Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 28
68 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Kosta Party \ Kosta Party eru sígildir nytjahlutir: skálar, bakkar, diskar og glös, og er verðið frá 600 krónum. Þessar skálar á myndinni eru til margra hluta nytsamlegar, til dæmis fyrir ávexti, konfekt, smákökur eða annað. Þetta eru hlutir sem ætíð sóma sér vel á borðum. Kosta Pippi Hér á myndinni er enn einn glæsileikinn frá KOSTA BODA en það eru Kosta Pippi glös og karöfl- ur. Glösin eru mjög falleg á borði og eru auðvitað til fyrir hverja víntegund fyrir sig. Það er mjög sniðugt að gefa fáein glös nú og bæta síðan við þegar tæki- færi gefast. Glösin kosta frá 700 krónum en karöfl- urnar eru á 5.500 krónur. Rainbow skálar Enn er það Rainbow og nú skálar og vasar. Það er sannarlega margt til í hverri línu fyrir sig í KOSTA BODA. Allt eru þetta nytsamir hlutir og fallegir. Úrval- ið er svo gífurlegt að í rauninni er erfitt að gera upp við sig hvað maður á að velja. Þó er það svo að fæstir fara tómhentir út úr Kosta Boda því þar er eitt- hvað við allra hæfi. Rainbow skálar kosta frá 2.850 krónum. Logandi snjóboltar Falleg rós Gluggaóróar Þeir eru löngu orðnir þekktir, snjóboltakertastjakarn- ir frá KOSTA BODA, og alltaf jafnvinsælir. Þeir eru til í þremur stærðum á 425, 548 og 945 krónur. Þykir það mjög gott verð. Hjá Kosta Boda er mjög mikið úrval af skemmtilegum og ódýrum kertastjökum í öll- um mögulegum gerðum. Hér kemur enn einn kertastjakinn frá KOSTA BODA. Þessi heitir rósin og þykir mjög fallegur. í hann er bæði hægt að setja há kerti og venjuleg sprittkerti. Rósin kostar 795 krónur og má segja að það sé ein- mitt heppilegt verð fyrir þá sem ekki vilja gefa mjög dýrt. Þessirfallegu gluggaóróar, sem fást í KOSTA BODA, eru aðeins brot af öllu úrvalinu. Þeir eru til í mörgum gerðum og stærðum og kosta frá 1095 krónum. Gluggaóróarnir eru mjög vinsælir og lífga upp glugga- na. Að vísu geta þeir hangið hvar sem er en þeir fara einstaklega vel í gluggum. Kubbur heitir hann Það eru Cube kveikjarinn og kertastjakarnir sem eru hér á myndinni. Þetta eru einstaklega vandaðar og fallegar vörur sem fást í KOSTA BODA og sóma sér vel hvar sem er. Að sjálfsögðu er nafnið ekki út í loftið því Cube eru ein- mitt eins og kubbar í láginu og mjög þungir hlutir. Verð frá 2670 krónum. Vínkaröflur frá Orrefors Orreforsmerkið er sænskt eins og KOSTA BODA og þykja það ákaflega vandaðar vörur sem þaðan koma. Eins og sjá má á myndinni er hér um að ræða mjög fallegar vínkaröflur. Þær eru til í mörgum gerðum eins og sjá má. Einnig eru fáanlegar karöflur í öðrum merkjum hjá Kosta Boda. Vinsæl hnífapör Þetta eru Boda Nova hnífapörin sem eru ákaf- lega vinsæl hjá unga fólk- inu. Þau þykja bera af, enda öðruvísi en mörg önnur. Hvað er skemmti- legra en að eiga falleg hnífapör til að leggja á borðið þegar gesti ber að garði? Steikarsettið er mjög veigamikið og sömu- leiðis ostaskerinn. Boda Nova kostar frá 875 krón- um. Boda Line hnífapör Þetta eru Line hnífapörin sem eru í stíl við línuna í matar- og kaffistelli og glösum. Þetta eru afar smart hnífapör á borði og sóma sér vel, sérstaklega við Boda Line stellið. Hnífapörin kosta frá 275 krónum. Hjá KOSTA BODA er mjög mikið úrval af alls kyns hnífapörum, bæði ódýrum og aftur í dýrari kantinum. Þú ættir því örugglega að finna eitt- hvað við þitt hæfi. Jólaóróar Þetta eru nýir jólaóróar frá KOSTA BODA. Þeir eru mjög fallegir og skemmtilegir til gjafa eða til að kaupa handa sjálfum sér til að skreyta hjá sér fyrir jólin. Þeir eru líka á mjög góðu verði. Jólaóróana má jafn- vel hengja á jólatréð ef maður vill en líkast til eru þeir skemmtilegastir í glugga. Verð 295 krónur. Fyrir heita rétti Þessar fallegu skálar eru allar úr eldföstu gleri og með korkmottu undir. Skálarnar má því nota undir hvers kyns heita rétti eða salat eftir því sem hentar hverju sinni. Einnig fást i stíl kaffiglös undir írskt kaffi. Skálarnar eru til í mörgum stærðum og gerðum, með háum skálum og lágum. Verð frá 1056 krónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.