Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 28
40
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
Andlát
Sigurður Olgeirsson vélstjóri lést
20. janúar sl. Hann fæddist 3. sept-
ember 1929. Hann var sonur hjón-
anna Olgeirs Sigurðssonar og
Hólmfriðar Sigurðardóttur. Hann
lauk námi í rennismíði árið 1951 og
úr Vélstjóraskóla íslands árið 1958.
Vélstjóri var hann á skipum um ára-
bil, síðast á ms. Lagarfossi Eimskipa-
félagsins. Vegna veikinda er hann
átti við að stríða átti hann ekki aft-
urkvæmt á sjóinn. Hin síðari ár vann
hann við rennismíði hjá Vélaverk-
stæði Einars Guðfinnssonar. Útför
Sigurðar var gerð frá nýju kapell-
unni í Fossvogi í morgun.
Egill Pálsson lést 22. janúar sl.
Hann fæddist þann 16. janúar 1923.
Hann réðst ungur til Landhelgis-
gæslunnar. Frá 1948 og allt fram til
ársins 1973 var Egill síðan háseti á
hinum ýmsu varðskipum en eftir þau
25 ár á sjónum tók hann við alhliða
eftirlitsstarfi við fluggæsluna á
Reykjavíkurflugvelli þar sem hann
var til dauðadags. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Alda Jóhannsdóttir.
Útför Egils verður gerð frá Háteigs-
kirkju í dag kl. 15.
Karl A. Þorsteinsson lést 21. jan-
úar sl. Hann fæddist á Bakkagerði á
Borgarfirði eystra hinn 18. ágúst
1901, sonur hjónanna Marenar Sig-
urðardóttur og Eiríks Sigfússonar.
Karl lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1921.
Árið 1933 stofhaði Karl með ýmsum
öðrum mönnum innflutningsfyrir-
tækið Eddu hf. og rekstur þess
fyrirtækis varð aðalviðfangsefni
Karls og ævistarf hans í rúm 50 ár.
Smám saman keypti hann hlut ann-
arra í fyrirtækinu og það varð í raun
fjölskyldufyrirtæki. Þá var hann
einnig ræðismaður Portúgala hér á
landi í rúmlega 56 ár. Eftirlifandi
eiginkona hans er Jóhanua Sigur-
hansdóttir. Þeim hjónum varð
fjögurra bama auðið. Útför Karls
verður gerð frá Neskirkju í dag kl.
13.30.
Sigríður Tómasdóttir, Vitastíg 20,
Reykjavík, andaðist að morgni 29.
janúar.
Hafsteinn Magnússon, Krókatúni
13, Akranesi, lést 28. þessa mánaðar.
Snorri Stefánsson, fv. fram-
kvæmdastjóri, Hlíðarhúsi, Siglufirði,
sem andaðist 23. janúar, verður
jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 31. janúar kl. 14.
Útför Kolfinnu Magnúsdóttur,
Halldórsstöðum, Laxárdal, fer fram
frá Þverárkirkju laugardaginn 31.
janúar kl. 14.
Guðbjartur Guðbjartsson,
Bjarmalandi, Grindavík, verður
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
laugardaginn 31. janúar kl. 14.
Fundir
Aðalfundur kvenfélags
Árbæjarsóknar
verður haldinn þriðjudaginn 3. feb. í safn-
aðarheimilinu og hefst hann kl. 20.30.
Tiikyiuungar
Leið sverðsins - japanskar
skylmingar
Helgina 14.-15. febrúar nk. verður haldið,
á vegum Shobukan félagsins námskeið í
Kendo, Iaido og Jodo. Leiðbeinandi á
námskeiðinu verður Jean-Pierre Reniez,
5. Dan Kendo, 5. Dan Iaido, 5. Dan Bat-
todo. Reniez dvaldi um 10 ára skeið í Japan
og er einn örfárra Vesturlandabúa sem
hlotið hefur Renshi-meistargráðu Jap-
anska- Kendosambandsins. Hann varð
Japansmeistari í Jodo árið 1979. Kendo
eru hinar eiginlegu japönsku skylmingar
sem stundaðar eru af u.þ.b. 23 milljónum
manna í Japan. Iado, listin að draga sverð
úr slíðrum, er kermd í formi fyrirframá-
kveðinna hreyfimynstra (Kata) sem hafa
haldist nánast óbreytt frá 16. öld í Muso
Shinden skylmingarskólanum. Jodo er
fomt afbrigði af skylmingum þar sem tré-
sverði er mætt með 128 cm löngxim staf í
skipulögðum bardaga. Allar greinamar
em hættulausar og stundaðar j afnt af báð-
ixm kynjum í öllum aldurshópum. Nám-
skeiðinu lýkur með sýningu sem er öllum
opin og verður hún auglýst síðar.
Vitni óskast
Eigandi rauðrar Opel Kadett bifreiðar,
sem lenti í árekstri við Ford Cortinu á
gatnamótum Kringlumýrarbrautar og
Borgartúns fimmtudagskvöldið 22. jan. sl.
kl. 20.30, óskar eftir vitni sem telur sig
hafa séð aðdraganda slyssins. Vinsamleg-
ast haiið samband við Jóhönnu í síma
76959 eða lögregluna.
Samþykkt gerð af
hreppsnefnd Blönduóss
22. janúar1987
Hreppsnefhd Blönduósa lýsir undrun sinni
yfir því að við athugxin á staðsetningu
varaflugvallar fyrir millilandaflug skxxli
ekki hafa verið skoðaðir fleiri möguleikar
en þeir fjórir sem nefndir em í skýrslu
Flugmálanefndar. I því sambandi vill
hreppsnefnd vekja athygli á að allar að-
stæður em til staðar til að gera varaflug-
völl fyrir millilandaflug á Blönduósi.
Samkvæmt upplýsingum sérfróðra manna
er veðurfar, aðflug og lega vallarins eins
og best verður á kosið. Fjarlægð frá
Reykjavík er minnst miðað við aðra staði
sem nefhdir hafa verið en það skiptir miklu
fyrir þá sem hlut eiga að máli. Skorar
hreppsnefnd á samgönguráðherra og þing-
menn kjördæmisins að hlutast til um að
fram fari athugun á hagkvæmni þess að
varaflugvöllur fyrir millilandaflug verði á
Blönduósi.
I gærkvöldi
Eiríkur Hauksson, söngvarí og kennari:
„Kærkomið lag“
Venjulega er ég að vinna til
klukkan fjögur til fimm á daginn,
þannig að ég heyri heldur lítið í út-
varpi ó þeim tíma. Nema þá að ég
leyfi krökkunum, sem ég er að
kenna, að hlusta ef þau eru að vinna
að einhverju verkefni. Bylgjan og
rás 2 verða í þeim tilfellum fyrir
valinu. Fyrir mitt leyti eru þær
keimlíkar oft á tíðum, fara inn um
annað og út um hitt.
Það vildi svo til að ég var heima
frá hádegi í gær og var með stillt á
rás 2, það er nú svona bara eftir
hendinni hvora stöðina er stillt á.
Líklegast núna var rás 2 á hjá mér
síðan beinu lýsingamar voru í
Eystrasaltsmótinu. En það sem ég
heyrði var það síðasta af þætti
Margrétar Blöndal, þar spilaði hxin
kærkomið lag, Without you, með
Willie Nelson, sem varð til þess að
konan mín lagði á síðustu stundu
af stað í vinnuna. Að því bxinu heyrði
ég í Inger Önnu Aikman, hún var á
rólegu nótunum með heimspekilegar
vangaveltxrr eins og hennar er von
og vísa. Það er misjafnt hvort ég er
stilltur inn á hana eða ekki. í gær
var ég það og þáttur hennar hljóm-
aði ágætlega. Að lokum heyrði
tónlistarþátt frá Akxireyri sem féll
mér ekki í geð.
Ég missti af öllu sjónvaipi í gær,
enda var fimmtudagur og ég þurfti
að fara á foreldrafund. Auk þess á
ég ekki afruglara. Það er ekkert sem
freistar mín ó Stöð 2 nema þá helst
íþróttir. Það er leitt að þeir skuli
vera famir að trufla þær.
Sjónvarpið finnst mér standa fyrir
sínu það er helst að það vanti meira
af nýrra afþreyingarefni um helgar.
Ég hef verið töluvert mikið úti í
Noregi og þar af leiðandi séð sjón-
varp þar. Það kemst ekki í hálfkvisti
við það sem við höftxm hér á landi.
Eirikur Hauksson.
Útskrift úr Tækniskólanum
Á haxxstönn 1986 var á fimmta hundrað
nemenda í skólanum. Ýmsum námsstigum
luku 56 manns en þar af er helmingur í
áframhaldandi námi við skólann á vorönn
’87. Við brautskráningu 20. des. flutti
Steinar Steinsson skólanefndarformaður
T.l. hátíðarávarp og Þorsteinn Bjömsson
mælti fyrir munn 10 ára árgangs bygginga-
tæknifræðinga sem færðu skólanum að
gjöf myndverk eftir Lísbet Sveinsdóttur. 1
heilbrigðisdeild var 3. október ’86 minnst
20 ára kennslu í meinatækni við T.í. Af
því tilefni gáfu Meinatæknafélag Islands
og 10 og 15 ára árgangar meinatækna
verðmætt kennslutæki og peninga til
tækjakaupa. Um svipað leyti sýndi fyrir-
tækið Kerfi hf. skólanum mikinn sóma
með því að leyfa endurgjaldslaxxst
kennsluafnot af hugbxinaðarsafninu AL-
VlS en það mxm metið á nál. 900 þús. kr.
og er mikilvægt við kennslu í rekstrar-
deild. 1 maí 1987 er að vænta fyrstu
iðnrekstrarfræðinga af sérsviðxxm, fram-
leiðslusviði og markaðssviði. í október
1988 er áætluð brautskráning fyrstu rönt-
gentækna frá T.í. Á myndinni eru bygg-
ingatæknifræðingamir sem útskrifuðust.
Skattaframtalsaðstoð
viðskiptafræðinema
Líkt og undanfarin ár mxm Félag Við-
skiptafræðinema gangast fyrir skatta-
framtalsaðstoð fyrir almenning. Er hér um
að ræða þjónustu bæði fyrir einstaklinga
og smærri fyrirtæki. Eins og á síðustu
árum verður þessi þjónusta rekin frá
Bjarkargötu 6 en þar hefur Félag Við-
skiptafræðinema aðstöðu. Þeim sem
áhuga hafa á því að nýta sér þessa þjón-
ustu er bent á að hringja í síma 26170 frá
kl. 15 á daginn til 22 á kvöldin virka daga
jafnt sem helgar.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 1. febrúar. Ekið
rnn Bláijallaveg eystri, framhjá Rauðu-
hnúkum og fljótlega eftir það er farið úr
bílnum og gangan hefst. Verð kr. 450.
2. Kl. 13 Bláfjöll - Þríhnúkar /Skíða-
ganga Þetta er fyrsta skíðagangan á
árinu. Nægur snjór. Létt ganga frá Blá-
fjallasvæðinu að Þríhnúkum og til baka.
Verð kr. 450. Brottför frá Umferðarmið-
stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl.
Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna.
Frá uppskipun á salti úr Skeiðsfossi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. DV-mynd Ægir
Skeiðsfoss landar
salti á Austfjörðum
Ægir Kristinssan DV, Fáskrúðsfirði:
Undanfamar vikur hefiir flutninga-
skipið Skeiðsfoss legið við bryggju í
Fáskrúðsfjarðarhöfh vegna verkfalls
farmanna en skipið er hlaðið salti firá
Rnetar á Spáni. Þegar skipið kom til
Fáskrúðsfjarðar var skipað á land 300
tonnum af saltfarminum en saltskort-
ur hefúr verið hjá nokkrum fisk-
vinnslustöðvum á Austurlandi að
undanfömu. Síðan hófst uppskipim á
saltinu og vom komnar vörubifreiðar
frá Höfii í Homafiiði og Neskaupstað
til að ná í salt. Þess má geta að til
Hafiiar eru um 230 km aðra leiðina
svo eitthvað hlýtur saltkílóið að kosta,
komið á áfangastað. Til Neskaupstað-
ar em 95 km aðra leiðina.
Dagsferðir sunnudag 1. feb.
kl. 10.30, Gullfoss að vetri. Einnig farið
að Geysi, fossinum Faxa, Bergþórsleiði,
Haukadalskirkju, Brúarhlöðum og víðar.
Verð 900 kr.
Kl. 13: Þjóðleið mánaðaiins. Gengin
gömul verleið: Stóru-Vogar, Hólmabúðir,
Vogastapi, Stapakot, sem fjölfarin var á
vetrarvertíð daginn fyrir kyndilmessu.
Rústir af gamalli verstöð og tveimur gras-
býlum skoðaðar í leiðinni. í lok ferðar
verður komið við í byggðasafhinu í Kefla-
vík. Verð 600 kr. Brottför frá BSÍ, bensín-
sölu. Frítt f. böm m. fullorðnum.
Helgarferðir 13.-15. feb. í Þórsmörk og
Tindfjöll. Sjáumst. Útivist.
Leiðrétting:
Rangt
föðumafn
Þau mistök urðu í hlaðinu sl. mið-
vikudag að Danfríðjir Skaiphéðins-
dóttir var sögð Kristjánsdóttir imdir
myndinni sem fylgdi kjallaragrein
heimar. Þetta leiðréttist hér með og
biðjum við hlutaðeigandi velvirðingar
á mistökunum. -SJ
Danfríður SkarphéöinsdótUr.
Ástaen
ekkiÁsta
Framhjóðandi í skoðanakönntm
Framsóknarflokksins í Reykjavík á
sínum tíma, Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, dagskrárgerðarmaður Ríkis-
útvarpsins, fékk óvænt nýtt nafn í frétt
DV á laugardaginn. Þar var fjallað
um Lfldega skipan í efstu sæti á lista
flokksins og minnt á efetu konur xir
skoðanakönnuninni. Þar var nefiid
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur
sem aldrei hefiir verið við Framsókn-
arflokkinn kennd nema í þetta eina
sinn. DV biður Ástumar afsökunar á
þessari illskiljanlegu yfirsjón.
-HERB