Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 6
46
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Litli Ijósálfurinn
er hinn „fullkomni" leslampi. Hann gefur góða birtu
án þess að trufla þann sem sefur við hliðina, er lítill
og handhægur og hægt að snúa bæði armi og Ijósi.
Hann getur notað bæði 220 volta straum og 4 raf-
hlöður. Af þessum sökum kemur hann að góðum
notum nánast hvar sem er - heima í rúmi, í útilegum
og fyrir farþega í flugvélum, þílum og bátum. Litli Ijós-
álfurinn kostar aðeins 798 krónur. Hann er í vönduð-
um gjafaumbúðum sem eru í bókarlíki. Innifalið í
verðinu er hylki fyrir rafhlöður, straumbreytir og auka-
pera. Þá er hægt að kaupa tösku aukalega á 115
krónur og spjald með tveimur aukaperum á 60 krón-
ur. Litli Ijósálfurinn fæst hjá Hildu, Borgartúni 22, auk
fjölda annarra verslana um allt land. Einnig er hægt
að fá hann sendan í póstkröfu með því að hringja í
síma 91-681699.
Verkfæri til jólagjafa
Þeir í BB-byggingavörum, Suðurlandsbraut 4, sími
33331, eru ekki að vandræðast yfir jólagjöfum því
þeir segjast eiga nóg af þeim, eins og verkfæri til allra
'nota, sem sagt nytsamar jólagjafir. Hallamælir í svört-
um lit kostar 604 krónur, sagir frá 440 krónum, hefill
1.965 krónur og hamrar frá 900 krónum. Sem sagt,
allt góðar gjafir á góðu verði hjá BB.
Glæsilegar
herrapeysur
Þær eru sannarlega fall-
egar, peysurnar hjá
GEORG, Austurstræti 8,
sími 16088, og úrvalið al-
veg sérstaklega mikið þó
búðin sé ekki stór. Þetta
eru allt herrapeysur á mjög
góðu verði. Þær eru bæði
til einlitar og munstraðar
og í mörgum litum. Georg
leggur sérstaka áherslu á
peysur en þar fást auðvitað
einnig þuxur og annað fyr-
ir herrann.
Metabo borvél
BB-BYGGINGAVÖRUR, Suðurlandsbraut 4, sími
33331, bjóða á sérstöku jólatilboðsverði þessa heimil-
isborvél frá Metabo á aðeins 6.970 krónur. Þetta er
frábær heimilisvél í kassa með stillingu afturábak og
áfram, með höggi og hálftommu patrónu. Það er
varla hægt að hugsa sér sniðugri jólagjöf handa dug-
legu húsmóðurinni eða húsbóndanum eftir því sem
við á. Metabo borvélin er svo auðveld í meðförum
að það er leikur einn fyrir alla að vinna með henni.
Þetta er sem sagt alvöruvél og góð jólagjöf.
Matar- og kaffistell
Hjá MARELLU, Laugavegi 41, sími 11754, er mikið
úrval af fallegum matar- og kaffistellum eins og unga
fólkið vill hafa þau. Þetta er hvítt stell sem er á mynd-
inni og kostar matardiskur í því 358 krónur og
súpudiskur það sama. Kökudiskur kostar 218 krónur
og bollapar er á 434 krónur. Þá er hnífaparasett sem
er til í mörgum litum á 2.277 krónur. Að sjálfsögðu
er hægt að fá alla fylgihluti með stellunum.
Einnar rósar vasar
Þeir eru alltaf jafnfallegir, einnar rósar vasarnir í
MARELLU, Laugavegi 41, sími 11754. Þeir sem líkj-
ast flöskum eru til í þremur stærðum á 395-667
krónur. Einnig fást margar aðrar gerðir. Þar er líka fjöl-
þreytt úrval af lömpum, t.d. þessir á myndinni. Sá
minni kostar 3.168 krónur og sá stærri 3.618 krónur.
Glös í mörgum gerðum
Hjá MARELLU, Laugavegi 41, sími 11754, er fjöl-
breytt úrval af glösum í öllum stærðum og gerðum
og á mjög góðu verði. Á myndinni eru glös á 86, 90,
204 og 172 krónur og einnig skeið í glasi fyrir írskt
kaffi á 86 krónur. Hjá Marellu er hægt að finna marg-
ar skemmtilegar og fallegar jólagjafir á góðu verði.
Frábært kafaraúr
Þetta glæsilega kafaraúr er auðvitað fyrir alla en það er nógu gott til að kafa með niður á fimmtíu metra. Þetta er Casio úr sem fæst hjá
JÓNI OG ÓSKARI, Laugavegi 70, sími 24910. Þeir vilja segja að þetta sé vinsælasta strákaúrið á markaðnum og nefna það eitt með öllu.
Það er fíber í kassanum og nælonefni í ólinni sem gerir það að verkum að úrið er einstaklega sterkt. Raunar er það á einstöku verði líka,
aðeins 1.990 krónur.