Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 44
84 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Fyrir heimilið Hjálparkokkurinn Franskir lampar Þaö er alltaf gott að gefa nytsama hluti til heimilis- ins í jólagjöf. Hér bendum við á nokkra hluti sem fást hjá HEKLU, Laugavegi 170, sími 695500. Gufu- straujárn eins og er á myndinni kostar 2.910 krónur en þau kosta frá 2.725 krónum. Þá er það rafmagns- hnífur sem mjög gott er að eiga þegar skera þarf niður soðið kjöt, álegg eða hvað sem er. Hann kostar 2.225 krónur. Loks er það rafmagnsupptakari sem kostar 1.910 krónur. Allt eru þetta hinar viðurkenndu Gener- al Electric vörur. Hún er reyndar fyrir löngu búin að sanna getu sína, Kenwood hrærivéíin, þessi aflmikla. Henni fylgir lok yfir hrærivélarskálina, hnoðari, þeytari og hrærari og hún kostar 11.875 krónur. Það er HEKLA, Laugavegi 170, sími 695500, sem selur Kenwood vélina. Einnig fæstfrábær handþeytari frá Kenwood á 1.985 krónur. Það er orðið nokkuð síðan HEKLA, Laugavegi 170, sími 695500, hóf að selja hina vönduðu frönsku lampa og hafa þeir notið mikilla vinsælda, sérstaklega hjá fólki sem gerir miklar kröfur. Lamparnir á mynd- inni eru mjög sérstakir með svörtum fótum en Ijósum skermum. Þeir kosta 5.200 krónur og 6.300 krónur. Pólerað stál frá Frakklandi Þetta glæsilega stál, sem hér sést á myndinni, er aðeins brot af öllu því úrvali sem verslunin HEKLA, Laugavegi 170, sími 695500, býður. Þetta er franskt pólerað stál sem ekki fellur á og má setja í ofn. í þessu merki eru fáanleg föt, diskar og skálar í öllum mögulegum gerðum og stærðum. Á myndinni er skál með loki sem kostar 5.955 krónur og diskur sem kostar 2.925 krónur. Kenwood gourmeat Það hefur eiginlega ekki ennþá fundist neitt gott íslenskt nafn yfir þessar vélar sem nota má sem hræri- vél, hakkavél, hnoðara, rífara og saxara eða hvað allt það nefnist. Þetta er Kenwood gourmeat sem er til í tveimur útgáfum og kostar með öllum fylgihlutum 5.300 og 6.195 krónur. Vélin fæst í HEKLU, Lauga- vegi 170, sími 695500. Franskir pottar Nú á tímum sparnaðar er gott að eiga góða potta sem spara rafmagnið. Þessir steypujárnspottar, sem fást hjá HEKLU, Laugavegi 170, sími 695500, eru ekki bara nytsamlegir og góðir heldur einnig bráð- fallegir. Þeir eru til gulir, rauðir og svartir og kosta þessir á myndinni 1.610 krónur, 2.150 krónur og 2.870 krónur. Góðar gjafir á herrann Hér koma vandaðar og klassískar gjafir handa herramanninum og fást þær í HERRADEILD P & Ó, Austurstræti 14, sími 12345. Þetta eru bráðfallegir leðurhanskar úr mjúku og góðu skinni sem kosta 1.985 krónur, treflar úr ekta lambsull á aðeins 860 krónur og húf- ur sem kosta ca 1.500 krónur. Bæði húfurnar og treflarnir eru til í mörgum fallegum litum. Fallegar skyrt- ur Nýlega tóku nýir eigend- ur við HERRADEILD P & Ó, Austurstræti 14, sími 12345, og bjóða þeir einungis upp á vandaða og góða vöru. Á myndinni er hvít Van Hausen spari- skyrta sem kostar 1.590 krónur, bindi sem kostar 690 krónur, einnig er til alsilkibindi á 1.590 krónur, þá er smókingskyrta sem kostar 2.290 krónur. Þær eru til í fimm gerðum, bæði hvítar og misiitar. Svarti klúturinn kostar 495 krón- ur og slaufan 595 krónur. RBADEILD Lloyd skórnir hjá P & Ó Allt frá hatti oní skó, segja þeir hjá HERRADEILD P & Ó. Það eru engar ýkjur því mikið úrval er af skóm hjá þeim og það allt saman fínir og vandaðir herra- skór frá hinu vel þekkta Lloyd-fyrirtæki. Á myndinni eru nokkur sýnishorn en skórnir kosta, frá vinstri tal- ið: 5.390, 4.900, 7.490 og 5.900 krónur. Þeir sem vilja ganga í fínu leðri ættu að reyna þessa. Náttföt og náttserkir Alltaf eru náttföt vinsæl jólagjöf, sérstaklega handa pabba og afa. Reyndar eru komin á markaðinn nátt- föt sem ungu mennirnir myndu ekki síður vilja sofa í, til dæmis náttserkirnir sem hafa verið mjög vinsælir. Þeir kosta 2.250 krónur. Frá vinstri eru náttföt sem eru einlit og kosta 1.890 krónur og þá náttföt frá Schiesser sem eru munstraður jakki og einlitar buxur og kosta þau 3.980 krónur. Náttfötin fást líka hjá HERRADEILD P & Ó, Austurstræti 14, sími 12345. Vandaðar peysur Á þessari mynd má sjá fallegar peysur sem yrðu áreiðanlega vel þegin jólagjöf hjá herranum. Það er einlit peysa frá Bayford sem kostar 3.290 krónur, þá röndótt skyrta sem kostar 1.790 krónur, munstruð peysa, Schiesser, sem kostar 4.660 krónur og einlit Schiesser skyrta sem kostar 2.490 krónur. Þetta fæst auðvitað allt hjá HERRADEILD P&Ó, Austurstræti 14, sími 12345. Melka ullar- úlpa Þessi ungi maður klæðist mittisullarúlpu frá HERRA- DEILD P&Ó, Austur- stræti 14, sími 12345. Þetta er mjög smart úlpa sem einnig er bæði létt og hlý. Hún kostar 5.800 krónur og er aðeins ein af mörgum gerðum. Einnig er til mikið af fallegum stökum jökkum. Flauels- buxurnar, sem herramað- urinn klæðist, eru grófriffl- aðar og kosta 3.500 krónur. Einnig eru til dýrari flauelsbuxur, sérlega van- daðar, fyrir þá sem gera kröfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.