Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
Utlönd
Stóweldin ráðalaus gegn
hvyðjuverkaöflunum
ólafiir Amaisan, DV, New Yoric
Reaganstjómin, sem hefur gert
baráttuna gegn hryðjuverkum að
mikilvægum þætti í utanríkisstefnu
sinni, horfist nú í augu við algert
ráðaleysi vegna ránanna um helgina
á Bandaríkjamönnum þremur í Bei-
rút.
Reagan forseti, sem er einn skel-
eggasti baráttumaður gegn hryðju-
verkum í heiminum í dag, er ekki
með nein svör á takteinum. Reagan
sagði fyrr í vikunni að það væru
takmörk fyrir því hvað Washington-
stjómin gæti gert fyrir Bandaríkja-
menn sem væm í Líbanon í því
ástandi sem þar ríkir.
Stórveldin varnarlaus gegn
fámennum öfgahópum
Þetta virðist lýsa dálítið því
ástandi sem ríkir innan stjómarinn-
ar í baráttunni gegn hryðjuverkum
um þessar mundir. Stórveldi eins og
Bandaríkin em nokkurn veginn
vamarlaus í baráttunni við nokkra
hryðjuverkamenn sem ekki er einu
sinni vitað hverjir em.
Bandaríkin hafa eflt öryggiskerfi
sitt og upplýsingaþjónustu og sam-
skipti við erlend lögregluyfirvöld. Á
þann hátt hefur verið komið í veg
fyrir nokkur sprengjutilræði, bana-
tilræði og mannránstilraunir. En öll
ráð, sem hafa verið notuð til að hefna
fyrir hryðjuverk, hafa bmgðist eða
það sem verra er hafa leitt til frek-
ari hryðjuverka.
Banna ferðalög til Líbanon
Að sögn stjómvalda em engar
aðgerðir fyrirhugaðar vegna síðustu
mannránanna í Beirút. Það er að
segja stjómin telur sig ekki geta
gert neitt sem hafi áhrif. Hún hefur
að vísu látið boð út ganga um að
bandarískum ríkisborgurum sé
bannað að ferðast til Líbanon eða
Þýski efnaframleiðandinn, Höchst, hefur i þessari byggingu í Vestur-
Beirút skrifstofur útibús sins í Austurlöndum nær en forstjóra þess var
rænt á dögunum. - Simamynd Reuter
ferðast þar innanlands nema þeim
sem fái til þess sérstakar undanþág-
ur. Brot á banninu varða sektum eða
jafhvel fangelsi. Ymsir sérfræðingar
hafa áhyggjur af því að allt of mikil
athygli beinist að hryðjuverkum og
að menn á of háum stöðum innan
stjómkerfisins í Bandaríkjunum hafi
orðið of miklir persónugervingar
baráttunnar gegn hryðjuverkum.
Haldlítil úrræði
Síðasta árið hefur Bandaríkja-
stjóm reynt svo að segja hvert
einasta ráð sem til er gegn hryðju-
verkum. Það var gerð loftárás á
Líbýu, vopn vom seld leynilega til
írans og að sögn munu stjómvöld
hafa reynt að þrýsta á Kuwait um
að leysa úr haldi hryðjuverkamenn
í skiptum fyrir bandaríska gísla í
Líbanon.
Efhahagslegum refsiaðgerðum
hefur verið beitt og diplómatískum
þrýstingi. Einnig hefur verið reynt
að koma lögum yfir hryðjuverka-
menn og má þar nefna þá stöðu, sem
nú er komin upp, að bandarísk
stjómvöld hafa farið fram á framsal
Líbanans Mohammed Ali Hamadei
frá Yestur-Þýskalandi en hann var
handtekinn í þessum mánuði. Hann
er sakaður um að hafa aðstoðað við
ránið á Transworld Airlines þotu
árið 1985 og einnig um að hafa myrt
bandarískan sjóliða.
Ránin á Vestur-Þjóðveijum í Bei-
rút í síðustu viku virðast vera gerð
með því markmiði að koma í veg
fyrir að Hamadei verði framseldur
og komið fyrir rétt í Bandaríkjunum.
Ríkisstjóm Helmuts Kohl hefur ver-
ið hikandi í afstöðu sinni hvort
framselja skuli Líbanann til Banda-
ríkjanna.
Nauðgað til samninga
Bandaríkin hafa aðeins eitt ráð
tiltækt en stjómin neitar að það sé
einu sinni til athugunar. Þó er það
svo að það ráð passar vel inn í hið
hefðbundna form á gíslatöku og við-
brögðum viðkomandi stjómvalda
við slíku. Það er að semja við mann-
ræningjana.
Reagan forseti hefur algerlega vís-
að öllu slíku á bug. Orð forsetans í
þessum efhum hafa í dag ekki sömu
áhrif og þau höfðu fyrir hálfu ári
þegar upp komst um tilraunir
Alan Steen, einn af bandarísku
háskólakennurunum þrem sem
rænt var i Beirút á dögunum.
- Símamynd Reuter
Bandaríkjastjómar til þess að semja
við fransstjóm.
Keðjuverkun til enn
meira ofbeldis
Sumir sérfræðingar segja að staða
bandarískra stjómvalda sé mjög erf-
ið því ekki sé það freistandi að semja
við hryðjuverkamenn þar sem
reynslan sýni að það kalli á frekari
hryðjuverk. Einnig sýnir reynslan
að hefndaraðgerðir svipaðar og þær
sem Bandaríkjamenn hafa beitt á
liðnu ári hafi nákvæmlega sömu
áhrif. Segja sérfræðingar að hryðju-
verk séu ákaflega undarlegur hlutur
þar sem litlir ofbeldisverknaðir séu
magnaðir upp vegna hins stóra
áhorfendahóps og líkja hryðjuverk-
um við leikhús.
Hin persónulega þáttaka Reagans
og aðstoðarmanna hans í Hvíta hús-
inu í baráttunni við þessa ofbeldis-
hópa hafi einnig orðið til þess að
auka athygli fjölmiðla og umheims-
ins á þessu og þar með aukið áhrif
hryðjuverka.
Bent er á að það sé undarlegt að
þegar hópar manna á stærð við götu-
gengi séu famir að eigast við
þjóðhöfðingja valdamikilla ríkja
eins og þeir séu jafhvaldamiklir og
njóti sömu virðingar og einhvers
konar mafíuforingjar.
Hampað í fjölmiðlunum
Ljóst er að fiölmiðlar hafa áhuga
á hryðjuverkum, birtar em fréttir
af hryðjuverkum á forsíðum dag-
blaðanna og vítahringurinn heldur
áfram. í Washington er nú spurt
hvort þessi alda mannrána, sem nú
gengur yfir, eigi rætur sínar að rekja
að einhverju leyti til vopnasölunnar
til írans og til sögusagna um að
Bandaríkjastjóm hafi reynt að beita
Kuwait þiýstingi til að leysa úr haldi
sautján shíta sem em í haldi þar,
sakaðir um hryðjuverk.
Sumir vilja semja og draga í efa
að samningar við hryðjuverkamenn
kalli á frekara ofbeldi. Aðrir segja
að reynslan sýni að samningum við
hryðjuverkamenn fylgi óhjákvæmi-
lega endurtekning og þá er heldur
illt í efni vegna þess að hefndarað-
gerðir gegn hryðjuverkamönnum
kalla einnig á meiri hryðjuverk.
Góð ráð dýr og ísköld
Því hefúr þeim röddum farið fjölg-
andi hér í Bandaríkjunum sem halda
því fram að báðar þessar aðferðir séu
úr sér gengnar. Það verði að líta svo
á að fólk sem lendir í höndunum á
mannræningjum sé búið að týna líf-
inu. Það verði að afskrifa þetta fólk
og það verði einnig að taka hryðju-
verkamenn af lífi hvar og hvenær
sem til þeirra náist.
Vissulega muni þetta kalla á
hefhdaraðgerðir af hálfu hryðju-
verkamanna en einungis til að byija
með, segja þeir sem vilja grípa til
þessara hörðu aðgerða. Þeir halda
því fram að mannlegi þátturinn sé
hinn sami, hvort sem menn eru frá
Miðausturlöndum, Bandaríkjunum
eða annars staðar frá. Hver hugsi
fyrst og síðast um sjálfa sig. Þegar
menn komist að raun um það að
þeim sé vís bani búinn verði þeir
gripnir þá muni þessari skálmöld
linna.
Kallar á samstillt alþjóðaátak
Enn sem komið er hEifa embættis-
menn í Hvíta húsinu ekki fengist til
þess að segja álit sitt á þessari að-
ferð sem krefst samvinnu Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópuþjóða. Það
væri til lítils að sumar þessar þjóðir
tækju upp dauöarefsingu gegn
hryðjuverkamönnum en aðrar ekki,
og það er einmitt staðan, sem nú
hefúr komið upp.
Bandaríkjamenn leyfa dauðarefs-
ingu en Vestur-Þjóðveijar ekki. Því
hafa Bandaríkjamenn þurft að gang-
ast inn á það að ef Hamadei fáist
framseldur þá muni þeir ekki taka
hann af lífi.
Þeir sem eru fylgjandi dauðarefs-
ingu segja að hryðjuverkamaður á
lífi í fangelsi kalli á hryðjuverk sem
miða að því að fá hann leystan úr
haldi.
Það er því greinilegt að á næst-
unni verða menn að stokka upp
hugmyndir sínar varðandi hryðju-
verk. Athuga þarf hvort hinar
hefðbundnu leiðir hafi gengið sér til
húðar og hvort þörf sé á nýjum og
harðari aðferðum.