Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 12
52 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Fyrir hannyrðakonuna Þessi fallega hannyrðahirsla, ef svo má taka til orða, fæst í versluninni 3 KÁ, Suðurlandsbraut 18, sími 686900. Þetta er mjög góð hirsla fyrir allt sauma- og hannyrðadótið. Þegar lokinu, sem jafnframt er sæti, er lyft upp kemur í Ijós skúffa fyrir nálar, tvinna- kefli og aðra smáhluti og undir er nóg pláss fyrir stærra dót. Hannyrðahirslan kostar 2.750 krónur. Þetta er Júlíus Hann Júlíus er sannarlega sniðugur stóll fyrir alla krakka á fyrstu æviárunum. Hann er úr tré, ákaflega vandaður og bæði til rauður og blár. Júlíus er á hjól- um og þegar stuttir fætur ná niður á gólf komast börnin sjálf leiðar sinnar. Á Júlíusi er borð með apa- myndum, reyndar er þar kominn apinn Júlíus sem stóllinn er kallaður eftir. Svo má líka setja Júlíus við borð og þá situr barnið við matborðið eins og eldri fjölskyldumeðlimir. Stóllinn kostar 3.680 krónur. Tölvuborð og stólar i STÁLIÐJUNNI, Smiðjuvegi 5, sími 43211, fást tölvuborð á 4.700 krónur og skrifborðsstólar á 4.990 krónur en það er sérstakt jólatilboð núna. Tölvuborð- in eru alveg nauðsynlegur hlutur fyrir þá sem eru með tölvur og auðvitað skiptir stóllinn ekki minna máli. Stáliðjan selur eingöngu vandaða og góða stóla sem styðja vel að bakinu. Mikið úrval er af annars konar skrifborðsstólum, bæði ódýrari og dýrari. Handunnið keramik Þetta fallega, handunna keramik er eftir íslenskan listamann, Guðmund S. Keravík. Það er í litlu upplagi en hægt að velja um marga fleiri muni en eru hér á myndinni. Til dæmis er til fiskur sem kostar 700 krón- ur, Strandarkirkja kostar 1.500 krónur og skjaldar- merkið 1.800 krónur. Þessa muni og fleiri eftir Guðmund er hægt að fá í Rammagerðinni, Gróðrar- stöðinni Garðshorni, Miklagarði og í umboðssímum 641067 og 641052. Hanskar og lúffur RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 19, sími 17910, hefur á boðstólum geysimikið úrval af góðum hönsk- um og lúffum til jólagjafa. Á myndinni er aðeins brot af öllu því úrvali. Hanskar, hálfloðfóðraðir, rúskinn og leður, kosta 1.395 krónur, alfóðraðir 1.655 krón- ur, og úr leðri og prjónaðir á dömur og herra 1.435 og 1.565 krónur. Einnig fást mokkalúffur fyrir 675, 825 og 885 krónur á allan aldur. Fyrir kylfinginn SPORTBÚÐ ÓMARS, Suðurlandsbraut 6, simi 686089, býður mikið úrval af öllu því sem kylfingurinn þarf á að halda. Má þar nefna kerrur á 4.980 krón- ur, poka frá 1.220 krónum og Dunlopkylfur frá 1.330 krónum. Pokinn á mynd- inni kostar 3.890 krónur.' Einnig fást járn í öllum stærðum og gerðum. Þó að áhersla sé lögð á kylf- inginn fæst einnig veru- lega mikið úrval af annars konar sportvörum. Dömustígvél Þessi fallegu stígvél fást í SKÓVERSLUN KÓPA- VOGS, Hamraborg 3, sími 41754. Kuldastígvélin með gúmmísólunum í svörtu kosta 4.930 krónur, stígvélin með hæl 3.860 krónur og háu stígvélin, sem hægt er að bretta upp á, kosta 4.880 krónur. Einnig er mikið úrval af leðurhönskum, leðurjökkum og leður- töskum, auk frábærs úrvals af alls kyns stígvélum. fct fek Nýtísku herraskór Á þessari mynd eru þrennir herraskór sem fást í SKÓVERSLUN KÓPAVOGS, Hamraborg 3, sími 41754. Til vinstri eru herraskór með mynstruðu leðri og ól, eins og mjög er í tísku núna, á 3.185 krónur, reimaðir spariskór úr mjúku leðri á 2.785 krónur og einnig drengjaskór í stærðum 28-39 á 1.260 krónur. Allir þessir skór eru svartir og herraskórnir í stærðun- um 40-45. Fallegir barnaskór Til vinstri á myndinni eru fallegir jólaskór á litlu dömuna, með ökklabandi og blómi að framan, í stærð- um 20-27 og kosta 1.095 krónur. Þeir fást í svörtu, hvítu, bláu og fuschia. Þá eru reimaðir drengjaskór í stærðum 24—27 sem kosta 1.395 krónur og loks lakk- skór, sem bæði henta fyrir stelpur og stráka, í stærðum 28-41 á 1.685 krónur. Þessir skór fást í SKÓVERSL- UN KÓPAVOGS, Hamraborg 3, sími 41754. Spariskór á dömuna Hérsjástfallegirdömuskór sem fást í SKÓVERSLUN KÓPAVOGS, Hamraborg 3, sími 41754. Skórinn til vinstri er sérlega vandaður úr leðri með rúskinns- munstri og kostar 3.990 krónur. Er hægt að fá veski í stíl við hann. Í miðið er fallegur skór með slaufu að framan í svörtum lit og kostar 2.290 krónur. Þá eru svartir skór, sem einnig fást í dökkbláu, á 2.775 krón- ur. í Skóverslun Kópavogs er sannarlega mikið úrval af fallegum skóm á alla fjölskylduna. Islensku þroskaleikföngin Einu íslensku þroskaleikföngin, sem eru á markaðn- um, koma frá LEIKFANGASMIÐJUNNI ÖLDU, sími 94-8181. Það er vinsæli trébíllinn Dúi sem er til í nokkrum útgáfum sem kosta 2.400-3.100 krónur. Einnig framleiðir Alda dúkkuvagna fyrir 1.900 krónur og ef sængin fylgir þá er verðið 2.100 krónur. Ruggu- hestar kosta 3.800 krónur og gamla íslenska kúluspilið 2.300 krónur. Þú hringir bara vestur og þeir senda þér um hæl það sem þú biður um. Reyndar segjast þeir í Öldu heita jólasveinarnir í vestfirsku ölpunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.