. Var það mikill hörkuleikur, þar
sem dómarinn þurfti að flagga bæði
gulum og rauðum spjöldum. Leikn-
um lauk með sigri Áberdeen, 1-0.
Einnig var beðið eftir því hvort
Hamilton tækist loks að vinna leik
í deildinni. Ekki tókst það. Liðið
gerði jafntefli við St. Mirren heima,
1-1, og þjálfari Hamilton er enn „úti
í kuldanum” eins og skosku blöðin
orða það!!
Önnur úrslit í úrvalsdeildinni á
laugardaginn urðu þessi:
Clydebank-Motherwell 2-3
Dundee Utd.-Hibernian 1-0
Hearts-Dundee 3-0
Staðan í úrvalsdeildinni er þessi:
Celtic 19 15 3 1 44-11 33
Dundee Utd 20 12 5 3 34-15 29
Hearts 20 11 6 3 30-16 28
Rangers 19 11 3 5 32-14 25
Aberdeen 19 9 6 4 32-16 24
Dundee 20 9 3 8 25-21 21
St. Mirren 20 6 8 6 18-18 20
Motherwell 20 4 8 8 22-33 16
Falkirk 20 4 6 10 18-30 14
Hibernian 20 4 5 11 18-39 13
Clydebank 20 4 2 14 14-43 10
Hamilton 19 0 3 16 11-42 3 -klp
Köppel tll Uerdingen
FYRIR EKKI NEITT
Þú þarft ekki að kaupa allt settið til að njóta afsláttar. Kynntu þér
afsláttarkjörin sem kaupfélagið býður á Black og Decker verkfærum.
• Karetelandslið íslands. Aftari röð frá vinstri: Atli Erlendsson, Ölafur Wallvik,
Ámi Einarsson og Ævar Þorsteinsson. Fremri röð: Halldór Svavarsson, Jónína
Olsen og Kristín Einarsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti
Mundu að þessi einstöku kjör bjóðast aðeins í kaupfélögunum í landinu.
Affi Hilmarssan, DV, V-í>ýskalandi:
Það bendir nú allt til að Hörst
Köppel, aðstoðarmaður Franz Beck-
enbauer, landsliðsþjálfara V-Þýska-
lands, taki við þjálfun Bayer
Uerdingen næsta keppnistímabil.
Köppel, sem er samningsbundinn v-
þýska knattspymusambandinu til
1988, hefur óskað eftir að fá sig lausan
eftir þetta keppnistímabil.
-sos