Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 32
72 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Jólapostulín Fizzlerpottar Gamaldags furukistill Þetta fallega jólapostulín, eins og það er kallað í BÚSÁHÖLDUM OG GJAFAVÖRUM í Glæsibæ, er sannkölluð súkkulaðisería. Stellið er með fallegu jóla- munstri og á einstaklega hagstæðu verði. Bollar kosta 145 krónur, kökudiskar 145 krónur, konfektskálar 135 krónur og ávaxtaskál 295 krónur. Einnig fæst kanna undir jólasúkkulaðidrykkinn og kostar hún 995 krón- ur. Verslunin sendir hvert á land sem er og síminn er 686440. Þeir hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt, Fizzlerpott- arnir sem fást í BÚSAHÖLDUM OG GJAFAVÖRUM, Glæsibæ, sími 686440. Þetta er sérstök v-þýsk gæða- vara með þreföldum hitaleiðarabotni og eldföstum höldum. Til eru átta gerðir af pottum og einnig pönn- ur. Ef þú vilt elda góðan mat í góðum pottum, sem auk þess spara rafmagnið, er enginn vafi að það heppnast með Fizzler. Hann er reyndar til margra hluta nytsamlegur, furu- kistillinn sem fæst í BÚSÁHÖLDUM OG'GJAFA- VÖRUM, Glæsibæ, sími 686440. Þú getur sett í hann hannyrðadót, leikföng eða hvað annað sem þú vilt geyma á einum stað og finna þegar þú þarft á að halda. Furukistillinn er lakkaður og kostar 3.450 krón- ur. Á hliðunum eru snærishankar. Ódýrar hitakönnur Þessar fallegu hitakönnur fást í versluninni BÚSÁ- HÖLD OG GJAFAVÖRUR, Glæsibæ, sími 686440. Þær eru bæði góðar og á mjög góðu verði, 1.495 krónur. Hítakönnurnar eru til rauðar, svartar, hvítar og úr stáli. Þær henta jafnt á heimilum yngra fólksins sem þess eldra. Ódýrt matar- og kaffisteli Þeir geta sannarlega montað sig af góðu verði í versluninni BÚSÁHÖLD OG GJAFAVÖRUR í Glæsibæ. Þetta stell á myndinni er til alhvítt, hvítt með rauðri rönd, hvítt með svartri rönd og hvítt með grárri rönd. Þetta er mjög vinsælt stell og matarstellið kostar aðeins 6.795 krónur og kaffistellið aðeins 3.730 krónur. Dömugjafavörur Hér á myndinni má sjá sýnishorn af gjafavörum fyr- ir dömur og býður SNYRTIVÖRUDEILD SS í Glæsibæ, sími 685170, þær til sölu. Gjafakassi frá Jardin kostar 1.187 krónur, Cartier, 50 ml spray, 2.755 krónur og snyrtitöskur 581 og 1.471 krónur. Þetta eru allt mjög góðar gjafir og SS er einnig með marg- ar aórar skemmtilegar vörur til gjafa. Jólasokkarog sokkabuxur Hér á myndinni má sjá stóra dúkku og litla Sindy- dúkku en báðar eru þær klæddar jólasokkabuxum frá leikfangaversluninni UNDRALANDI, Glæsibæ, sími 681640. Þar er mikið úrval af jólafötum á dúkk- urnar og einnig jólasokkar í mörgum litum. Að sjálf- sögðu er einnig hægt að fá allan annan klæðnað á dúkkurnar og svo auðvitað mikið úrval af skemmtileg- um leikföngum. Sokkarnir og sokkabuxurnar eru þó dálítið sérstakt. Fyrir herrana Já, það er ekki bara hugsað um dömurnar í SNYRTi- VÖRUDEILD SS I Glæsibæ, sími 685170, heldur einnig herrana. Þar er til fjölbreytt úrval af herrasnyrti- vörum og má á myndinni sjá frábært toilette spray frá Karli Lagerfield á 2.255 krónur, gjafakassa frá Care með rakspíra og svitasprayi á 775 krónur og loks snyrtitösku sem kostar aðeins 709 krónur - góð- ir kostir' þegar kaupa þarf fyrir herra. Hér á myndinni eru Kodakmyndavélar sem fást hjá HANS PETERSEN, Glæsibæ, sími 82590. Þeim fylgja rafhlöður og filma og allt er þetta í sérstökum gjafa- kössum. Þær kosta 2.900, 3.900 og 10.400 krónur og sú síðastnefnda er alsjálfvirk. Töskur fyrir aftan kosta 540 og 370 krónur. Það er alltaf gott að eiga góða tösku fyrir myndavél- ina sína, þæði til að geyma hana í og einnig til að ferðast með. Hjá HANS PETERSEN í Glæsibæ, sími 82590, er geysilega mikið úrval af öllum mögulegum myndavélatöskum á allt frá 390-2.600 kr. Þær þykja bæði vandaðar og einnig á mjög góðu verði. Ef þú vilt gefa góða gjöf þeim sem hafa einhvern Ijós- myndaáhuga þá er hugmyndin komin. Þær segja það í MADAM í Glæsibæ, sími 83210, að þær eigi náttkjóla og sloppa í öllum gerðum: venju- lega, óvenjulega, þunna, þykka, stutta og síða. Það þarf bara að nefna það. A myndinni eru glæsilegur náttkjóll, sem kostar 1.690 krónur, og „baby doll" náttföt á 1.490 krónur. Einnig eru til slíkir samfesting- ar sem mjög eru í tísku núna. Þá er mikið úrval af fallegum náttsloppum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.