Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 61 HISWAY “Spr FRANK SINATRA KELLEY Sænsk jólakort Þessi fallegu jólakort fást hjá BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. Þau eru sænsk með mjög fallegum myndum. Þau eru til í mörgum gerðum og kosta 1 9 krónur. Að sjálfsögðu getur þú valið úr miklu úrvali af jólakortum og ekki seinna vænna að fara að senda vinum og vandamönnum jólakortin svó þau komi nú á réttum tíma. Á sérstöku jólaverði Webster orðabókin er engin smásmíði og vegur sennilega nokkur kíló. Hún getur komið sér ákaflega vel hjá öllum þeim sem þurfa á enskum orðabók- um að halda. Webster bókin er núna á sérstöku jólaverði hjá EYMUNDS- SON, eða aðeins á 1.795 krónur. Einnig fást hnatt- líkön með Ijósi í sem kosta frá 300 krónum. Hnattlík- önin eru fáanleg í mörgum stærðum og gerðum. Listaverkadagatöl Hjá EYMUNDSSON er mikið úrval af listaverka- dagatölum fyrir næsta ár. Þetta er einstaklega sniðug jólagjöf því þegar árið er liðið má ramma myndirnar inn og hengja upp á vegg. Allt eru þetta myndir eftir heimsfræga málara. Ramma getur þú einnig fengið. Listaverkadagatölin kosta 1.195 krónur. Myndir í smellurömmum Myndir í smellurömmum eru alltaf jafnvinsælar hjá yngri kynslóðinni. EYMUNDSSON býður upp á mik- ið úrval af skemmtilegum myndum í smellurömmum. Þær kosta frá 120 krónum þær minnstu. Einnig fást myndir í álrömmum sem einnig eru ákaflega vinsælar og kosta frá 1.320 krónum. Time Manager Fyrir alla þá sem þurfa að skipuleggja tíma sinn vel kemur Time Manager sér ákaflega vel. Time Manager fæst hjá EYMUNDSSON. Fyrir þá sem ekki þekkja eru þetta hinir ýmsu þarfahlutir fyrir athafnamanninn þannig að hann geti skipulagt betur tíma sinn og unnið markvisst. Standard Time Manager, sem er þá þær bækur sem til þarf og plastmappa, kostar 4.850 krónur. Síðan er hægt að fá ekta leðurmöppu, ákaf- lega vandaða, á 4.620 og 6.330 krónur. Listaverkabækur Það kennir ýmissa grasa hjá EYMUNDSSON. Til dæmis er hægt að fá þar glæsilegar listaverkabækur á verði frá 600 krónum. Þetta eru allt verk heims- frægra listamanna og bækurnar eru bæði vandaðar og fallegar. Fyrir þá sem hafa ánægju af fallegum lista- verkum er þetta kjörin gjöf og alls ekki dýr. í--.. Atlasar Þeir eru alveg þarfaþing á hverju heimili, Atlasarnir. Það er nefnilega alltaf jafngaman að fletta upp í þeim. Atlasar eru til í mörgum útgáfum hjá EYMUNDS- SON. Þeir kosta allt frá 300 krónum í minni útgáfum. Það má segja að Atlas sé sérstaklega sniðug gjöf handa öllum pælurum sem oft er erfitt að finna gjafir fyrir. Málið er sem sagt leyst. Töfl og spil Hjá EYMUNDSSON er úrval af öllum töflum og hvers kyns spilum. Það er raunar sama að hverju þú leitar, þú finnur gjöf fyrir alla aldurshópa hjá Eymunds- son. Spilin eru alltaf vinsælarjólagjafirog skemmtilegt að taka þau upp á jólunum því þá gefa allir sér tíma til að spila. Spilin eru bæði fyrir stelpur og stráka og kosta frá 200 krónum. Kerti í úrvali HJÁ EYMUNDSSON eru margar hillur troðfullar af alls kyns kertum, hvort sem er til jólagjafa eða bara til skrauts heima á jólunum. Þau kosta frá 35 krónum. Hvernig væri til dæmis að taka upp gamla siðinn og gefa kerti og spil í jólagjöf? Þá má minna á að nú er Eymundsson einnig í Nýjabæ, Eiðistorgi. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Innrammaðar myndir Hjá EYMUNDSSON er geysimikið úrval af innrömmuðum, fallegum myndum. Þessar myndir henta til gjafa, bæði fyrir yngra fólk og eldra, enda hægt að velja um margar mismunandi myndir. Þess- ar myndir hér við hliðina kosta 1.695 krónur. Élysée pennar Pennar eru alltaf sígild gjöf sem kemur sér vel. Það er alltaf gott að eiga góðan penna, hvaða starfi sem maður gegnir. Hjá EYMUNDSSON fást Élysée penn- amir sem ekki bara eru ódýrir heldur einnig góðir og fallegir. Hægt er að fá þrjá í gjafapakkningu eða einn sér og kosta þeir frá 448 krónum. Það má taka það sérstaklega fram að þessir pennar þykja sérlega van- daðir. Metsölubækur á ensku Hjá EYMUNDSSON færðu allar helstu met- sölubækurnar á ensku. Og sífellt bætast nýjar við. Þeir sem eru vel að sér í enskunni hafa oft meira gaman af að lesa bækur á frummálinu, þá þarf ekki að bíða eftir þýðingum. Það er allt eins hægt að gefa bækurnar á ensku. Allar eru þessar bækur innbundn- ar. Má nefna bókina hans Bill Cosby, sem hefur vakið mikla athygli, en hún heitir Fatherhood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.