Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Iþróttir Pálmar skor- aði 30 stig Haukar-Valur 66-75 Pálmar Sigurðsson skoraði 30 stig fyrir Hauka í gærkvöldi er Haukar mættu Val í úrvalsdeild- inni í körfúknattleik í íþróttahúsi Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Ekki dugði það Haukum til sigurs því Valsmenn sigruðu með 66 stigum gegn 75. Staðan í leikhléi var 26-38, Val í hag. Haukar skoruðu þrjú fyrstu stig leiksins en til að byrja með var leikurinn jafn. Um tíma var staðan 16-15 Haukum í vil en Valsmenn skoruðu þá 11 stig í röð og breyttu stöðunni í 16-26. í síðari hálfleik munaði mest 15 stigum á liðunum. - Stig Hauka: Pálmar 30, þar af sjö þriggja stiga körfur, ívar 12, Henn- ing 8, Ingimar 8, Eyþór 4 og Ólafur 4. Stig Vals: Tómas Holton 15, Torfi Magnússon 15, Einar Ólafsson 13, Páll Amar 9, Sturla 8, Leifur 7, Bjöm 6 og Svali 4. -RR Stórleikur í Njarðvík Stórleikur verður í úrvalsdeild- inni í körfúknattleik í kvöld þegar Njarðvíkingar fá nágrannana úr Keflavík í heimsókn. Leikur lið- anna hefct kl. 20.00. Langt er síðan Keflvíkingar hafa sigrað Njarðvíkinga á útivelli og má þvi ætla að Keflvíkingar leggi allt í sölumar til að breyta því. Njarðvíkingar em nú efetir í deild- inni en Keflvíkingar em ekki langt undan, má því búast við hörkuvið- ureign. -JKS Svíaráferð í Asíu Gunnlaugur A. Jánsaan, DV, Lundi: Sænska landsliðið í handknatt- leik ætlar sér stóra hluti á ólymp- íuleikunum í Seoul á næsta ári. Mikið verður um leiki hjá liðinu fram að keppninni og hefur sænska landsliðið nú þegar tekið þátt í tveim mótum það sem af er árinu. í næstu viku verða tveir landsleik- ir gegn Danmörku og síðar í mánuðinum verða síðan tveir leik- ir gegn Spánverjum. Þá verður farið í mikla keppnis- og æfingaferð til Asíu þegar keppni í Allsvenakan lýkur í vor. Verður þá meðal annars leikið við Kinverja. Það er greinilegt af þess- ari upptalningu að Svíar leggja allt kapp á að undirbúa lið sitt sem beat fyrir ólympíuleikanna. -SMJ Meistarar á ferð Heimsmeiataranir frá Argentínu leika gegn ítalska liðinu Roma 19. mars najstkomandi og verður það fyrati leikur þeirra aíðan þeir urðu heimsmeistarar. Um leið er þetta þeirra fyrsti leikur í Evrópu síðan Diego Armando Maradona lyfti stytt- unni fógru á Aztekaleikvanginum í Mexíkó 31. júní á síðasta ári. Ætlunin er að Argentínumenn leiki annan leik á Italíu en ef það gengur ekki í gegn þá munu þeir að öllum líkindum mæta Köln í V-Þýskalandi. -SMJ Þorbergur lék fárveikur en gerði 7 mörk - Saab ennþá í fallhættu Gurmlaugur A. Jónssan, DV, Lundi I fyrrakvöld fór fram heil umferð í Allsvenskan. Þorbergur Aðalsteinsson lék sárlasinn með Saab gegn Krops- kultur og tapaði Saab leiknum, 25-27. Þrátt fyrir að Þorbergur léki þennan leik illa haldinn af innflúensu og gegn læknisráði þá varð hann markahæstur leikmanna Saab með 7 mörk. Ekki sýndu allir leikmenn Saab sömu hörku og Þorbergur og vantaði fjóra úr aðal- liðinu í leiknum vegna veikinda. Saab hefur gengið illa að undan- fömu og má það að nokkru rekja til innflúensufaraldurs sem hefúr geisað í herbúðum Saab. Þá missti Þorbergur af mörgum leikjum vegna meiðsla. Saab er nú að komast í fallsæti en liðið er í 5. neðsta sæti með 11 stig. Næst spilar Saab við Hellas og verður sá leikur að vinnast. Þorbergur kvaðst vera bjartsýnn á að Saab héldi sér uppi ef allir leikmenn liðsins væru heilir heilsu. -SMJ Liðin bítast á um Alan Smith - fer líklega til Chelsea á 1 millj. punda Chelsea hefur átt mjög erfitt upp- dráttar í vetur enda er nú loft lævi blandið í herbúðum félagsins og liðs- andi með versta móti. Margir leik- menn hafa farið fram á sölu og eru þeir David Speedie og Kerry Dixon þar á meðal. Speedie er nú úti á þekju í hveijum leik liðsins. Er það af sem áður var er hann skapaði meðherjum sínum færi með þeim hætti sem nafn hans segir til um. Keriy Dixon er auk þess hættur að hrella markverði en gerir í þess stað John Hollins, framkvæmdastjóra sín- um, hverja skráveifuna á fætur annarri. Hann brást til að mynda hinn versti við er honum var skipt út af um síðustu helgi. En nú er John Hollins orðinn lang- þreyttur á argaþrasi leikmanna og einbeitingarleysi. Hann hyggst hleypa nýju blóði í leik liðsins og kaupa einn athyglisverðasta sóknarmann á Bret- landseyjum. Alan Smith heitir þessi skæði leikmaðu1- og hefur hann um hríð spilað með Leicester. Kaupverðið er óákveðið en í kviksögum hafa 60 milljónir verið nefridar (1 millj. punda). Grunur leikur hins vegar á að Hollins hyggist fá kaupverðið niðursett með leikmannaskiptum. Miðjumaðurinn Mike Hazard, sem hefúr ekki náð að festa sig í sessi í herbúðum Chelsea, hefur jafrian verið nefndur á nafri í því sambandi. Ef af sölu þessari verður skellur hurðin á nef forkólfanna í Liverpool og Arsenal. Liðin hafa bæði haft njósn af pilti og leitað á stúfana. „Smith hefur átt þátt í mörgum marka minna og valdið usla með tækni sinni og hraða,“ segir enski landsliðs- maðurinn Gary Lineker. Hann lék eitt sinn við hlið Alan Smith í Leicester. Það er fúllvíst að Smith getur gert garðinn frægan með öðrum liðum en Chelsea. Hann hefúr nú þegar sett 12 mörk í vetur og því er ólíklegt að stór- liðin hafi sagt sitt síðasta orð í glímunni um þennan efnilega leik- mann. -JÖG. •Alan Smith fer líklega til Chelsea. rHllaga Wc I I Fulltrúar 92 ensku ari saman til fúndar í Londc West Ham United um ba félganna næstu þrjú árii Tillagan var samþykkt landi í dag eru gervigrasi Oldham og Preston og h •Gunnar Einarsson, fyrrum lands- liósmaður í handknattleik, er óspar á gagnrýni á norska handknattleiks- menn í viðtali sem birtist við hann í norsku dagblaði nýverið. Hann segir til að mynda að norsku landsliðs- mennimir hugsi meira um að vera á finum hótelum á keppnisferðum með landsliðinu en að ná góðum úrslitum í landsleikjum. ff Læriðafs - segir Gunnar Einarsson við Norðmenn velta nú mikið fyrir sér hvemig þeir eigi að fara að því að koma sér upp sterku karlalandsliði í hand- knattleik en sem kunnugt er þá stóð kvennalandslið Norðmanna sig frábær- lega fyrr í vetur og náði þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni. I vikunni birtist viðtal í norsku blaði við Gunnar Einars- son sem hefur nú verið um þriggja ára skeið í Noregi þar sem hann hefur þjálfað og leikið. Gunnar, sem nýtur mikillar virðingar í Noregi, ræðir um það í við- talinu hvað honum þykir vera ábótavant í norskum handknattleik. „Hugsa aðeins um fín hótel“ „Megnið af þeim leikmönnum sem leika í landsliðinu í dag gerir sér ekki grein fyrir því sem þarf að leggja á sig til að ná árangri á alþjóðavettvangi. Þeir eru ekki nógu harðir af sér og þá skortir aga. Þeir þola ekki það álag sem fylgir stór- mótum - en það er hlutur sem má að nokkru skrifa á reikning félagsliðanna og þess anda sem ríkir á æfingum í Nor- egi. Allt of margir leikmanna hugsa frekar um að hafa það þægilegt á fínum hótelum í ferðalögum en að einbeita sér að því að ná góðum úrslitum," sagði Gunnar. Hann er 31 árs en á árunum 1975-80 lék hann „Svisslendingar eru | með mjög sterkt lið“ [ léttri leið“ - segir Bogdan. Flugleiðamótið hefst á mánudag | - segir John McEnroe I Kjaftaskurinn heimskunni, Joh | McEnroe, er nú aftur farinn að hrella dón Á mánudag, 2.febrúar, hefet Flug- leiðamótið í handknattleik í Laugar- dalshöll. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt í mótinu. Þetta eru A-landslið Islands og lið leikmanna yngri en 21 árs, landslið Sviss og landslið Alsír. Opnunarleikur mótsins verður milli A-landsliðs Islands og unglingaliðsins. Hefet viðureign liðanna kl. 20.00. Að þeim leik loknum munu Alsírbúar mæta Svisslendingum. Á þriðjudeginum verður síðan leikið á tveimur stöðum á landinu. Á Akur- eyri mætir A-landslið íslands Alsfrbú- um en unglingamir leika gegn Svisslendingum á Akranesi. Fyrmefridi leikurinn hefet kl. 19.00 en sá síðamefndi kl. 20.00. Úrslit mótsins ráðast síðan á mið- vikudagskvöld í Laugardalshöll. Þá leikur unglingaliðið við Alsír en A- landsliðið mætir Svisslendingum. Fyrri leikurinn hefet klukkan 19.00 en sá síðari strax á eftir eða um 20.45. Þótt íslendingar tefli nú fram sínu sterkasta liði eiga þeir þó ekki sigur- inn vísan á mótinu. Bæði Alsír og Sviss æfa nú af kappi fyrir B-keppnina á Italíu í næsta mánuði. Flugleiðamót- ið er liður í undirbúningi beggja þjóða fyrir þá hörðu keppni. „Svisslendingar eru mjög sterkir," sagði Bogdan Kowalczyk, landliðsþjálfari ls- lands, á blaðamannafundi í gær. „Alsírbú- ar leika einnig vel í tæknilegum skilningi. Þeir mæta sóknarmönnum okkar mjög framarlega á vellinum og trufla þannig leik liðsins. Leikimir verða þvi afar erfiðir enda er það ætlunin. Þeir eru liður í undir- búningi okkar fyrir ólympíuleikana í Seoul.“ Við hvetjum alla til að fjölmenna á þessa landsleiki sem nú eru framundan. Ahorf- endur styðja ekki aðeins við bakið á leikmönnum með nærveru sinni, hand- knattleikssambandið hlýtur einnig sinn skerf. Sá fjárstuðningur er afar mikilvæg- ur því án peninga getur landsliðið aldrei staðið undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar. -JÖG. ara og skemmta áhorfendum. Fyrsti tennii I leikur hans eftir langt hlé fór fram landskeppni í Bandaríkjunum á þriðjudai | Viðureign þessi var æfing Bandaríkjí ■ manna og Svía fyrir mikið innanhússmí I semframáaðfaraíFíladelfíuínæstuviku. , McEnroe lagði sænska tennissniltingin Mats Wilander að velli, 6-4 og 6-4. I Þótti McEnroe óvenju spakur í leiknui * enda var sigur hans aldrei í hættu. „Ég t | á réttri leið,“ sagði hann eftir leikinn, „c Iég finn að ég næ toppnum að nýju.“ McEnroe sigraði einnig í tvíliðaleik Irxvirlo c-írvttrn TJrxfm* TTlamVirtirjrV asar landa sínum Peter Flemming, 6-3 og 6-4. Afb Ivar það Wilander sem beið ósigur, í þetta skip ið ásamt félaga sínum Mikael Penfore. IWilander náði sór ekki á strik í landskeppi inni enda nýgiftur og rétt byrjaður að æfa eft ■ sælu hveitibrauðsdaganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.