Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Játvarður hinn breski á í mesta basli við föður sinn - Philip prins - vegna þess að hann vill alls ekki sætta sig við brotthlaup sonarins úr hernum. Elísabet hefur haldið sig meira í fjarlægð en fylgst með eiginmannin- um taka drenginn á beinið. Niðurstaðan af öllu þessu verður væntanlega sú að kappinn fær frið til þess að sinna háskólanámi sínu og hermennskan verður látin öðrum og áhugasamari þegnum landsins eftir á næstunni. Linda Evans er að skapa nýja tísku í Hollívúdd. Hún lætur sér ekki nægja alla herðabreiðu kjólana í Dynastyþáttunum heldur pantaði á dögunum átta jakkaföt á sjálfa sig - unnin af þekktasta skraddara borgarinnar. Verðið er litlar sjö hundruð þúsundir og verður Lindu ekki skota- skuld úr því að greiða reikninginn því þáttaröðin um glitliðið malar þátttak- endum ómælt gull dögum saman. Liza Minnelli fékk næstum hverja krónu eftir föður sinn, Vincente Minnelli. Hálfsystir hennar - Christiane Minnelli Miro - er lítið hrifin og heimtar sinn skerf af kökunni. Systirin segir Lizu hafa sest að karlin- um á dánarbeðinum og haft þau áhrif á hann að erfða- skránni var breytt hið snar- asta. Þetta segja kunnugir hins vegar hina mestu firru en telja að Vincente hafi með þessu viljað bæta Lizu ömurlega barnæsku þegar hún dvaldi með vímuefna- sjúklingnum móður sinni - Judy Garland. DV-myndir Ragnar S og tígurkvensur hvæstu á gestina. Gunnars- liðiðá íslandi Girndareldur Gunnars Larsen er kominn til Islands. Þarna er um að ræða eins konar tískusýningu - Fire of Desire - sem hefur vakið mikla athygli þar sem sýning- arhópur þessa danska ljós- myndara kemur fram. Atriðin sem sýnd voru á Broadway eru frumsýnd einmitt hér og því ekki ennþá vitað um við- brögð almennings á Norðurl- öndum við herlegheitunum. Síðustu sýningar fengu harða gagnrýni vegna ruddaskapp- ar og grófleika sem frændum vorum þóttu keyra úr hófí fram á fyrri sýningum. A sviðinu hérna voru klúx- klanmenni, glitkvendi, nunnur, tígurkvensur og svartklædd brúður í gagnsæj- um kjól - svo fátt eitt sé nefnt. Gunnar fylgdist sjálfur grannt með öllum smáatrið- um enda þekktur fyrir nákvæmni í ljósmyndaheim- inum. Tískublað kappans - Gunnars - er upparit útgefið í Parísarborg og eingöngu selt dýrum dómum þar sem réttu kaupendanna er að vænta. Gunnar Larsen hefur verið búsettur í Frans undan- farna áratugi og rekur ljós- myndastúdíó skammt frá Lúxemborgargarðinum í hjarta Parísar. Ljosmyndarinn Gunnar Larsen kom sjálfur frjam í lok sýningar með sýningar- fólkinu og tók við lófaklappi viðstaddra. Á sviðinu voru klúxklanmenni og glitkvendi jöfnum höndum... ... nunnurnar létu sig ekki heldur vanta ... , Ársháta'ð enskuskólanna Enskuskólamir English Intem- ational og Junior Intemational í Boumemouth hafa reynst mörgum landanum aðgöngumiði inn í hinn engilsaxneska heim. Árshátíð skól- anna er haldin hérlendis um hver áramót og hingað komu af því tilefhi í upphafi þessa árs eigandi skólanna, Peter Penberthy, og kennaramir Michael Roberts og Barbara og Adr- ian Britton. Meðfylgjandi DV-mynd tók Bj.Bj af dansandi glöðum gestum á árshátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.