Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
5
Fréttir
Landlæknir hafnar hugmyndum borgarflæknis um mótefnamælingu:
Ekki glóra í að skylda
landsmenn í eyðnipróf
„Það er hvergi í heiminum talin
glóra í því að skylda almenning í
eyðnipróf. Ef það hins vegar ætti að
gera það hér á landi þyrfti lög frá
Alþingi og ég er mjög efins að þau
skiluðu árangri. Sjálfur myndi ég aldr-
ei taka þátt í að beita lögregluvaldi
til að fá fólk í mótefnamælingu," sagði
Ólafur Ólafsson landlæknir á frétta-
mannafundi er hann hélt i gær til að
kynna aðgerðir embættis síns í barát-
tunni gegn eyðni. Með orðum sínum
hafiiar landlæknir hugmjmdum Skúla
Johnen borgarlæknis sem lagt hefur
til að allir landsmenn á aldrinum 15-65
ára verði mótefiiamældir.
Kristján Erlendsson ónæmisfræð-
ingur, sem sat fréttamannafundinn, er
sömu skoðunar og landlæknir. Telur
hann að verja megi þeim 100 milljón-
um króna, er almenn móteíhamæling
kostar, betur á annan hátt: „Við erum
að leita að 300 manns sem sýktir eru
af eyðni og í almennri mótefnamæl-
ingu myndum við líklega finna alla
aðra en þá sem við í raun erum að
leita að,“ sagði Kristján og leiddi þau
rök að skoðun sinni að sýktir einstakl-
ingar myndu einfaldlega ekki mæta í
mótefnamælingu. Benti hann á að
Vísindasjóður hefði aðeins fimmtung
Siglufjörður:
Bjötgunar-
sveHin
hættkomin
Guðrrumdur Davíðœan, SV, Sigiufirðt
Björgunarsveitin Strákar á Si-
glufirði var hætt komin síðastlið-
inn laugardag. Björgimarsveitar-
menn voru þá á leið til Hofeóss til
samæfingar með bj örgunarsveitum
Sauðárkróks, Hofeóss og flug-
björgunarsveitinni í Varmahlíð.
Hvöss suðaustanátt var á.
Skömmu áður en komið var á
Sauðanesafleggjara skall á snörp
vindhviða sem sleit kerru aftan úr
björgunarsveitarbílnum og feykti
henni alla leið ofan í fjöru. Á kerr-
unni var nýlegur Polaris-vélsleði,
sem gjöreyðilagðist, svo og kerran.
Var það mál björgunarsveitar-
manna að bíllinn hefði farið sömu
leið hefði ekki verið annar vélsleði
aftan í honum sem þyngdi hann.
Þess má geta að í hvössustu vind-
hviðunum mældist vindhraðinn
aUt upp í 80 hnúta.
Hvalbátamálið:
Rætt um framsal
í dómsmálaráðuneytinu hefur
verið haldinn fundur með öllum
aðilum sem tengdust hvalbátamál-
inu svokallaða. Á fundi þessum var
farið yfir stöðuna og spáð í fram-
haldið, m.a. var rætt um hugsan-
legt framsal þeirra Sea Sepherd
manna sem taldir eru hafa sökkt
Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkur-
höfn.
Á fund þennan mættu fulltrúar
dómsmálaráðuneytisins, utanrík-
isráðuneytisins, sjávarútvegsráðu-
neytisins, rannsóknarlögreglu
ríkisins og ríkissaksóknara. Þor-
steinn Geirsson ráðuneytisstjóri
dómsmálaráðuneytisins varðist
allra frétta af fundinum er DV
hafði samband við hann og vildi
ekki segja hvort einhverjar
ákvarðanir hefðu verið teknar.
Skýrsla RLR um þetta mál mun
nú að mestu vera tilbúin en hún
var ekki lögð fram á fundi þessum.
-FRI
þeirrar upphæðar, er mótefhamæling
kostaði, til umráða.
„Ég held að þessir menn telji að
umræðan um mótefnamælinguna
varpi skugga á smokkaáróðurinn sem
þeir standa nú fyrir. En það er mis-
skilningur. Mótefriamælingin, eins og
ég hugsa hana, yrði aðeins viðbót við
aðrar aðgerðir sem í gangi eru til vam-
ar eyðni,“ sagði Skúli Johnsen er hann
frétti um afetöðu landlæknis. „Ef al-
menn mótefnamæling er gagnslaus þá
veit ég ekki hvað er til ráða. Ég er
sannfærður um að töluverður hluti
hinna smituðu myndu fá vitneskju um
smit sitt í slíkri mótefnamælingu og
slíkt hægir að sjálfsögðu á útbreiðslu
sjúkdómsins."
Skúli Johnsen var sammála land-
lækni um að ekki kæmi til greina að
skylda almenning í eyðnipróf: „Ég sé
heldur ekki að það sé nauðsynlegt.
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar DV þá hafa um 85 prósent
landsmanna þegar lýst sig reiðubúna
til að gangast undir mótefhamælingu
og það er töluvert," sagði Skúli John-
sen. -EIR
IMISSAN
SUNNY
SIGURHATIÐ
Sunny er glæsilegasti sigur Nissan til þessa, enda hefur Sunny
fengið stórkostlegar móttökur um allan heim.
Sunny 4ra dyra.
Sunny 5 dyra.
Sunny 3]a dyra.
Munum sýna flestar geröir af Sunny á ísafiröi og í Reykjavik
á laugardag og sunnudag kl. 14.-17.
Reykjavík: Ingvar Helgason h/f,
Melavelli v/Rauðagerdi.
ísafirði: við Hótel ísafjörð.
Reykvíkingar, komið og fáið kaffi og bragðið á Myllukökum.
Dæmi úr okkar Sunny verðlista.
NISSAN SUNNY H/B LX1.0.5 dyra. 4 gira....................................346.000,-
NISSAN SUNNY H/B LX 1.3,5 dyra, 5 gira...................................371.000,-
NISSAN SUNNY H/B SLX1.5,3 dyra, 5 gíra...................................402.000,-
NISSAN SUNNY H/B SLX1.5. B dyra, 5 gira.................................407.000,-
NISSAN SUNNY H/B SLX1.5.3 dyra, 5 gira, m. vökvastýri....................421.000,-
NISSAN SUNNY H/B SLX1.5,5 dyra, 5 gira, m. vökvastýri....................224.000,-
NISSAN SUNNY H/B SLX1.5,5 dyra, sjálfsk..................................437.000,-
NISSAN SUNNY H/B SLX1.5,5 dyra, sjálfsk.. m. vökvastýri..................452.000,-
TÖKUM FLESTA NOTAÐA BÍLA UPP I NÝJA.
NISSAN SUNNY SEDAN U 1.3.4 dyra, 5 gira..................................366.000,-
NISSAN SUNNY SEDAN SLX1.5.4 dyra, 5 gira.................................403.000,-
NISSAN SUNNYSEDANSLX1.5,4dyra. 5gira, m. vökvastýri.......................421.000,-
NISSAN SUNNY SEDAN SLX1.5.4 dyra. sjálfskiptur............................434.000.
NISSAN SUNNY SEDAN SU1.5.4 dyra. sjálfskiptur. m. vökvastýri.............448.000,-
NISSAN SUNNY WAGON LX 1.5.5 gira......................................... 435.000,-
NISSAN SUNNY COUPE SLX1.5.5 gira......................................... 476.000,-
INGVAR HELGASON HF
Rauðagerði, sími 33560.