Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Utlönd Walesa ræðir við Whitehead Leiðtogi Samstöðu, Lech Walesa, og andstæðingar stjómarinnar í Póll- andi munu í dag hitta bandaríska embættismenn. Munu þeir kanna möguleikana á að bæta samskipti Bandaríkjanna og Póllands en þau hafa ekki verið sem best undanfarin fimm ár. Walesa hefur tjáð fréttamönnum að hann myndi tjá John Whitehead, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að það væri nauðsynlegt fyrir efnahag Póllands að Bandaríkin hættu efhahagslegum refsiaðgerðum gegn landinu. Whitehead átti í gær fund með utan- ríkisráðherra Póllands, Marian Orzechowski, og Jozef Glemp kardíná- la. Eftir fundinn sagði Whitehead að rædd hefðu verið bætt samskipti milli landanna. Whitehead sagði einnig að hann hefði leitt umræðumar að mann- réttindamálum. í dag mun Whitehead einnig hitta forsætisráðherrann Zbigniew Messni- er og á morgun er gert ráð fyrir að hann fari til fundar við leiðtoga flokksins, Wojciech Jaruzelski. Whitehead sagði að ekki yrði ákveð- ið fyrr en hann kæmi til Bandaríkj- anna hvort efhahagsrefsingum gegn Póllandi yrði aflétt. Blaðamanni vísað firá Kína Bandarískum blaðamanni hefur verið vísað frá Kína og er hann sakað- ur um að hafa tekið á móti leynigögn- um frá kínverskum stúdent. Hafði blaðamaðurinn verið boðaður á skrifstofu öryggisþjónustunnar í Peking og var síðan ekið með hann á brott til flugvallarins. Síðan kom ff egn um að honum hafi verið vísað úr landi. Á sunnudaginn greindu yfirvöld frá handtöku kínversks stúdents sem var gefið að sök að hafa afhent blaða- manninum leynilegar upplýsingar. Ráðstefha múham- meðsríkja bar sára- Irtinn árangur Lokið er fimmtu ráðstefhu múham- meðsríkja, sem haldin var í Kuwait undanfama fjóra daga og sótt var af 31 þjóðarleiðtoga Araba og annarra múslíma. Þótti hún fara fram í sátt og samlyndi, en hins vegar náðist lít- ill árangur til þess að jafiia deilur þær sem efst gnæfa í hinum múhammeðska hluta heimsins þar sem býr um einn milljarður manna. Efet á dagskrá var Persaflóastríðið milli írans og Iraks, það geisar aðeins áttatíu km fi'á ráðstefoustaðnum. Ráð- stefnan samþykkti álytkun um að skora á stríðsaðila að semja frið. f morgun bárust fréttir af áframhald- andi hörðum bardögum á suðurvíg- stöðvunum og virðist því áskorunin hafa haft lítil áhrif á deiluaðila. Hvorki íran né frak sendi fulltrúa á ráðstefhuna. Meðal þeirra, sem sóttu ráðstefnuna í Kuwait, var Yasser Arafat, leiðtogi Palestinuaraba, sem notaði tækifærið eins og aðrir þjóðarleiðtogar á ráð- stefnunni jafnframt til einkaviðræðna við suma af hinum ráðstefnugestunum. Á myndunum hér sést hann ræða við Hussein Jórdaníukonung (efri mynd) og Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. (Arafat til vinstri á myndunum.) Simamynd Reuter Eiginkona Roberts Polhill, eins bandaríska háskólakennarans sem rænt var í Beirút fyrir nokkrum dögum, gengur hér studd af vinum um háskólalóðina í Beirút. Nú hefur borist hótun um að háskólakennararnir verði teknir af lífi ef Bandaríkin geri sig líkleg til hernaðaraðgerða gegn Líbanon. - Símamynd Reuter Hota að drepa gíslana ef Banda- ríkin gera árás Múslima-hópur í Beirút hefur hótað því að drepa fjóra útlenda háskóla- kennara (þrír þeirra bandarískir) ef Bandaríkin gera sig líkleg til árásar á Líbanon eða einhverra annarra hem- aðaraðgerða. Þessi tilkynning barst til fjölmiðla í Beirút í gær um svipað leyti og fréttir fóru af því að Miðjarðarhafsfloti Bandaríkjanna hefði fært sig að aust- urhluta Miðjarðarhafsins. Samtímis hefur Bandaríkjafloti sent fimm tundurspilla og freigátur nær Persaflóanum og hefur íranstjóm tek- ið það óstinnt uppi. Hún hefrir varað Washingtonstjómina við beinum af- skiptum af Persaflóastríðinu og hótað Bandaríkjunum því að ella mundu Bandaríkjamenn finna illilega fyrir reiði Iran. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi náin tengsl milli múslima-mannræningj- anna í Líbanon og svo írans. Varaði hann önnur vestræn ríki við undan- látssemi við mannræningja í Líbanon. Morðhótun múslimanna í gær fylgdi nýlega tekin litmynd af Robert Polhill (53 ára), einum bandarísku háskóla- kennaranna þriggja, og sást á mynd- inni hvar hríðskotarífflum var beint að höfði honum. Nú em níu dagar liðnir síðan breski meðalgöngumaður biskupakirkjunn- ar, Terry Waite, hvarf í Beirút en ekkert hefiir til hans spurst ennþá, eftir því sem sendiherra Bretlands í Líbanon, John Gray, sagði frétta- mönnum í morgun. Svissneskri konu var rænt í Beirút á miðvikudag en þegar ræningjamir spurðu hana að því hvort hún væri ekki frönsk og sáu á persónuskilríkj- unum hið sanna um þjóðemi hennar báðust þeir afsökunar og slepptu henni lausri strax aftur. Saksóknarinn vill rannsaka gamalt spor Gurmlaugur A. Jánssan, DV, Lundi; Claes Zeime, saksóknari í Palme- morðmálinu, vill að rannsókninni verði nú beint að gömlu spori sem hann hafi áður bent á. Hann segist í viðtali við Sænska dagblaðið í morgun vera bjartsýnn á að þetta spor kunni að leiða til lausnar máls- ins. Það hefur áður komið fram að Zeime hefur aldrei haft mikla trú á PKK-sporinu sem Holmér og hans menn hafa nánast einskorðað sig við. Því er þó almennt spáð að bæði Zeime og Holmér lögreglustjóri verði látnir víkja innan skamms vegna þess að ljóst sé orðið að þeir geti ekki starfað saman. Leif Hallberg, talsmaður lögreglu- hópsins sem vinnur að Palmemálinu, viðurkenndi í gær að mikill hluti af orku lögreglunnar að undanfömu hefði farið í að reyna að skapa vinnufrið og sætta ólík sjónarmið svo að unnt sé að hefja rannsókn málsins að nýju eftir áfalhð á dögun- um er handtaka PKK mannanna leiddi ekki til annars en að Zeime lét þá lausa áður en Holmér og menn hans höföu haft tækifæri til þess að yfirheyra þá almennilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.