Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 30
42 FOSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. S""4 SMÁSKÍFA VIKUNNAR Hurrah - If love could kill (KITCHENWARE) Þessir drengir eru feiki- efnilegir, það fer ekki á milli mála. Það er einkar bjart yfir þessu lagi, hljóm- urinn bjartur og skær og raddimar sömuleiðis. Og auðheyrilega hafa þessir piltar einhvern tíma heyrt í Bítlunum og öðrum þeim sem uppi voru á blóma- skeiði þeirra. Þetta er gáfumannapopp í léttari kantinum. AÐRAR GÓÐAR Elvis Costello - Blue Chair (IMP) Hér er bítlafílingurinn líka á ferðinni. Costello fer á kostum í léttu og hressu lagi með gamaldags hljóm og gullfallegri melódíu. Ef þetta er ekki boðlegt hvar sem er þá er ekkert boðlegt. Bruce Springsteen - Fire (CBS) Onnur smáskífan úr fimm- plötukassanum og ef eitt- hvað þá á þetta lag eftir að ná lengra en War. Þetta er lag eftir Brúsa en hann gaf Pointer systrum það á sínum tíma og hefur ekki gefið það fyrr út sjálfur. Þetta er rólegheita lag þrungið tilfinningu og þeg- ar um slíkt er að ræða komast fáir með tærnar þar sem Springsteen hefur hæl- ana. Hue And Cry - I refuse (CIRKA) Dúett þeirra Kanebræðra með frísklegt pojp með sin- fónískum keim, eiginlega blanda úr ýmsum áttum, en smekklega hrært saman og vænlegt til vinsælda. Svei mér þá. Anita Baker - Caught up in the rapture (ELEKTRA) Soulsöngkona síðasta árs með lag af soulplötu síð- asta árs, getur ekki verið annað en gott. Og það er það svo sannarlega. Mýkt og tilfinning í fyrirrúmi og gullfalleg melódían bætir enn um betur. EITT ÞREYTT Status Quo - Dreaming (PHONOGRAM) Þeir eru enn við sama hey- garðshornið, Rossi og félagar, þeir eru enn að gefa út sama lagið, nú heit- ir það Dreaming og er hvorki betra né verra en síðast. -SÞS- Kinks - Think Visual Minnir Kinks er með lífseigari rokkhljóm- sveitum; hefur starfað óslitið frá árinu 1962 en ferillinn hefur verið ósköp brokkgengur. Framanaf var Kinks heimsnafh, sem átti hvem smellinn á fætur öðrum í efstu sætum vinsælda- listanna. Síðan hallaði undan fæti og hefur hljómsveitin reyndar aldrei náð að rétta úr kútnum hvað vinsældimar snertir. Hins vegar hefur hún gert marga góða hluti í gegnum árin þótt ekki hafi alltaf hátt farið. Aðaldrifijaðrir Kinks í gegnum tíð- ina hafa verið þeir Davis bræður, Ray og Dave, og hefúr Ray verið öllu meira áberandi af þeim tveimur enda aðal- söngvari og lagasmiður hljómsveitar- innar. Og þeir bræður standa enn fyrir sínu einsog heyra má á þessari plötu sem nýlega kom út; þeir halda sig enn á svipuðum slóðum í tónlistinni og í upphafi ferilsins, hreint og beint rokk með lítilsháttar blúsívafi. Og hér tekst þeim sérdeilis vel upp, því þessi plata er virkilega skemmtileg áheymar og tvímælalaust það besta sem frá hljómsveitinni hefur komið um langt árabil. Það má vera að endurreisn gamla rokksins frá bítlaárunum hafi gefið Ray Davis endumýjaðan kraft en hér fer hann í mörgum lögum hreint á kostum sem lagasmiður. Hans sterka hlið hefur alltaf verið að geta samið létt rokklög með fallegum grípandi melódíum og þessi plata ber það með sér að þessi gáfa hefúr ekki yfirgefið hann. Textasmíðamar hafa líka leikið í höndum hans og gera enn, þeir gerast á gömlu dagana ekki mikið betri textasmiðimir í rokk- inu nú á dögum. En þrátt fyrir stórgóða plötu á ég ekki von á að ný gullöld sé að renna upp fyrir Kinks, hér vantar til dæmis áberandi smell til að selja plötuna en einhvemveginn held ég að þeim Ray og félögum sé sama, þeir gera þetta fyrst og fremst fyrir ánægjuna. Og hún er ósvikin... hjá okkur líka. ú3þS- nefní vegna þess að annars þyrfti vinurinn að punga út störfé fyrir nafn þess þekkta ííMilÍJPIÖS * lag sent Alison IVIoyet á þessa stundina i fjórða sæti hreska vinsældalistansog er skráð vera eftir IVloyet og einhvern J, Guiot. Guiot þessi er enginn annaren Dave Stewart i Eurythmics, sem vegna samníngs sins .u RCA gripur ti) þess ráðs að nota dulnefní. , . Sviareru rniirnnmmmrmmmmwm plötur í Svíþjóð með þeim ódýrari i Evrópu, Ekki eru Sviarþó jafn þjóðltollir plötukaupendur og við ís- lendingar því söiuhæsta platan i Svíþjöð á nýliðnu ári var piata Eurythmics, Revenge, sém seldíst i tæp- lega 4UU þusund eintökum. . . Rlýja lagið hanslggy Pop, Real Wíld Cliild, erlangtfráþví nýtt því lagið varsamið árið 1957 af Ástraliumönnunum Jolmny ö'Keefe, J. Greenan og Ö. Oweus, Þá hétþaó TheWilde One og náði nokkrum vínsældum i Ástr- Roger Waters og fleiri - When The Wind Biows Vandað og fjölbreytt When The Winds Blows er tónlist úr samnefndri kvikmynd. Kvikmynd þessi er teiknimynd með friðarboð- skap. Eitthvað hefúr efnið heillað poppstjömur því úrvals tónlistarmenn eiga lög á þessari ágætu plötu. Fyrstan ber að nefria Rogers Waters sem er skrifaður fyrir tónlist kvikmyndarinn- ar og svo eiga nokkrir úrvals popparar einstök lög. Waters er sem kunnugt er hættur í Pink Floyd og hefur stofnað hljóm- sveitina The Bleeding Heart Band. Hann hefur gefið út eina sólóplötu sem kom út fyrir einu og hálfú ári. Vakti hún nokkra athygli en dræmar mót- tökur. Hér gerir hann tilraun til að skrifa fyrir kvikmynd og tekst allsæmilega upp þótt ekki sé því að neita að tón- list hans á When The Wind Blows minnir allnokkuð á meistaraverk hans, The Wall. Annars skiptist tónlistin á When the Wind Blows í tvennt. Fyrri hlið plöt- unnar hefur að geyma lög flutt af öðrum en Waters. Seinni hliðin er svo hin eiginlega kvikmyndatónlist eftir Waters. Það er sjálfur David Bowie sem á titillag myndarinnar. Lagið er dæmi- gerð tónsmíð eftir Bowie þar sem ágæt útsetning eykur þægileg áhrif lagsins. Ekki veit ég til þess að Hugh Com- well úr The Stranglers hafi áður komið fram sem einstaklingur. Hér gerir hann það með miklum ágætum í Facts And Figures. Gott lag sem verður betra við hverja hlustun. Eitt besta lag Genesis á nýjustu plötu þeirra In- visible Touch og jafnframt það sér- kennilegasta er The Brazilians. Phil Collins og félagar hafa lánað það í myndina. Lagið er eingöngu spilað og er áhrifamikið. Squeeze er með létt- rokkað lag What Have They Done og smiðshöggið á fyrri hlið When The Wind Blows rekur svo Paul Hardc- astle með léttjössuðum óði The Shufile. Seinni hliðin er svo framlag Roger Waters. Þar þyngist heldur betur tón- listin. Hápunkturinn á þeirri hlið er magnað verk The Russian Missile. Ahrifamikill óður um stríðsrekstur. Annars er tónlist Waters einkum æf- ingar í tækni með töluðu máli sem nýtur sín örugglega vel í myndinni en verður nokkuð leiðigjamt til lengdar. Þó ber að nefúa Folded Flag sem er fallegt og vel með farið lag sem minnir óneitanlega á Pink Floyd. Þrátt fyrir nokkra annmarka er When The Wind Blows vel heppnuð plata og sú besta í lengri tíma sem gerð er fyrir kvikmynd. Kemur þar til helst að á fyrri hlið plötunnar hefur sérlega vel tekist með tónlistarmenn og lög þeirra. Og tónlist Roger Waters er alltaf heillandi þótt ekki sé maður alltaf sáttur við piltinn. HK Pet Shop Boys - DISCO Orð að sönnu Pet Shop Boys eru býsna skiýtið fyrirbrigði. Eftir að dúettinn hafði starfað saman um nokkurt skeið, án vemlegs árangurs, tók markaðurinn skyndilega við sér. Nokkura ára gam- alt lag þeirra, West End Girls, komst á vinsældalista og þar með var piltun- um borgið. West End Girls er reyndar það besta sem heyrst hefur frá Pet Shop Boys til þessa. Prýðis dans og dægurlag. Það var og að finna á breiðskífúnni Please sem kom út á síðasta ári. Þessi fyrsta plata piltanna innihélt reyndar mestmegnis eldra efni enda höfðu þeir verið iðnir við kolann áður en vin- sældimar fóm að segja vemlega til sín. Tónlist Pet Shop Boys gæti sem best flokkast undir diskó þó sú tónlist- arstefiia sé að mestu liðin undir lok. Lögin em taktföst og stundum borin ofurliði af tilkomumiklum hljóm- borðsleik. Tónlistin minnir stundum á New Order og er þar ekki leiðum að líkjast. Pet Shop piltamir em þó mun jxippaðri. Að því leyti má segja að platan DISCO sé tónhstarlega rökrétt framhald af Please þó ekki sé frum- leikanum fyrir að fara. Á DISCO em aðeins sex lög, flest sótt í lagasafn piltanna. Platan inni- heldur meðal annars nýjar hljóðbland- anir (Remix) af lögum eins og West End Girls, In The Night og Opportun- ities. Eina nýja lagið á plötunni er Suburbia sem náði nokkrum vinsæld- um seint á síðasta ári. Ýmis aðilar hafa tekið að sér að aðstoða dúettinn við hljóðblönduninna og tekst þeim misvel upp. Endurútgáfa lagsins West End Girls er til að mynda frekar mis- heppnuð. In The Nigth og Suburbia em aftur á móti dæmi um hið gagn- stæða. Þetta em tilkomumiklar út- setningar og stundum liggur við að íburðurinn beri tónlistina ofurliði. DISCO er diskó, eins og nafrúð gefur reyndar til kynna. Ekki fjarri lagi að útnefna hana dansplötu síðasta árs. Pet Shop Boys er frísklegur dúett. Hér er hreyfanleikinn í fyrirrúmi. -ÞJV aliu. Siðarbirtist lagið á undír núverandí nafni Real Wiltf Chíid. . . Holly Johnson, ehin at liðsmönn um Frankie GoesTo Hoilywood, hefur geftð út í hyggju að vtnna að sóló* plötu með vorinu. Jafnframt hefut hann látíð það koma skýrt fram að hann muniii hafda áfram að starfa með Frankieogstrákunum. . . Simply Red eru með nýja breiðskifu í burðarliðnuin, IVIen And Women heitir grip- urinn og kemur út í næsta mánuði... Voko Ono hefur gertsamníng við stórtút- gáfufyrirtæki vestanhafs um útgáfurétt á æviminningum sínuni, sem frúín iiyggst bráttliefja skriftírá.. . Nafnið Bruee viróist hafa einhvern töframátt um þess- - ar mundir í Bandarikjummt. Þarberauðvitað fyrstaó geta Bruce Springsteen; sem er margföld heimsstjarna, en svo hefur Bruce Hornsby * tiú hæst víð nýlega og svo ei aö koma fram á sjónar- svíðið enn einn Brúsinn, hann heitir Bruce Wills, sem sendir frá ser sína fyrstn plötu intian tíóar og er þess- um nyja Brúsa spáð glæstri framtið.. . hless.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.