Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfomnaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblaö 60 kr. Skyldusparnaður úreltur Skyldusparnaður ungmenna hefur verið í gildi í þrjá áratugi. Hann er úrelt fyrirbæri. Forsendur hans eru brostnar. í raun er verið að stela hluta fjárins af ung- mennunum. Þetta ber að afnema. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hef- ur borið fram tillögu til þingsályktunar um afnám skyldusparnaðar ungmenna. Hann segir margt satt og rétt í greinargerð tillögunnar. En í lok hennar slær út í fyrir honum. í tillögunni segir, að Alþingi skuli álykta að fela ríkis- stjórninni að leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um afnám skyldusparnaðar ungmenna í einu lagi eða í áföngum. I frumvarpinu verði byggt á þeirri forsendu, að ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs ríkisins skerðist ekki vegna þessarar ákvörðunar. Við undirbúning frum- varpsins verði kannað, hvort unnt sé að viðhalda möguleikum skyldusparnaðar með tengslum við hús- næðissparnaðarreikninga. Um ellefu þúsund ungmenni greiddu skyldusparnað á síðasta ári samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra. Lítum á, hvernig forsendur skyldusparnaðar unga fólksins eru brostnar. Tilgangur með skyldusparnaðin- um var að auka sparnað unga fólksins. Einnig skyldi því gert auðveldara að koma þaki yfir höfuðið. Ætlun laganna var, að ungu fólki yrði gert kleift að spara á góðum kjörum og betri en völ væri á í bankakerfmu, eins og Svavar segir. Tilgangurinn var einnig að opna fyrir sérstaka lánsmöguleika ungs fólks. Þá var auðvit- að einnig ætlunin að afla fjár í Byggingarsjóð ríkisins til lánveitinga vegna húsnæðiskaupa. Staðan er nú sú, að vextir af þessum sparnaði eru lægri en ungmennin gætu fengið í bönkum. Svavar seg- ir, að greiddir séu 3,5 prósent vextir ofan á verðtrygg- ingu skyldusparnaðarins. Hvarvetna í bönkum geta menn fengið mun betri kjör á sérstökum sparire.ikning- um. Þarna er verið að hafa fé af unga fólkinu. Réttmætt er, að það ráði því sjálft, hvernig það rástafar launum sínum. Vilji menn spara til einhvers tíma, svo sem með húsnæðiskaup í huga, getur fólkið gert það við betri kjör en hið opinbera býður skyldusparendum. Þá hefur það verið svo um langt árabil, að skyldusparnaðurinn hefur ekki veitt aðgang að lánum Húsnæðisstofnunar umfram aðra. Helztu forsendurnar eru úr sögunni, allar nema þær að útvega fé til Byggingarsjóðs ríkisins. Ekki er réttlæti að skattleggja ungt fólk og tekjulítið til þeirra hluta. Þetta hljóta þingmenn að skilja. Þeir ættu því að samþykkja tillögu Svavars. Leiðastur er sá hægagangur á framkvæmd, sem hann hugsar í slíku réttlætismáli. Svavar getur samt hugsað sér, að skyldusparnaðurinn verði felldur niður í einu skrefi um áramót. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir til að afla Byggingarsjóði ann- arra tekna, til dæmis með skyldusparnaði á hátekjur, eða sérstökum stóreignaskatti eða skatti á fyrirtæki eða með öðrum hætti með framlögum úr ríkissjóði. I þessu slær út í fyrir Svavari, einkum þegar hann talar um skyldusparnað á hátekjur. Þar yrði um upp- skrúfun tekjuskattsins að ræða, einmitt þegar rætt er að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur. Tekju- skatturinn er svo ranglátur, að hann á alveg að afnema. í reynd hefur skyldusparnaður á hátekjur, sem svo hef- ur verið kallaður, lent á miðlungstekjur. Ekki má hefja nýtt ranglæti, þótt réttlæti verði fullnægt á einu sviði. Haukur Helgason. Það leyndi sér ekki að sjálfstæðis- menn voru eitthvað miður sin á borgarstjómarfundinum sem af- greiddi fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar í síðustu viku. Borgarstjór- inn ekki undanskilinn. Ástæðan var augljós. Samstaða minnihlutans kom þeim í opna skjöldu. þeir höfðu ekki búist við þeim ským línum sem birtust í 70 breytingartillögum Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Samtaka um kvennalista. 70 sameiginlegum til- lögum. Fólk framar steinsteypu Eins og kunnugt er markast fjár- „Minnihlutaflokkarnir höfðu náð saman og komu fram sem sterkt afl.“ Ný samstaða - pólitískiir kostur hagsáætlun að stærstum hluta af föstum útgjöldum og tekjum. Oln- bogarýmið er takmarkað. Það er þó nógu stórt í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar til að grundvallarmun- ur á lífafstöðu borgarfulltrúa komi fram. Slíkur grundvallarmunur á hugmyndafræði kom glögglega í ljós í mismunandi viðhorfum Sjálfstæð- isflokksins annars vegar og lýðræð- isafianna hins vegar. Annars vegar vilji til að veita fjármagninu til þeirra sem helst þarfnast þess - hins vegar til að reisa minnisvarða um framkvæmdaglaða steypumenn. Málflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var ósannfær- andi þegar þeir mæltu gegn tillögum okkar. Rökin af skomasta skammti. Afgreiðslumáti á borð við „yfirboð" og „út í hött“ var þeim mun meira iðkaður og því jafnvel haldið fram að þessar „fáeinu" tillögur mörkuðu enga sérstöðu! Þann tóninn gaf borgarstjóri í upphafi og síðan blésu hans menn í sömu pípu. Þeir hafa eflaust haldið að þessu færi fólk að trúa ef nógu oft væri endurtekið. Þeir sem kynna sér fjárhagsáætlun meirihlutans og bera saman við áherslur lýðræðisaflanna í borgar- stjóm vita hins vegar betur. Við- brögð sjálfstæðismanna spegluðu taugatitring og ótta sem greip um sig þegar mönnum urðu ljós hin pólitísku tíðindi. Minnihlutaflokk- amir höfðu náð saman og komu fram sem sterkt afl. Pólitískur valkostur við steinsteypuofboð Sjálfstæðis- flokksins. Samstarfið skilar árangri Fljótlega eftir kosningar sýndu fulltrúar minnihlutans áhuga á sam- starfi sín á milli. Enda í fyllsta samræmi við vilja íhaldsandstæð- inga ef taka á mark á skoðanakönn- unum. Sameiginlegur málatilbúnað- ur hefur því verið uppi á teningnum frá í sumar og er reyndar búinn að skila nokkrum áþreifanlegum ár- angri. Sjálfstæðismenn hafa náttúr- lega ekki verið nógu „grand“ til að samþykkja tillögur okkar óbreyttar, þær hafa gengið aftur í nýjum bún- ingi. Þannig er nú að hefjast vinna við að samhæfa heimaþjónustu og leggja framtíðarlínur í málefnum aldraðra að frumkvæði minnihlut- ans. Einnig munu fleiri listamenn Kjallariim Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins njóta starfslauna borgarinnar frá og með þessu ári í kjölfar tillöguflutn- ings okkar. Við ákváðum að láta reyna enn betur á samstarfið við fjárhagsáætl- un. Þar koma pólitískar áherslur skýrast í ljós. Skemmst er frá því að segja að samstaðan svaraði björt- ustu vonum. Grundvallarágreiningur í milljónum Við fundum tugi og hundruð millj- óna sem við vorum sammála um að veija öðruvísi en sjálfstæðismenn. Þeir ætluðu að setja 60 milljónir í ráðhússjóð. Við töldum þær betur komnar í öldrunarsjóði. Þannig væru lagðir til hliðar peningar nú í góðærinu til að byggja þjónustu- íbúðir og/eða vistheimili fyrir aldr- aða næstu ár. 40 milljónir af þeim ríflega 60 sem Sjálfstæðisflokkurinn vill setja í bílahús vildum við heldur nota í þágu gamla fólksins, m.a. til að strax væri hægt að leysa vanda nokkurra þeirra einstaklinga sem skráðir eru á hneykslanlega langa biðlista. I óskilgreind lóða- og fasteigna- kaup voru ætlaðar fjárhæðir langt umfram það sem verið hefur. Þeir peningar fara eflaust í hús sem standa í veginum fyrir skipulags- draumum sjálfstæðismanna, eins og t.d. við Skúlagötuna. Tæpum 50 milljónum gátum við ráðstafað til byggingar dagvistarheimila og þar með tvöfaldað framlagið. Þeirra fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir að opnuð verði 89 ný pláss á árinu. I borginni bíða tvö þúsund böm eftir plássi. Valið milli bama og fjölskyldufólks eða óskilgreindra fasteignakaupa var auðvelt. í leiguíbúðir vildum við setja 24 milljónir umfram þær 20 sem fyrir vom. Hluti af því fé átti að renna í íbúðir með búseturéttarfyrirkomu- lagi. Þannig mætti áfram telja. Milljón- ir fundust í verkefnum sem í sjálfu sér em af hinu góða en við viljum slá á frest. Þau verða að bíða á með- an brýnni mál em í ólestri. Bíða á meðan gamalt fólk og böm em á hrakhólum í Reykjavík. Á meðan fólk getur ekki leyst húsnæðisvanda sinn. Bætt strætisvagnaþjónusta og hraðari uppbygging heilsugæslu- stöðva er líka ofar á forgangslista okkar. Sama er að segja um hús unga fólksins, ferðaþjónustu fatl- aðra og aukið öryggi gangandi vegfarenda. Og við viljum hverfa frá þeirri samdráttarstefnu sem leikið hefur Borgarbókasafhið grátt síð- ustu ár. 30 milljónir vildum við ætla sérstaklega til að mæta launahækk- unum í kjölfar endurmats á hefð- bundnum kvennastörfum. Það endurmat hefur ekki enn farið fram þrátt fyrir samhljóða samþykkt borgarstjómar fyrir tæpu ári. Þetta em nokkur þeirra atriða sem fulltrúar flokkanna fjögurra samein- uðust um og mörkuðu þar með skýra andstæðu við pólitík Sjálfstæðis- flokksins. Ábyrgar tillögur Það er misskilningur borgarstjóra að tillögur okkar hafi verið yfirboð og sprengt útgjaldaramma borgar- innar. Tillögur okkar em í fyllsta máta ábyrgar og hljóðuðu upp á 270 milljónir króna. Þar af tókum við rúmar 200 af útgjöldum sem við telj- um óþörf eða ótímabær en 66,5 milljónir fengust við raunhæfari áætlun um tekjur. Sjálfstæðismenn vanáætla aðstöðugjöld ef tekið er mið af spá um veltuaukningu milli ára. Og þeir gera ráð fyrir miklu minni fjölgun útsvarsgreiðenda en raunhæft er miðað við þróun síðustu ára. Þannig munu sjálfstæðismenn fá tugi milljóna til að ráðskast með umfram það sem fjárhagsáætlun tek- ur til. Eins og vænta mátti afgreiddu sjálfstæðismenn fjárhagsáætlun sína svo til óbreytta. Aðeins 2 tillögur okkar voru samþykktar. Sameiginlegir sjóðir okkar Reyk- víkinga verða því að miklu leyti nýttir í þágu minnisvarðapólitíkur sjálfstæðismanna en ekki þar sem mest er þörfin fyrir þá. En samstaða lýðræðisaflanna í borgarstjóm markar þáttaskil og gefur vonandi fyrirheit um betri byr fyrir félagsleg sjónarmið. Og þörfin fyrir slíkt er víðar en í Reykjavík. Kristín Á. Ólafsdóttir „Málflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins var ósannfærandi þegar þeir mæltu gegn tillögum okkar. Rökin af skomasta skammti. Afgreiðslumáti á borð við „yfirboð“ og „út í hött“ var þeim mun meira iðkaður og því jafnvel haldið fram að þessar „fáeinu“ tillögur mörkuðu enga sérstöðu!"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.