Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 48
88
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Canon AF-35-MII
Þetta er myndavélin handa þeim sem ekki eru mjög
kunnugir myndavélum. Allir geta tekið frábærar
myndir á þessa vél og hún er sjálfvirk að öllu leyti -
aðeins að smella af þegar myndin er tekin. Canon
AF-35 Mll kostar 16.046 krónur hjá TÝLI, Austur-
stræti 3, sími 10966. Einnig eru fáanlegar svipaðar
vélar frá 7.300 krónum.
Sænskt matar- og kaffistell
Þetta fallega stell er hvítt með ekta gyllingu og því
tilvaliðsem sparistell. Matardiskurinn kostar 949 krón-
ur, súpudiskurinn 925 krónur, sósukannan er á diski
og kostar 2.399 krónur, fatið 2.479 krónur og bolli
og undirskál 897 krónur. Stellið fæst hjá ÁLAFOSS-
BÚÐINNI, Vesturgötu 2, sími 13404.
Þýsk kristalsglös
Það eru alveg heil ósköp til af glösum í gjafavöru-
deild ÁLAFOSSBÚÐAFSINNAFt, Vesturgötu 2, sími
13404. Þetta eru þýsk kristalsglös á mjög góðu verði.
Rauðvínsglas kostar 239 krónur, hvítvínsglas 227
krónur, staup 235 krónur, koníaksglas 231 krónu og
karafla 2.284 krónur.
Hefilbekkur og verkfæri
í hinni rótgrónu verslun, BRYNJU, Laugavegi 29,
sími 24320, fást hinir vönduðu Sjöbergs hefilbekkir,
eins og til dæmis þessi á myndinni sem kostar 19.900
krónur. Einnig er þar mikið úrval af öðrum nytsömum
jólagjöfum eins og verkfæratöskum sem kosta
520-1.250 krónur. Borvél, Black og Decker, fæst á
5.715 krónur, brennisett á 1.360 krónur og útskurðar-
sett á 2.085 krónur.
Snoopy reikningskennarinn
Þessi litla leiktölva frá Canon leggur reikningsdæmi
fyrir börnin. Ef þau svara rangt gefur tölvan svarið.
Dæmin eru samlagning, frádráttur, margföldun, deil-
ing og eru bæði létt og þung eftir óskum þess sem
spilar. Einnig eru í henni leikir með tölur. Svo er auð-
vitað hægt að nota hana sem venjulega reikningstölvu
þegar óskað er. Snoopy reikningskennarinn er á jólat-
ilboðsverði hjá MAGNA, Laugavegi 15, sími 23011,
aðeins 1.495 krónur.
Canon T-50
Canon myndavélarnar eru með vinsælustu og bestu
myndavélum sem völ er á. Myndavélin er sjálfvirk að
flestu eða öllu leyti og hefur meðal annars sjálfvirkan
fókus. Canon T-50 reflexvél kostar frá 22.000 krón-
um. Það þarf engan snilling á Canon, það verða allir
snillingar með þeim. Canon vélarnar fást hjá TÝLI,
Austurstræti 3, sími 10966.
Smíðajárn frá Austurríki
í ÁLAFOSSBÚÐINNI, Vesturgötu 2, sími 13404,
er mikið úrval af austurrísku smíðajárni. Skeifa með
sex staupum er til dæmis upplögð jólagjöf handa
hestamanninum en hún kostar 2.118 krónur. Smíða-
járnsbrauðkarfa, sem salt- og piparstaukar fylgja,
kostar 1.872 krónur. Margir aðrir sérstakir munir úr
smiðajárni, sem margir ættu að hafa gaman af, eru
til sölu þarna.
Spennandi ieikspil
Af þeim tugum leikspila sem fást hjá MAGNA,
Laugavegi 15, sími 23011, eru þrjú fjölskylduspil sem
hafa slegið í gegn. Cluedo, morðgáta í stíl Ágöthu
Christie, kostar 1.090 krónur, Scotland Yard, frábært
leynilögregluspil, 1.090 krónur, og Top Secret, vin-
sælt spil um njósnir, 990 krónur. Öll spilin eru með
íslenskum leiðarvísum og eru tilvaldar gjafir fyrir fólk
frá níu ára upp í nírætt.
Canon Af-35J
Hér er ein enn frábær Canon vél og alsjálfvirk eins
og hinar. Þetta eru nettar vélar og fara mjög vel í
vasa. Þeir segja að þessi vél henti vel handa mömmu,
pabba, ömmu, afa og krökkunum vegna þess að það
geta allir tekið góðar myndir á hana. Reyndar á ekki
að vera hægt að fá slæma mynd úr slíkum vélum.
Þessi kostar 10.324 krónur hjá TÝLI, Austurstræti 3,
sími 10966.
Arzberg stell
í gjafavörudeild ÁLAFOSSBÚÐARINNAR fást hin
frábæru v-þýsku Arzberg stell sem svo margir eru að
safna. Þau eru til í mörgum gerðum og hafa notið
mikilla vinsælda, sérstaklega hjá unga fólkinu. Á
myndinni er eitt stellið en við tókum sýnishorn úr því
og er það kaffikanna sem kostar 1.631 krónu, hitari
sem kostar 1.152 krónur, bolli og undirskál kosta 470
krónur og kökudiskur 183 krónur. Uppl. um Arzberg
fást í Álafossbúðinni, Vesturgötu 2, sími 13404.
Tölvuspil hjá Magna
Þau eru loksins fáanleg aftur HJÁ MAGNA, Lauga-
vegi 1 5, sími 23011, borðspilin frá Nintendo í þremur
gerðum, Donkey Kong jr„ Stjáni blái (Popeye) og
Snoopy, allt á 2.500 krónur. Litlu, vinsælu tölvuspilin
eru væntanleg fyrir jól. Einnig er til mikið úrval tölvu-
leikja á Spectrum, Commodore, Amstrad, MSX og
ATÁRI. Allt eru þetta vinsælar jólagjafir hjá krökkum,
bæði strákum og stelpum.
HERMANN JÓNSSON, Veltusundi 3b, sími 13014,
hefur reiðinnar býsn af góðum úrum á boðstólum,
hvort sem leitað er að ódýru eða dýru, kven- eða
herraúri. Á myndinni eru, frá vinstri, Orient kvenúr á
6.724 krónur, Citizen á 9.699 krónur, Orient herraúr
á 10.500 krónur og Citizen á 9.298 krónur en það
er þynnsta úrið sem framleitt er með vekjara. Einnig
fæst mikið úrval af klukkum og skartgripum.
Kvenúr-herraúr