Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 26
66 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Munnhörpur Hohner munnhörpur eru alltaf vinsæl gjöf, bæði handa tónlistarfólki og einnig litlu krökkunum. Það má kannski segja að margir hafi byrjað sinn tónlistar- feril með munnhörpunni. i HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR, Laugavegi 96, sími 13656, er mikið úrval af góðum munnhörpum og þær kosta ekki held- ur nein ósköp, frá 250 krónum. Bjarton gítarar Þeir þykja einstaklega vandaðir og eru löngu orðnir vel þekktir enda sænsk gæðavara. Þú getur valið um margar gerðir af klassískum gíturum, jafnt fyrir byrj- endur sem lengra komna. Verð frá 6.380 krónum. Einnig eru fáanleg í HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJA- VÍKUR banjó frá 7.360 krónum og mandólín á 5.130 krónur. Glænýtt ilmvatn Ef þú vilt gefa sérkennilega og fallega gjöf þá bend- um við á þetta nýja ilmvatn sem heitir Niki de Saint Ralle. Umbúðirnar þykja ákaflega skemmtilegar og mundu sóma sér sem punthlutur hvar sem er. Það er snyrtivöruverslunin LIBIA, Laugavegi 35, sími 26590, sem selur Niki de Saint Ralle. Parfum, 7 ml, kostar 5.941 krónur, toilet spray, 13 ml, 1.635 krón- ur, 30 ml 2.053 og body lotion 2.253 krónur. Casio kvenúr HELGI GUÐMUNDSSON ÚRSMIÐUR, Laugavegi 82, sími 22750, býður upp á mikið úrval af góðum og vönduðum kvenúrum. Til dæmis þessi tískuúr á myndinni sem eru til í svörtu og hvítu með rauðum stöfum. Þetta eru kvarsúr sem kosta aðeins 2.100 krónur. Einnig mjög ódýrt kvarsúr á 1.530 krónur meó hvítri ól, bæði smekklegt og gott að lesa á tölurn- ar. Góðar gjafir fyrir unga fólkið. í takt við tímann Ert þú alltaf í takt við tímann? Ef ekki er taktmælir nauðsynlegur. Taktmælar eru góð jólagjöf handa tón- listarfólki, bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Hjá HLJOÐFÆRAHUSI REYKJAVÍKUR, Laugavegi 96, sími 13656, færðu hina viðurkenndu Whittner taktmæla í úrvali á verði frá 1.100 krónum. Hljómplöturog nótur Hljómplata er góð gjöf. Hjá HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR, Laugavegi 96, sími 13656, færð þú allar hljómplötur, hvort sem þú leitar eftir poppi eða klassík. Platan fæst örugglega í Hljóðfærahúsinu því þar er lagður metnaður í að eiga sem fjölbreyttast úrval af innlendum sem erlendum hljómplötum. Einn- ig stórgott úrval af nótnabókum við allra hæfi. Ný baðlína Barynia heitir hún nýja baðlínan frá Helenu Rubin- stein og fæst í snyrtivöruversluninni LIBIU, Laugavegi 35, sími 26590. Þetta eru glæsilegar vörur og kostar ilmvatn í 50 ml sprayglasi 1.598 krónur, 100 ml glasi 2.482 krónur, parfum kostar 4.530 krónur, body loti- on 1.289 krónur, body creme 1.676 krónur, sturtusápa 1.056 krónur og sápa 405 krónur. Portúgalskir barnaskór I SKÓGLUGGANUM, Vitastíg 12, sími 11788, er mjög mikið úrval af skóm á yngsta fólkið, bæði götu- skóm og spariskóm. Á myndinni má sjá brot af jólaskónum á yngsta fólkið sem notar stærðir frá 18-24. Þeir eru til í hvítu, bláu og gráu og kosta 1.395 krónur. Einnig lakkskór með ökklabandi í stærðum frá 21-28 í hvítu og svörtu á 1.440 krónur. Þá eru það drengjamokkasínur í stærðum 23-30 á 1.440 krónur í svörtu og bláu lakki. Linguaphone Það þarf varla að kynna Linguaphonenárhskeiðin fyrir lesendum því þau eru fyrir löngu orðin viður- kennd. Þú getur valið um 29 tungumál. Námið er leikur einn, aðeins hálf klukkustund á dag þegar þér hentar best og þér gengur betur í skólanum, sumar- leyfinu og viðskiptunum. Verðið er aðeins 4.990 krónur. Linguaphone færðu í HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR, Laugavegi 96, sími 13656. Júpíter blásturshijóðfæri í HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR, Laugavegi 96, sími Í3656, færðu öll helstu blásturshljóðfærin á góðu verði. Má þar nefna þverflautur á 12.200 krón- ur, trompeta á 13.200 krónur, saxófóna á 34.530 krónur, corneta á 13.470 krónur, básúnur á 11.180 krónur, barítonhorn á 25.950 krónur, Clark klarínett á 8.980 krónur og einnig blokkflautufjölskylduna frá Adler og Aulos. Gamaldags en nýtt Hann HELGI GUÐMUNDSSON ÚRSMIÐUR, Laugavegi 82, sími 22750, þarf ekki að skammast sín fyrir úrvalið af úrunum því það er geysilega mikið. Á myndinni eru t.d. herraúr af gerðinni Tissot sem þykja mjög smart. Þau er hægt að fá með rómverskum tölum eða venjulegum og kosta 4.850 og 5.600 krónur. Einnig eru til kvenúr. Til hægri á myndinni er gyllt úr með stórum og skýrum tölum sem kostar 6.250 krónur. Jólaskórnir á börnin SKÓGLUGGINN, Vitastíg 12, sími 11788, sérhæfir sig í vönduðum barnaskóm. Þessir svörtu, reimuðu drengjaskór á myndinni til vinstri fást í stærðum 31-38 og kosta 1.670 krónur. Þá eru telpnaskór með spennu í svörtu lakki á 1.440 krónur í stærðum 28-37 og enn aðrir með ökklabandi og blómi að framan í stærðum 21-27 á 1.250 krónur. Þeirfást í svörtu og hvítu lakki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.