Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. 4^ Sviðsljós Madonna heiðruð Hin blíðlynda Madonna vann tónlistarverðlaunin amer- ísku fyrir besta popprokkmyndbandið úr herbúðum kvenna. Þetta er í fjórtánda skipti sem verðlaunin eru veitt og athygli vakti að Madonna sætti sig furðanlega við nærveru ljósmyndara á staðnum, jafnvel stillti sér upp fyrir sína fornu féndur og sést árangurinn á með- fylgjandi Reutersmynd. Bjargar lögfræð- ingurinn í horn? Rollingurinn Mick Jagger sést hér leita ráða hjá lögfræð- ingnum Elliot Mottley á Barbados eftir að ljóst var að yfirvöld á eyjunni mundu gefa út ákæru á hendur sambýl- iskonu hans og barnsmóður - Jerry Hall. Hún verður látin svara til saka fyrir fíkniefnasmygl og nú eru allar klær hafðar úti til þess að finna rétta lagakrókinn út úr vandanum. Dolly í Ástralíu Kántrísöngkonan Dolly Parton er nú í Ástralíu á hljóm- leikaferð. Bomban hefur sjaldan litið betur út eins og sjá má á þessari Reutersmynd sem tekin var í Bretlandi þeg- ar hún fór þar um síðastliðinn sunnudag - á leið sinni í land andfætlinganna. Jerry Hall handtekin Fyrirsætan fagra og sambýliskona Rollingsins Micks Jagger- Jerry Hall - sést hér yfirgefa lögreglustöðina í Holeston á eyjunni Barbados eftir að hún var handtekin fyrir fíkniefnasmygl síðastliðinn þriðjudag. Á henni fannst allnokkurt magn af marijuana. Ölyginn sagði... Michael J. Fox glæðír vonir smávöxnu strá- kanna um heim allan. Þrátt fyrir að hann verði að teljast óvenjustuttur í annan end- ann hlaut Mikki samt fyrsta sætið í skoðanakönnun meðal nemenda í Vestur- heimi. Spurt var um uppá- haldsmanngerðina og reyndist hann langhlut- skarpastur - Di varð númer tvö og Mæamilöggan Don „I, hafnaði í þriðja sætinu. Margur er knár þótt hann sé smár segir einhvers staðar og sannast eftirminnilega á mínístjörnunni. Rudolf Nurejev sýndi að hann er ekki alveg skaplaus þegar dansarinn var á ferð fluleiðis nýlega. Ballettséníið reiddist yfir sætaúthlutun á þeim eðla sagaklassa og stappaði nið- ur fótunum sem best hann gat. Þegar ekkert úrvalssæti losnaði samt þrátt fyrir harð- ar aðgerðir henti kappinn saltmöndlum yfir hefðardúll- urnar í betri sætunum og varð ekki vinsælasti maður- inn á staðnum fyrir bragðið. Samantha Fox fékk ekki heitustu óskina uppfyllta á síðasta ári. Það var ökuskírteini en bomban heldur áfram að falla á próf- inu með miklum tilþrifum. Þetta er í sjöunda skiptið sem fallistinn berst í bökkum og velta menn því fyrir sér hvað geti valdið. Einna helst er að álykta að vaxtarlagið byrgi kvensunni sýn og fátt við því að gera nema ráða einkabílstjóra í framtíðar- stöðu svo Samantha fari ferða sinna óheft af ytri að- stæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.