Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... \ Olyginn sagði... Jannike hans Björns Borg kom aftur fram á sjónarsvið- ið sem tískusýningardama núna í haust og hefurtilboð- unum rignt yfir hana. Hún hefur þó afþakkað flest þeirra þar sem hún segist vilja einbeita sér að uppeldi sonarins, Robins, sem nú er eins árs. Gylliboð frá ítalska snyrtivörufyrirtækinu Pupa gat hún þó ekki staðist og í febrúar sýnir hún fallegustu andlitsliti vorsins. Það er aldrei að vita nema Jannike verði hvað úr hverju stórt nafn í tískubransanum. Julian Lennon sjokkeraði umheiminn með tveim löngum fléttum þegar hann skaut upp kollinum á •veitingastað nokkrum í Hollywood. Þykir hann líkj- ast föður sínum meir og meir með hverjum deginum sem líður. Julian var að halda upp á velgengni sína og hljómsveitar sinnar en lög þeirra njóta nú mikilla vinsælda. stjarnan Mikael Rickfors heimsótti spákonu um dag- inn sem varaði hann við hraðskreiðum bílum. Á leið- inni frá kellu losnaði eitt hjólanna undan Porschinum hans. Honum varð náttúr- lega ekki um sel. Og svo var það eina nóttina að hann dreymdi að hann lenti í árekstri. Þá var bikarinn full- ur. Daginn eftir fór hinn hjátrúarfulli Mikael beinustu leið til bílasala og seldi bílinn sinn. Krýningar- hátíð Það var heilt haf af drottningum í Broadway á fimmtudagskvöldið þeg- ar stjarna Hollywood og var kjörin. Núverandi og fyrrverandi fegurðar- drottningar íslands og alheimsins voru heiðursgestir og krýndu sigur- vegarann. Fullt hús af gestum naut fegurðar- innar og skemmtiatriðanna. Að- standendur keppninnar voru Vikan, Hollywood og ferðaskrifstofan Pol- Verðlaunin voru ekki af verra tag- inu, stjama Hollywood hlaut bifreið af gerðinni Lancia 86. Önnur verð- laun voru í formi fatnaðar, ferðalaga, skartgripa og snyrtivara. Formaður dómnefndar og eigandi Hollywood, Ólafur Laufdal, afhendir Guð- laugu Jónsdóttur lyklana að Lancia bifreiðinni sem var fyrstu verðlaun. Stjarna Hollywood og fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1986 varð Guðlaug Jóns- Heiðursgestir kvöldsins voru Gígja Birgisdóttir.fegurðardrottning íslands dóttir, 18 ára Reykjavíkurmær. Hún stundar nám í Menntaskólanum í 1986, og Hólmfríður Karlsdóttir ungfrú heimur 1985. Reykjavík eins og Sólarstjarna Polaris, Svava Sigurjónsdóttir. Páfagaukurinn Elli og eigandinn Ken Krizsanitz elska að stinga sam- an nefjum - en einstaka sinnum hafa elskulegheitin öþægilegar afleiðing- ar fyrir þann ófiðraða. Þeir búa í Illinois og að sögn Kens er Elli óum- deilanlega sá sterkari í sambandinu - enda páfagauksnef gerð úr öðru og harðara efni en þau mjúku og mennsku. mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.