Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Fréttir Getum ekki haldið vígaferíunum áfram - sagði Sverrir Hermannsson á afar fjölmennum fundi í Sjallanum í gærkvöldi Benedikt gagnrýndi embættismenn ráðuneytisins í Reykjavik. Kvaðst hann halda að þetta væri barátta milli tveggja deilda ráðherra, þ.e. norðanmanna og ráðuneytisins. Sverrir Hermannsson styddi ráðuneytið í þessari baráttu. Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: „Þið haldið kannski að ég muni ekki taka sönsum. Það er meira í framkomu minni, held ég. Ég vil leita sátta í þessu máli. Við getum ekki haldið vígaferlum á£ram,“ sagði Sverrir Hermannsson eftir miðnætt- ið á almennum fundi sínum í Sjallan- um í gærkvöldi. Troðfullt var í Sjallanum. Giskað var á að um 1000 manns hefðu mætt á fundinn og var þéttsetið bæði uppi og niðri. Sverrir þakkaði þessa af- bragðs fundarsókn. Gunnar Ragnars fundarstjóri sagði að það ætti eftir að sjá hvort Ríó-tríó og Fats Domino myndu fá fleiri gesti í Sjallann held- ur en Sverrir. Gríðarleg spenna var í loftinu í Sjallanum og Ijóst að kennarar í umdæminu létu sig ekki vanta. Flestir þeirra voru greinilega á móti Sverri. En þama var líka sjálfstæðis- fólk mætt sem studdi við bakið á honum. Sverrir hóf ræðu sína á þvi að tala um embættismannakerfið og sagði: „Ég hef sagt það áður að mér þyki embættismenn of valdamiklir. Stjómmálamenn hafa veitt þeim vald, sem þeim sjálfum ber að fara með.“ Sverrir minntist á fjarlægðar- stjómun svokallaða úti á lands- byggðinni: „Fjarlægðarstjómun ferst ekki vel úr hendi. En í skjóli fjarlægðarstjórnar geta embættis- menn úti á landsbyggðinni varpað fjámiálalegri ábyrgð fyrir borð og sagt: Ríkið borgar! Óg Sverrir bætti við: „Nú, fólk talar eins og enginn eigi að borga. Og þessi enginn er auðvitað ríkið sjálft." Hann minntist einnig á í ræðu sinni þegar hann kom til iðn- aðarráðuneytisins og tók á Rarik, Orkustofiiun og síðar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hann sagði um brottrekstur framkvæmdastjóra LÍN: „Ég ber ábyrgðina. Ég, í þessu tilviki, var skuldbundinn undirtyllu minni um 50 milljónir. Það má hver sem er segja að það hafi verið kaldr- analegt að ég gæti ekki haft slíkan mann í þjónustu minni.“ Þá minntist Sverrir á valddreif- ingu og kom inn á grunnskólalögin og fræðslustjóraembættin: „Það má náttúrlega enginn skilja það sem svo að við höfum verið að stofna stöður með átta fjármálaráðherrum víðs vegar um landið. Það stóð ekki til.“ Sverrir bætti við að fræðslustjóram- ir væru möndlar í fræðslukerfinu. „Parkinson gamb sprangar greini- lega þar um velli, því á tíu árum eru starfsmenn fræðsluskrifstofanna orðnir þrem fleiri en í sjálfu mennta- málaráðuneytinu, sem er þó fjöl- mennasta ráðuneytið.“ Sverrir sagði það standa skýrt í stjómarskránni að bannað væri að fara fram úr fjár- lögum. Eins væri varðandi þetta mál. Það kvæði skýrt á í gmnn- skólalögunum að ekki skyldi í einstökum verkefnum fara fram úr fjárlögum. Sturla Kristjánsson hefði farið fram úr fjárlögum „eða þeim lögum sem hann kallaði ólög,“ sagði Sverrir. Hann kvaðst hafa reynt mikið til að fá Sturlu til að breyta þessum starfsháttum sínum: „Það var eins og að klappa á steininn. 9. janúar fylltist mælirinn þó og á fundi sem var haldinn sagði Sturla að hann hefði tekið þá ákvörðun að slíta öllu sambandi við ráðherra. Skólaaksturinn var einnig tekinn fyrir: „Það væri hægt að segja marg- ar þorrablótssögur af skólaakstri," sagði Sverrir. Ráðherra var spurður að því hvers vegna hann hefði ekki verið við- staddur fundinn 9. janúar með Sturlu, þar sem mættu þau Knútur og Sólrún Jensdóttir í menntamála- ráðuneytinu. „Það hafði komið fram, að Sturla kvaðst óttast mig.“ Sverrir minntist síðan ó nafhgift- ina „hyski" sem hann hafði tekið sér í munn á Alþingi. „Mig munar ekk- ert um að biðjast afsökunar á því.“ Hann kvaðst ekki trúa öðru en að sættir næðust í fræðslustjóramálinu: „Aldrei veldur einn þá tveir deila.“ Fundarmenn klöppuðu þá ákaft en Sverrir bætti við: „Það er ástæðu- laust að klappa fyrir því nema þið séuð að klappa fyrir menntamála- ráðuneytinu." Sverrir Pálsson, skólastjóri gagn- fræðaskólans á Akureyri, sem er sjálfstæðismaður var mjög harðorð- ur í sinni ræðu, sagði að það yrði að krefjast þess að jafnt gengi yfir alla landsmenn í menntamálum. Hann sagði síðan: „Sverrir vill greinilega gera okkur öll að al- þýðubandalagsmönnum og hver veit nema honum takist það.“ Sverrir krafðist þess að ráðherra myndi ráða Sturlu aftur sem fræðslustjóra og vonaðist í því sambandi til þess að á fót yrði komið opinberri rannsókn. Trausti Þorsteinsson, skólastjóri á Dalvík, sem sæti á í fræðsluráði, kom næstur upp. Hann gagmýndi starfs- menn menntamálaráðuneytisins og sagði að þeir myndu ná völdum und- ir sig. „Brottvikning Sturlu hefur engan vanda leyst, heldur hefur hún skapað annan dýpri og meiri.“ Bárður Halldórsson menntaskóla- kennari var á öðru máli en Trausti og Sverrir Pálsson. Hann sagði að í grundvallaratriðum hefði mennta- málaráðherra farið rétt að. „Hans er rétturinn. Ég skora á mennta- málaráðherra að halda áffarn til- tektum í menntamálum.“ Benedikt Sigurðsson, skólastjóri Bamaskóla Akureyrar, sem mikið hefur komið inn í deiluna vegna þess að hann er talinn oddamaður „hyskisins" svokallaða, sagði varð- andi hyskisnafrúð: „þar var hlaðin stór byssa á lítinn fugl. Og ekki eyð- ir maður púðrinu á smáfugla þegar hlaðið er fyrir sel.“ Kópavogur: Ókeypis smokkar í nýlenduvöruverslun Smokkarnir i Brekkuvali kosta ekki neitt. Síðasti notkunardagur er í apríl. Bubbi syngur smokkalag „Við pöntuðum lag sem gæti unnið Eurovision," sgði Ólafur Ólafsson landlæknir um dægurlag sem Bubbi Morthens hefur nú sungið inn á hljómplötu og væntanlegt er á markað í byrjun næsta mánaðar. Höfundur lagsins er Valgeir Guðjónsson og í texta segir frá eyðni og hollustunni er fylgir notkun smokka. Lagasmíð þessi er liður í herferð embættis landlæknis gegn eyðni og með þessum hætti er stefht að því að ná til ungs fólks. Smokkalagið verður einnig tekið upp á myndband og er það von landlæknis að það nái miklum vinsældum. -EIR „ Handtak aldarmnar“ - Sverrir og Þráinn Þórisson heilsuðust innilega í morgun Jón G. Haukssan, DV, Akureyri. Klukkan 9.15 í morgun gekk Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs Norð- urlandsumdæmis eystra, ásamt öðrum fræðsluráðsmönnum, á fund Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra á KEA. Tókust þeir Sverrir og Þráinn vel og innilega í hendur þegar þeir hittust. „Þetta er handtak aldarinn- ar,“ sagði Sverrir þá en sem kunnugt er hefur andað heldur köldu milli þess- ara tveggja frá því að fræðslustjóra- deilan hófst. Að þessu loknu hófst fundur menntamálaráðherra með fræðslu- ráði. Stóð hann yfir þegar blaðið fór í prentun. „Smokkar hafa verið allt of mikið feimnismál. Ég vil leggja mitt af mörkum í baráttunni gegn eyðni," sagði Skæringur Siguijónsson, kaupmaður í Brekkuvali í Kópa- vogi, en hann býður viðskiptavinum sínum upp á ókeypis smokka frá og með deginum í dag. „Ég fékk lager af smokkum til umráða og ætla að gefa þá á meðan birgðir endast. Gall inn er bara sá að þeir renna út í apríl, þá er síðasti notkunardagur." Skæringur var reyndar fyrsti kaupmaðurinn á íslandi, að apóte- kurum undanskildum, sem hóf sölu á smokkum í verslun sinni. Það var um mitt sumar 1985 og mældist við- leitni hans vel fyrir hjá flestum. Þrátt fyrir gjafasmokkana selur Skemmtistaðurinn Kreml við Aust> urvöll hefur verið seldur og voru það Birgir V. Halldórsson og öm Karlsson sem keyptu hann. Unnið hefur verið að breytingum á staðnum að undanf- ömu og munu nýju eigendumir opna hann formlega í sínu nafhi annað kvöld. „Við munum ömgglega skipta um nafn á staðnum og skipta um starfslið til að fá nýja ímynd á hann,“ sagði Birgir V. Halldórsson, annar af nýju DV-mynd GVA Skæringur enn aðrar gerðir smokka og reynir að stilla verði í hóf: „Ég er ekki með neina álagningu á þeim smokkum, aðeins söluskatt. Ég kemst ekki hjá því, annars yrði ég settur í fangelsi. Sex smokkar í eigendunum, í samtali við DV en hann rekur veitingastaðinn Hauk í homi. Aðspurður hvaða breytingar yrðu gerðar á Kreml sagði hann að þeir hefðu málað staðinn í mildari litum og breytt lýsingunni innandyra. „Er staðnum var breytt úr Óðali í Kreml var sérstaklega vandað til innréttinga og við höfum breytt lýsingunni til að ná þessu betur fram.“ Aðrar breytingar í rekstrinum verða að staðurinn verður opinn öll kvöld pakka kosta 70 krónur en ég ætla að reyna að fá meira af hinni gerð- inni til að geta haldið áfram að vera með þá ókeypis," sagði Skæringur kaupmaður í Kópavogi. vikunnar og mun ekkert kosta inn á virkum dögum, á þeim er ætlunin að keppa við krámar í miðbænum. Auk þess er áformað að fá skemmtikrafta, innlenda og erlenda, til að troða upp á staðnum. Birgir vildi ekki gefa upp kaupverð staðarins að svo stöddu en sagði að þeir Öm væm nokkuð ánægðir með verðið. -FRI Sjávamkurskákmótið: Kortsnoj vann Helga Viktor Kortsnoj fylgir enska stór- meistaranum Nigel Short eftir eins og skuggi á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. í 11. umferð, sem tefld var í gær, lagði hann Helga Ólafs- son að velli með harðfylgi. Tókst að kreista ffarn vinning í endatafli, þar sem hann hafði hrók, riddara og þrjú peð gegn hróki, riddara og tveim peð- um Helga. Þetta var önnur tapskák Helga í röð sem virðist nú heillum horfinn eftir annars ágæta byijun. Short vann júgóslavneska stórmeist- arann Ljubojevic í gær og er enn efstur. Hann nýtti sér umframpeð í riddaraendatafli til sigurs. Skák hans við Ljubojevic og skák Kortsnojs við Helga voru lengstu skákir umferðar- innar. Öðrum skákum lauk með jafhtefli, nema hvað Ulf Andersson hinn sænski vann Zapata. Andersson hefur þá unnið þijár skákir í röð og er í 3. sæti. Að loknum 11 umferðum hefur Short 8 14 v„ Kortsnoj hefur 7 v. og vænlega biðskák, Andersson hefur 7 v., Nogu- eiras 6V2 v. og biðskák, síðan kemur Miles með 614 v„ Sosonko með 6 v. og jafnir í 7.-9. sæti eru Helgi, Ljubojevic og Zapata með 5 v. f dag verður 12. umferð tefld og þá hefur Helgi hvítt gegn Andersson, Kortsnoj hefur hvítt gegn Flear og Short er hvítur gegn Nogueiras. -JLÁ -EIR Kreml skiptir um eigendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.