Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
13
Neytendur
Hvað kostar að
flytja inn bíl sjálfur?
Verðlagsstofaun birti á dögunum
könnun á bílverði hérlendis. Margt
forvitnilegt kom íram í könnun þess-
ari s.s. að dæmi eru þess að umboð,
sem áður hafi flutt inn japanska bíla
beint frá Japan, séu nú farin að flytja
þá inn frá Noregi og Finnlandi, auk
þess sem bílverð hefiir farið mjög
hækkandi undanfarið.
Einnig kom það fram að geysihörð
samkeppni virðist vera ríkjandi milli
umboða þrátt fyrir að erfiðlega gangi
að anna eftirspum svo mjög sem hún
hefur aukist.
í ljósi þess að erfiðlega gengur að
anna eftirspum, umboðin hafa vart
undan að flytja inn, læðist að sá gmn-
ur að ef til vill sé ekki alltaf reynt að
ná sem hagstæðustu innkaupsverði
þar sem afgreiðslufrestur er oft lang-
ur, 6 mánuðir frá Japan, svo dæmi séu
tekin.
Viðmælendur blaðsins hjá umboð-
unum töldu af og frá að um slíkt gæti
verið að ræða. Svo hörð væri sam-
keppnin að öllu væri til kostað að fá
sem lægst verð og fráleitt væri að
umboð færi að kaupa bíla frá öðrum
en framleiðslulöndum, nema um sér-
staklega lágt verðtilboð væri að ræða.
Könnun Verðlagsstofaunar leiddi og
í ljós að fluttir höfðu verið inn Ford
Sierra bílar sem höfðu átt að fara til
danskrar bílaleigu. Fengust þeir á
mun lægra verði en annars.
En em íslendingar þá að kaupa ein-
hverja útsölubíla sem engin önnur
þjóð vill líta við? Við reyndum að
grennslast fyrir um þetta atriði.
Leita uppi hagstætt verö
Hjá Ford verksmiðjunum í Þýska-
landi var blaðinu tjáð að þeirra
framleiðsla væri seld á lægra verði til
Danmerkur en á þýskan markað, en í
Danmörku væm bílar í svo háum sölu-
skattsflokki að verksmiðjan yrði að
slá nokkuð af verði til umboðsmanna
sinna þar í landi til að halda niðri
verði.
Sé bíll keyptur í Danmörku til út-
flutnings, þarf ekki að greiða af honum
söluskatt. Það er því hagstæðara fyrir
innflytjanda Ford að fá sína bíla frá
Danmörku en að kaupa þá beint frá
framleiðanda og það er einmitt gert
við innflutning á Fordbílum hingað til
lands. Þetta virðist vera sú aðferð sem
beitt er almennt hjá umboðunum.
En hvað skyldi bíllinn þá kosta,
flytji kaupandi hann inn sjálfur? Við
ákváðum að reikna það út til að for-
vitnast um hvort einhver munur væri
á því að kaupa ekki í gegnum umboð.
Samsetning bílverðs
Ef reikna á út verð á bifreiðum verð-
ur að taka inn marga kostnaðarliði til
að unnt sé að fá marktæka niðurstöðu.
Fyrst verður að fá útflutningsverð
hjá söluaðila í þvi landi sem ætlunin
er að kaupa bílinn frá. Á það bætist
tollnúmeraverð, ef kaupandi ætlar að
aka bílnum sjálfur á hafaarbakkann,
eða flutningskostnaður í skip.
Tryggja þarf flutninginn hingað til
lands og mun kostnaður vegna þessa
nema um 2,5% af verðmæti bifreiðar-
innar. Þá þarf að greiða farmgjöld til
skipafélagsins sem annast flutninginn.
Neita að gefa upp verð
Til að unnt sé að reikna út toll verð-
ur að fá svokallað fob-verð en það er
það verð sem umboðin gefa tollinum
upp sem kaupverð og greiða toll af.
Eitt umboðanna, Honda umboðið,
harðneitaði að gefa blaðinu upp fob-
verð á sínum innflutningi. Önnur
umboð sáu ekki ástæðu til að standa
í slíkum feluleik og urðu góðfúslega
við beiðni um slíkt.
Við fob-verð eru lögð flutningsgjöld
og vátrygging en samanlagt myndar
þessi kostnaður tollverð, cif-verð. Af
þessu verði er reiknaður tollur
(misjafa eftir vélarstærð og þyngd), oft
um 10%, 5% vörugjald, og 1% tollaf-
greiðslugjald.
Við útkomuna úr framangreindu
bætist svo 27,5%o söluskattur og er
verðið þá komið.
Er hagkvæmt að flytja inn sjálf-
ur?
Til gamans reiknuðum við út verð
nokkurra bíltegunda, miðað við að við
flyttum þær sjálf inn frá Danmörku. í
öllum tilfellunum reyndist það annað-
hvort jafhhátt, eða jafavel hærra, að
flytja inn á eigin vegum. Niðurstaðan
er því sú að umboðin virðast standa
sig nokkuð vel í þessum innflutningi
og ekki bera óhóflega mikið úr býtum.
-PLP
Margir halda að ódýrara sé að flytja bíla inn sjálfir, er það rétt?
vinninguf'
i
Lóttóinu
ÞÁTTTÖKUKVITTUtl ER ÁVÍSUIilÁ VINNING,
EF ÞÚ HEFUR VALIÐ RÉTTAR TÖLUI(.