Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Merming_____ dv Fallbyssur draga ýsur Jónas Svafár: Sjösfjaman í meyjarmerklnu. Vaka-Helgafell 1986, 40 bls. Fyrsta bók Jónasar birtist árið 1952 og bar magnað nafii: Það blæðir úr morgunsárinu. 1957 kom Geislavirk tungl, og 1968 kom loks heildarútgáfa, þar sem mörg kvæðin voru breytt; Klettabelti fjallkonunnar. Hér eru enn mörg sömu kvæði í endurskoðaðri mynd og stundum með breyttum titli. Ekkert efiiisyfirlit, og því ekki alls- kostar auðvelt að átta sig á þessari bók, en hún virðist hafa að geyma 6 af 13 ljóðum fyrstu bókarinnar, 12 af 19 annarrar bókar, en ekkert þeirra 5 ljóða sem bættust við 1968. Þess í stað er hér tæpur tugur nýrra ljóða. Nú sem þá prýða bókina sérstæðar teikningar Jónasar. Þær hafa sömu sérkenni og ljóðin, eru tvíbentar. Sérkenni Ijóðanna hefur alla tíð verið nærskoðun tungumálsins, sem stundum er kallað orðaleikir, og birtist í titli fyrstu bók- arinnar. „Morguns ár“ þýðir: snemma morguns, en Jónas skiptir orðinu á undan s, svo úr verður blæðandi sár. Þetta birtist í einfaldri mynd í eftirfar- andi ljóði þar sem brussan hún Ella fer í skó, hún er ber, en sveipar sig líni, hellir víni varlega í glas og bölvar einhveijum landshluta. Jafnframt þessari fi-ásögn er ljóðið heilmikil landfræðiþula: Brussel, Sviss, Spánn, Rússland, Skóda, Osló, Berlín, Varsjá, Vín, Glasgow, Helvetia, París. Eva hrópar Brussan ella Svissaði sér I Spánýja Rússkinns Skó-da Og sló um sig Bera líni með Varsjá hellti hún Víni í Glas-go to Hell-vítia með Par-t af ís-landi Fer milli mála, að Jónas er frum- kvöðull „fyndnu kynslóðarinnar"? Framhald þessa er hjá Sigurði Páls- syni, Pétri Gunnarssyni, Þórami Eldjám o.fl. Þeir höfundar hafa sætt töluverðu aðkasti fyrir gáskafrdla hugkvæmni sína, og síst vom Jónasi búnar betri aðstæður. Svona alvöm- leysi hlaut að jaðra við bilun, alltént gat það ekki talist merkilegt „framlag í umræðuna". Svo fór að listamaður- inn hraktist út í að yrkja upp Þjóð- viljaleiðara, og hafði litlu við þá að bæta. Þessa gætti nokkuð í Geisla- virkum tunglum, en einkum þó í Klettabeltinu. Einmitt þeim ljóðum er hér sleppt, þótt sömu viðhorf fái að Jónas Svafár skáld. njóta sín í listrænna búningi. Þess- vegna er þetta nýja ljóðasafh Jónasar miklu sterkara en Klettabeltið. Tökum dæmi, þar sem ég feitletra orðin sem notuð em til líkinga: Stjórnarskrá stjómarskrá alþingis er með lykil að hegningarhúsinu heimastjóm varð á skipunum til fiskveiða og flutninga fullveldi vegarins til vélráða var atvinnuleysi og styrjöld ættjörðin starði í hemaðar- hugsjón á efhahagsaðstoð frá flugvellin- um lýðveldið færði út landhelgina og stjómin rafmagnaði auðhring um föðurlandið Annað ljóð finnst mér þó mun sterk- ara, vegna þess að þar er allt samstillt á einn slitinn frasa úr fréttum, allt er öfugsnúið og óskiljanlegt eins og í þeim, grundvallaratriði lífsins reynast Bókmenntir öm Ólafsson hafa þann tilgang að verða fyrir stjómsýslu. Samstillingin tekst með því að nota sér það, að algeng orð eins og lesa og ganga hafa fleiri en eina merkingu. Allt mannlífið er sýnt í sjónhending með algengu orðalagi eins og vaxa úr grasi-ganga í bamdóm. Að „gefa upp tekjumar" minnir á „að gefa upp öndina", það yrði þá líklega bani höfðingjanna ef þeir hættu að svíkja undan skatti. Ríkissjóður mannaböm vaxa úr grasi og grasið sprettur úr mold til að fá styrk úr ríkissjóði ungir menn lesa erlendis grænjaxlinn af skilningstrénu til að fá styrk úr ríkissjóði gamlir menn ganga í bamdóm og þorskurinn gengur í netið til að fá styrk úr ríkissjóði ef höíðingjamir hafa bein í nefinu til að hneigja höfuðið og gefa upp tekjumar. Nýju ljóðin eru hugvitssamleg eins og þau fyrstu, þótt þau séu ekki eins máttug. Stjórnarskrá hér að ofan er eitt hinna nýju, en Ríkissjóður er frá 1958. Þetta er þó samstillt bók, og fer vel á því að ljúka henni á sjálfú ljóð- inu „Það blæðir úr morgunsárinu". Ég á ekki von á því að þetta ljóða- safn verði nokkum tíma talið til hinna merkustu á íslandi, en það er meðal hinna sérkennilegustu frá því um miðja 20. öld, og það hefur haft vem- leg áhrif, einkum á þau ljóðskáld sem síðan hefur mikið kveðið að. Auk fyrr- talinna myndi ég nefiia Matthías Johannessen. Breytingar á ljóðunum em ekki miklar. Oftast er bara breytt röð ljóð- línupars, svo sem í Tónlist (bls. 12), 3.-4. lína hefur skipt um sæti við 5.-6., og Landhelgi (bls. 22), þar hefúr 3.-4. 1. færst fram frá því að vera 7.-8. 1., og orðið mánasigð kemur fyrir orðið tunglið, auk þess bætast við orðin sem ég rita feitt í fyrstu tveimur línum: Frelsissól fiskur í djúpum sjó skin með karfans kalda blóði Þetta verður nákvæmara, mynd- rænna. Málalengingum er sleppt í iðnvæðing, og þar verður merkileg breyting í lokin, sem sýnir sögu sós- íalískrar hreyfingar á Islandi: en iðnaður og verslun gerðu krók á móti bragði og fjallkonan snéri byltingarsinnaða kleinu - þetta var 1954, en nú hljóðar þetta svo: en iðnvæðingin gerði krók á móti bragði og verkalýðurinn snéri þjóðemissinnaða kleinu. VIKAN er blaðið » ;• :■■■ W'y'' 3* fs . ■ , -■ V- . Gefðu mér gott stríð og ég harðna - segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðhena í Vikuviðtalinu Rauður kjólí, smásaga eftir Oddnýju Björgvins- dóttur. Fyrsta smá- saga höfundar sem birtist á prenti. Viðtal við höfundinn. í þijá mánuði á eftir leið ég vítiskvalir í fráhvörfum eftir alla neysluna. Hefði ég ekld átt fjölskyldu mina að hefði ég svipt mig lífi, segir fyrrverandi eitur- lyfjaneytandi í viðtali við Vikuna. Hvað vantar? Tilbú- inn varahlut eða líf- fræðilegan, gervis- inar eða beinmerg? Lesið um varahluta- þjónustu líkamans í Vikunni. Missið ekki af þessari Viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.