Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. 39 Fjörugur bænda- fundur á Höfn Jiília Imslaiid, DV, Hcfri; Bændafundur var haldinn í Mána- garði fyrr í þessum mánuði. Góð fundarsókn var og margt rætt. Beta Einarsdóttir flutti erindi um ferða- þjónustu og sölu minjagripa. Beta hefur safhað margs konar heimaunn- um munum um sýsluna og rekið minjagripasölu fyrir ferðafólk á sumr- in. Heimir Þór Gíslason ræddi um æskulýðsmál og unglingana í dag. Kristbjörg Guðmundsdóttir hrepp- stjóri talaði um tryggingar og gerði mjög góða grein fyrir þessum málum. Þar kom fram að mikið vantaði á að fólk vissi um rétt sinn í sambandi við tryggingar. Reynir Sigursteinsson, formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftfell- inga, ræddi fullvirðisrétt og fram- leiðslu bænda í sýslunni. Urðu á eftir mjög miklar umræður um þessi um- deildu mál. Páll Bjömsson sýslumaður útskýrði nýju sveitarstjómarlögin. Vom þau mikið rædd á eftir. í ljós kom að marg- ir vom ekki mjög hrifhir af þeim en sögðu þó einn og einn góðan þátt i þeim. Þingmennimir Egill, Hjörleifur, Halldór, Sverrir og Jón mættu á fund- inn. Hann stóð í 16 klukkustundir samtals þessa tvo daga og vom marg- ar ræður haldnar og mikið dmkkið af kaffi og meðlætinu. gerð góð skil. Það vom kvenfélagskonur úr Nesj- um sem sáu um veitingamar. Ýmislegt fróðlegt kom fram á bændafundinum á Höfn þar sem þessi mynd var tekin. DV-mynd Ragnar Imsland Fréttir Varnarmaður „Folanna", Steve Foley, sækir hér að einum af sóknarmönnum „Risanna", Joe Morris. Það er ekkert gefið eftir i þessari hörkuiþrótt enda eru menn brynjaðir í bak og fyrir. Símamynd/Reuter „Risarnir" sigruðu „Folana" - í úrslitaleik bandaríska fótboltans Um síðustu helgi lauk í Pasadena í Kalifomíu einum helsta íþróttavið- burði þeirra Bandaríkjamanna. Er þar að sjálfsögðu átt við „Super Bowl“ leikinn svokallaða en þar er leikið til úrslita í bandaríska fót- boltanum. Þessi leikur er svo mikill áhrifaþáttur í bandarísku þjóðlífi að nánast öll önnur starfsemi er sem lömuð á meðan á leiknum stendur. 101.500 áhorfendur fylgdust með leiknum á Rose Bowl leikvanginum en leiknum var sjónvarpað um öll Bandaríkin. Að þessu sinni léku „Risamir" frá New York (New York Giants) og „Folamir" frá Denver (Denver Broncos) til úrslita. „Risamir" sigr+uðu 39-20 og var sigur þeirra einkum þakkaður Phil Simms sem lék frábærlega sem leikstjómandi þeirra. Hinn 30 ára gamli Simms var síðan kosinn maður leiksins. Þetta var fyrsti titill „Risanna" í 30 ár. Leikurinn byrjaði mjög vel og var mikið skorað i upphafi. En heldur dofhaði yfir leiknum er á leið og þá var það hin sterka vöm „Risanna" sem gerði útslagið. -SMJ Þungt hljóð í bændunum á Ströndum Regína Thorarensen, DV, Strandum: Það er þungt hljóð í bændum í Ámes- hreppi á Ströndum og er það óvanalegt þegar Framsóknarmaður er forsætis- ráðherra. En bændur em óánægðir með kvótaskerðinguna á litlum en notalegum húum, að minnka þau frá 3% og upp í 10%. Ég held að ég fari með rétt mál um það að stærstu bænd- ur í Ámeshreppi eigi 250-270 fjár. Það sjá allir að þama er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því nú er ekki lengur hægt að selja reka- við, sem var mikill búhnykkur á áðurgreindum stað. En fyrir nokkrum árum fengu Ameshreppsbúar, sem bjuggu á rekajörðum, mikinn og skjót- tekinn pening íyrir viðinn. Býggð vom ný peningshús í Ámes- hreppi fyrir nokkrum árum og gerðu þau mikla lukku. Hafa bændur með sín litlu en notadrjúgu bú alltaf staðið í skilum. Sagði Sverrir Hermannsson mér það að væm allir eins skilvísir við Framkvæmdastofnun og bænd- umir á Strönd.um þá væri hægt að lána meira út. En nú hafa bændur áhyggjur af áð- urgreindum skuldum sínum við Framkvæmdastofhunina, enda ráðist á búin þeirra og þau minnkuð. Sl. ár fækkaði fólki í Ámeshreppi um 13 manns. Þann 1. desember sl. áttu þar lögheimili 130 manns, en þeir em ekki nándar nærri allir búsettir þar. Er kannski að koma á daginn, eins og svo víða hefur verið í okkar þjóð- félagi á þessum vitlausu og stjómlausu árum, að eitthvað verður farið að gera fyrir hreppana þegar fólkið er orðið gamalt, þreytt og lúið? Mikið hefur verið lagt í flugvöllinn á Gjögri. hann hefur verið upplýstur og bryggja byggð þar fyrir réttu ári síðan. Það er kannski verið að gera þetta til þess að flýta fyrir því að fólk- ið komist i burtu? Við kviku landsins Menning - sýning Halldórs Dungal í Gallerí Svart á hvrtu Frá sýningu Halldórs Dungal í Gallerí Svart á hvítu. Ekki fer á milli mála að ungir málar- ar em aftur teknir til við að lifa sig inn í íslenskt landslag. Sumir, til að mynda Tolli, sjá það með svartleitum gleraugum þýskra bölsýnismálara, aðrir, svo sem eins og. Georg Guðni, mála það líkt og stílhrein huglæg minnismerki. Út af fyrir sig skipta aðferðimar ekki máli. Mest er um vert að í stað þess að vísa henni á bug em ungir listamenn byrjaðir að takast á við listræna arfleifð sína, íslensku MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson landslagshefðina, bera sig saman við hana eða andæfa henni með eigin út- setningum á náttúmnnar gæðum. Ég held að Halldór Dungal, sem nú sýnir í Gallerí Svart á hvítu, fylli þenn- an flokk endurskoðunarsinna, þó svo að málverk hans séu ekki beinlínis „um“ landslag. Þau em kannski helst um púlsinn í listamanninum sjálfum, túlkun hans á hrynjandi þess sólslegna umhverfis sem hann hrærist í suður á Spáni. Og hér er sannarlega við hæfi að tala um pensilskrift því Halldór hefur þann háttinn á að þekja myndflötinn með línum sem gera hvorttveggja í senn, marka fyrir einhvers konar meg- ináherslum og miðla óræðum skila- boðum til áhorfandans. Það sem gerir þau skilmæli óræðari en ella er að listamaðurinn leggur hvert lagið ofan á annað, uns flöturinn er orðinn kraumandi af línum og lit- um. Það er kannski þessi afstrakt ex- pressjónismi sem skiptir Halldór mestu máli en sjálf mótifin: fólk, fiðr- ildi, fjöll, notar hann aðeins til að styðja við eða rétta af myndimar þeg- ar þær ætla að fara úr böndunum. Enda er ljóst að sum þessi mótíf, til að mynda þau fígúratífu, standast alls ekki grandskoðun hvort sem maður skoðar þær sem lífverur eða þátttak- endur í myndrænu drama. Maður fær því ekki varist þeirri til- hugsun að listamaðurinn sé enn eins og tvíráður í því sem hann er að gera, eigi eftir að samræma sjón og skynjun með einhverjum hætti. Stundum em þó Halldór og málverk- ið eitt og þá helst þegar hann skrifar sig með pentskúf utan um eða niður í fjallalandslag eða grasrót. 1 þeim tilfellum sver hann sig í ætt við Kjarval þar sem sá síðamefndi nýsist fyrir við kvikuna á landinu. En meðan Kjarval gefúr sig á vald litrófi og hrynjandi hins smágerva í landslaginu er Halldór önnum kafinn við að ráðskast með sams konar mót- íf, leggja út af þeim, letra nafn sitt og tilfinningasveiflur í þau með skjanna- björtum litum. Þar með hefur hann baétt ýmsu markverðu við hefðina. Að lokum er rétt að geta þess að á sýningu Halldórs em 16 verk, öll gerð með akrýllitum á striga. Sýningunni lýkur þann 8. febrúar. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.