Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. 9 Utlönd Ungur Suður-Afríkubúi með Mólotov-kokkteil i hendi, reiðubúinn að kasta að næsta skotmarki. Þessar íkveikjusprengjur eru einfaldlega bensin eða annar jafneldfimur vökvi á flösku ogjcveikur leiddur í stútinn. Fyrsti sendiherra Suður-Afríku sem ekki er af hvítum kynstofni heldur blönduðum, indverskur að mestu. Bhadra Ranchod var skipaður sendi- herra við EBE i september í haust. - Símamynd Reuter Annar þeldökki sendi- herra Suður-Afríku býst við meiri íkveikjum Lagafrumvarp um tækni- frjóvgun PáJ Whjálmssan, DV, Qaló: Norska ríkisstjómin mun í dag leggja frarn frumvarp um tækni- frjóvgun. Talið er að frumvarpið gefi hjónum og ógiftu sambýlis- fólki kost á slíkri frjóvgun. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að nafhi sæðisgjafa skuli haldið leyndu. Skiptar skoðanir eru um það á stórþinginu hvort ógift fólk i sam- búð skuli fá rétt til tæknifrjóvgun- ar. Ekki em heldur allir þingmenn sáttir við að nafni sæðisgjafa skuli haldið leyndu. Að öðru leyti er talið að frumvarpið njóti stuðnings þorra þingmanna. 600 fióttamenn til Noregs Páll VHhjálmssan, DV, Osló: Alls sóttu sjö hundruð og sextíu flóttamenn um hæli í Noregi á síð- asta ári. Af þeim fengu sex hundruð og tveir leyfi til þess að setjast að, hundrað sjötíu og sex sem pólítískir flóttamenn og af- gangurinn af mannúðarástæðum. Flestir flóttamannanna, eða rúmur þriðjungur, koma frá íran og næststærsti hópurinn kemur frá Chile. Norðmenn hafa sætt gagn- lýni fyrir að vera ekki eins viljugir og aðrar þjóðir að taka á móti flóttamönnum. Norskur embættis- maður í dómsmálaráðuneytinu segir að þessar tölur sýni að Nor- egur taki hlutfallslega á móti jafrimörgum flóttamönnum og önnur lönd Vestur-Evrópu. Niðursuðumat- urínnvarkókaín Lögreglan í Panama fann í gær fjörutíu kg af hreinu kókaini, sem geymt var í niðursuðudósum. Þær voru með merkimiðum er gáfu til kynna að þarna væri sælkerafæða á ferðinni. Dósimar voru í farmi, sem kom frá Paraguay, tollverðir ftmdu eitt- hvað grunsamlegt við merkimiða dósanna og opnuðu eina dósina af forvitni. Slíkt magn af kókaíni mundi metið til fjögurra milljóna dollara á eiturlyfjamarkaðnum. Vinsældir Nakasone hafa dalað Annar sendiherra Suður-Afríku sem ekki er af hvítum kynstofni kom til Haag í vikunni til þess að taka þar við embætti. f viðtölum við blaðamenn eftir komuna þangað kvaðst hann búast við því að öfga- menn úr röðum andstæðinga að- skilnaðarstefnunnar mundu herða íkveikjuárásir sínar í S-Afríku eftir að þeim tókst með íkveikju að stöðva rekstur hollensks fyrirtækis. Frank Quint er af indverskum ættum og er reyndur úr opinberri þjónustu og fræðslumálum en hefur lítið starfað í utanríkisþjónustunni. Hann var skipaður í október en á undan honum (í sept.) var annar maður indverskra ætta skipaður sendiherra hjá EBE. Ekki var liðinn nema einn og hálf- ur sólarhringur frá því að flugvél Quints lenti í Amsterdam þegar kveikt var í einni bifreið sendiráðs S-Afríku og ókvæðisorð máluð á gangstéttina. Hollenska fyrirtækið SHV til- kynnti núna í vikunni að það mundi hætta viðskiptum við S-Afríku eftir að margsinnis hafði verið reynt að kveikja í verslanakeðjum þess. Ann- að hollenskt fyrirtæki hefur einnig lýst yfir fyrirætlun sinni að hætta rekstri i S-Afríku út af hótunum um íkveikjur. Yasuhiro Nakasone, forsætis- ráðherra Japans, hefur tapað töluverðu persónufylgi á undanf- ömum mánuðum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í morgun. Eitt útbreiddasta blaðið í Japan birtir niðurstöðumar. Samkvæmt þeim voru aðeins 38% spurðra (um síðustu helgi) fylgjandi stjóm Nakasones. í skoðanakönnun í september höfðu það verið 47,6%. Blaðið telur ástæðumar liggja aðallega í óánægju með skatta- breytingaráform stjómarinnar og ákvörðun hennar um að fella niður takmörkin á fjárveitingum til vamarmála. Til skamms tíma hefur Nakasone verið einn af vinsælustu forsætis- ráðhemun Japans. Síðustu tvö ár hafa skoðanakannanir sýnt að 50% eða meir hafa fylgt honum. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson VIDEOBJORNINN KYNNIR A leiðinni á myndbandaleigur landsins Pantanasími 91-17620

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.