Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
Spumingin
Hvað fannst þér um
„smokkaballið"
í Fjölbraut?
Rafn Guðmundsson tækniteiknari:
Mér fannst þetta mjög eðlilegt inn-
legg í baráttuna gegn eyðni. Með
þessu er verið að vekja athygli ó
sjúkdóminum og hvemig mögulegt
er að verjast honum og því verður
þetta að teljast mjög jákvætt fram-
lag.
Elín Jónsdóttir nemi: Mjög sniðugt
og ég hefði gjaman viljað vera á
ballinu. Þetta er mjög sniðugt einka-
framtak er ætti að koma góðu einu
til leiðar varðandi eyðni.
María Guðmundsdóttir bréfberi:
Þetta var alveg rétt og fleiri fram-
haldsskólar mættu taka þetta upp.
Bæði vekur þetta athygli á eyðni og
fólk til umhugsunar um hættuna er
henni fylgir.
Agnar Helgason nemi: Þetta er alveg
fyrirtaks auglýsing um eyðni og allt
er þeim sjúkdómi getur fylgt. Furðu-
legt af skólastjóranum að bregðast
svona við þessu. Því það er tími til
kominn að hefja umræður um skað-
valdinn eyðni.
Hjörtur Þór Grétarsson nemi: Mér
fannst þetta mjög gagnlegt hjá nem-
endunum í baráttunni gegn eyðni.
Þetta hefur þegar opnað umræður
um eyðni en það er einmitt það sem
hefur vantað.
Lesendur
Valdhroki Sverris
Sverrir kann sko á keriið, ráðuneytið hans fer 17% fram úr fjárlögum
en hann getur rekið aula sem fór 7% yfir fjárlögin.
6252-1295 skrifar:
Allt saman hyski! En það eru jú
kosningar svo þá eru bara alþýðu-
bandalagsmenn hyski af því að
Sverrir Hermannsson rak sjólfstæð-
ismann úr embætti. Sverrir Her-
mannson er ráðherra og okkur öllum
til fyrirmyndar, hann segir þeim sem
mótmæla honum að honum sé eðli-
legt að bregðast þannig við, - að
æpa að allir séu hyski. Þess vegna
er það í raun þeim sem mótmæla að
kenna að Sverrir kallar alla hyski
því Sverri er það náttúrlega eðlilegt
að æpa að allir séu hyski ef honum
er mótmælt. Þetta ættu allir að vita
og því fáránlegt að mótmæla Sverri.
Þegar fræðslustjórahimpigimpi
asnast til að halda fram skoðunum
og berjast fyrir þeim án leyfis Sverr-
is eru það vitanlega dylgjur og
ósannindi og eru allir hyski og illt
er að egna óbilgjaman og engu skal
eirt og engu hlíft og þessi óttalegi
launalausi aumingi sem var nauð-
synlegt að reka getur fengið opin-
beran styrk af því hann er vel
auglýstur í íjölmiðlum svona rétt
fyrir kosningar.
Sverrir kann á kerfið, það sér hver
maður, spilar á fréttamenn eins og
smástráka, lætur ráðuneytið fara
17% yfir fjárlög, en það sem umfram
allt má telja til kosta Sverris sem
róðherra er hversu ábyrgur hann er
og getur tekið til hendinni og rekið
aula úti á landi sem fór heil 7% yfir
íjárlög og er svoddan fífl að hafa
rökstuddar forsendur fyrir því. Já,
glöggt er auga Sverris því slíkur
maður er réttrækur umsvifalaust úr
embætti og kostir Sverris sem at-
orkusams og skilmerks ráðherra
koma í ljós.
Þetta virkar vel á kjósendur því
ljóst er að Sverrir hreinsar sem hvít-
ur stormsveipur og eirir engu og
hyskinu verður ekki hlíft. Hugsið
ykkur bara ef allir ráðherrar væru
eins og Sverrir, þá myndi hver ráð-
herra reka einn opinberan starfs-
mann árlega með miklu fjaðrafoki
og allir hefðu nóg að tala um annað
en óráðsíu í kerfinu og ráðuneytun-
um. Sérstaklega svona rétt fyrir
kosningar. Það er ekki spuming;
ráðherrar sem kunna ekki að æpa
hyski svona af og til eru bara mann-
leysur. Þess vegna hlýt ég að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn.
Afskræming á
ástarsambandi
Sveinn Nikulásson skrifar:
Mér fannst leikritið Líf til einhvers
afskræming á sambandi manns og
konu sem fáum hefur dottið í hug fyr-
irfram að mundi verða flutt í ríkis-
sjónvarpinu á nýársdag, nokkrum
klst. eftir að hafa hcrft og hlýtt á for-
seta okkar flytja sitt ábyrgðarríka
ávarp. Mér finnst flutningur svona
efnis vera slíkt virðingarleysi við for-
seta okkar og ábyrgðarleysi gagnvart
æskufólki að tæplega sé réttlætanlegt.
Hver meðalgreindur maður gerir sér
grein fyrir hvílíku sálartjóni svona
túlkun getur valdið viðkvæmri bams-
sálinni. Viðbjóður sem getur haft í för
með sér rangar hugmyndir um heil-
brigt ástarsamband karls og konu.
Undir hvaða áhrifum höfundur hefur
verið þegar verkið varð til er ekki
auðvelt að gera sér grein fyrir en lítill
vafi mun leika ó að þau hafa verið
sjúkleg. Þetta gæti hafa verið ómeð-
vitað neyðarkall höfundar til sam-
ferðamanna og það væri skýringin á
því að það var boðið til birtingar og
flutnings. Þá er eftir að fá skýringuna
á hver ber ábyrgðina hjá sjónvarpinu
að sýna svona efiii?
Starfsmenn á morgunvakt hljóð-
varpsins hinn 2. janúar vom í spum-
ingartíma stöðugt að leita eftir hvem
boðskap umsegjendur teldu verkið
túlka en við því fengust ekki svör
enda trúlega langsótt. Alllíklegt er að
tilstandið hafi kostað nokkuð væna
fúlgu fjár sem vart verður sótt annað
en í vasa hneykslaðra áhorfenda og
áhlýðenda og munu vafalítið fleiri en
ég meina að hlé hefði verið heilla-
drýgra.
Af hverju er ekki sýnt meira af pílukasti?
Pílukast allra
feflEE - ‘ ’
- J
Þad I6k hvorfci mcfra né tninna en
AknMX 1« "»«•»»«•
Slæleg póstþjónusta
Bins og a.ú ctá ú |^WU©píuífl » • iatm« í tóftu tilviki er ««•
-------pMk*** ■
stad.-ir í kmim.-
mam <m <*» <r u# mbm
ti! (teykja«icu<-. tumrt)U»n
Bréfiö lá ekki á Djúpavogi í ár heldur var hjá vitlausum viðtakanda í
Reykjavík er síðan póstlagði bréfið á Djúpavogi.
Bréfið innlyksa
íReykjavík
Steingrimur Ingimundarson, póst-
og simastjóri Djúpavogs, hringdi:
Vegna greinar er birtist í DV fyrir
skömmu um slælega póstþjónustu
vil ég koma ó framfæri að bréfið var
upphaflega borið vitlaust út í
Reykjavík og sá aðili (rangur við-
takandi) er fékk bréfið póstlagði það
tæplega ári seinna til rétts viðtak-
anda og póstlagði hann þá bréfið á
Djúpavogi. Og til að koma í veg fyr-
ir allan misskilning þá vil ég taka
fram að bréfið lá því ekki á Djúpa-
vogi í ór heldur var hjá röngum
viðtakanda í Reykjavík er síðan
póstlagði bréfið á Djúpavogi.
meina bót
Hafsteinn Kristjónsson skrifar:
Ég ætla að þakka stjórnanda
íþróttaþáttarins á Stöð 2, fyrir sérstak-
lega góða og fjölbreytilega íþrótta-
þætti. Á sunnudaginn var t.d. byrjað
að sýna frá keppni í pílukasti og for-
maður íslenska pílukastsfélagsins
útskýrði á skemmtilegan og einfaldan
hátt leikreglur pílukastsins. Það er
sko kominn tími til að íslendingar fái
að njóta þessarar sérstöku íþróttar.
Ríkisútvarpið/sjónvarp ætti að taka
þetta sér til fyrirmyndar. Ég skrifa
þessar línur vegna þess að ég hef sjálf-
ur kynnst þessari skemmtilegu íþrótt
þar sem hugurinn og höndin vinna
saman. Það verður örugglega mjög
gaman að fylgjast næstu sunnudaga
með opna breska meistaramótinu í
pilukasti.
HRINGIÐ í SÍMA
27022
MILLI KL. 13 OG 15
EÐA SKRTFIÐ.
Horgull á bílastæðum
D. Jóhannson skrifar:
Það er alveg ótrúlegt hvað það getur
reynst erfitt að fá bflastæði ó ákveðn-
um stöðum í bænum. Um daginn er
ég ætlaði að fara í Samvinnutyrgging-
ar til að ljúka þar málum mínum
reyndist mér gjörsamlega ókleift að fá
bílastæði. Ég veit ekki hvort skýringin
er sú að starfsfólkið leggi bílunum sín-
um þar fyrir utan eða bílastæðin séu
eingöngu ætluð viðskiptavinunum.
Hvet ég Samvinnutryggingar til að
gera gangskör í þessu máli svo við-
skiptavinurinn eigi hægara um vik að
sækja þangað þjónustu sína.