Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 36
P p| p -|- -J- jP^ -J- | Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Vaxandi fyigi við að Stefán fái BB Þeirri skoðun vex nú fylgi innan Framsóknarflokksins að heimila skuli Stefáni Valgeirssyni að merkja lista sinn BB þrátt fyrir að kjördæmisráð flokksins í Norðurlandi eystra hafí lagst gegn því. Þessar upplýsingar fékk DV frá ein- um af þingmönnum Framsóknar- flokksins. Málið verður rætt í framkvæmdastjóm flokksins næst- komandi þriðjudag I DV í gær var sagt að komið væri að því að taka ákvörðun um hvort víkja ætti Stefáni úr þingflokknum. „Það hefur ekkert verið fjallað um ' ii*etta mál í þingflokknum," sagði Dav- ■ íð Aðalsteinsson sem gegnir for- mennsku í þingflokki Framsóknar- flokksins þessa dagana. „Það hefur ekkert verið ákveðið með það eða hvort það verður yfirhöfuð rætt,“ sagði Davíð. -KMU Hluthafar Amarflugs koma saman Stjóm Amarflugs hefur boðað hlut- hafa til fundar í næstu viku. Þar verður afgreidd tillaga stjómar um að heimilað verði að auka hlutafé félags- ins um 82 milljónir króna til viðbótar því sem samþykkt var í fyrra. Meginástæðan er sú að tap á nýliðnu ári varð meira en menn höfðu búist við eða um 120 milljónir króna sam- kvæmt bráðabirgðatölum, að sögn Kristins Sigtryggssonar framkvæmda- stjóra. Stjórn félagsins hefur markað þá stefhu að einbeita sér að áætlunarflugi milli Islands og Evrópu en leggja minni áherslu á sérstök verkefhi er- lendis og stofna dótturfélag um innanlandsflugið. -KMU Ávallt feti framar 68-50-60 ,viO>0lLAsrð( ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA10 LOKI Má þá ekki endurreisa Hafskip með sama hætti? FOSTUDAGUR 30. JANUAR 1987. Farniannadeilan: Nú situr allt pikkfast aftur segir Guðlaugur Þotvaldsson ríkissáttasemjari „Menn höfðu verið að reyna þá leið að setja kröfúna um breytt vinnufyrirkomulag um borð aftur fyrir og því þótti mér rétt að láta reyna á þá leið með formlegri miðl- aðilar sýnist unartillögu. Eftir að báðir hafa eindregið hafhað henni mér að tillaga skipafélaganna um breytt vinnufyrirkomulag og kaup- hækkanir út frá því verði sá grund- völlur sem næst verður reyndur," sagði Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari í morgun. Guðlaugur sagðist ekki hafa boðað annan samningafúnd enda teldi hann rétt að menn fengju einhvem tíma til að hugsa ráð sitt. Tillága sáttasemjara var formleg miðlunartillaga en þær verður að bera undir félagsfund beggja deilu- aðila. Hún var felld í gærkveldi með nær öllum atkvæðum á fúndum beggja deiluaðila. Sjómenn sögðu hana ekki ganga nógu langt fyrir þá en fulltrúar skipafélaganna sögðu hana alltof háa. Tillagan gerði ráð fyrir 7,5% kauphækkun í stað 6% sem skipafélögin höfðu boðið. Lág- markslaun yrðu 26.500 krónur á mánuði en fteru upp í 27.800 við lok samningstímabilsins. Þá var gert ráð fyrir að sérstakt álag, sem undir- menn fa greitt, yrði 60% en sjómenn höfðu farið fram á 73%. „Ég taldi rétt að sýna fram á það í atkvæðagreiðslu um miðlunartil- löguna hve breitt bil er á milli deiluaðila í stað þess að vera að gefa um það skýrslur. Úrslit atkvæða- greiðslunnar sýna betur en nokkuð annað hve mikið ber í milli,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson. Hann tók fram að hann myndi kalla til sátta- fúndar um leið og eitthvað breyttist frá þvf sem nú er. -S.dór Landflutningar eru nú meiri en dæmi eru til um á þessum árstíma. Vöruflutningabílarnir hafa ekki undan aö flytja vörur út á land enda þótt veðurenglarnir geri sitt til að halda vegum opnum með vorveðráttu á Þorra. Undanskildir eru þó Vestfirðir þar sem sundurskornir aurblautir vegir koma í veg fyrir alla landflutninga sem stendur. S.dór/DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Þurrt á Norður- og Austur- landi Á laug^jtlaginn verður suðaustan átt um allt land, 4-6 vindstig og súld við suður- og vesturströndina. 2-4 vindstig og skýjað en þurrt á Norð- ur- og Austurlandi. Hiti 0-6 stig. Vilja eriendan hluthafa í ÚtvegsbankannS — nd ctnifsLknn irHhnn ^ - og stórfækkun útibúa Hugmyndir um skipulag bankakerf- isins gerjast nú hratt. Framsóknar- menn hafa bryddað upp á því við sjálfstæðismenn að ef Útvegsbankinn verði „endurreistur“ nú þegar sem hlutafélag verði það með 25% aðild erlends hluthafa. Þá er hugsað að Iðn- aðarbanki og fleiri innlendir einka- bankar gangi í félagið á seinni stigum. Áður hafa sjálfstæðismenn sýnt áhuga á þátttöku erlendra aðila í bankastarfseminni, svo sem með opn- un umboðsskrifetofa hér. Matthías Bjamason viðskiptaráðherra mun ít- rekað hafa lýst því yfir að hann hleypi ekki útlendingum að bönkunum sem beinum aðilum nema að 25%. Fram- sóknarmenn egna hann nú til þess. Þá fylgir þessari hugmynd, um Út- vegsbankann hf„ að útibúakerfi Landsbanka og Búnaðarbanka og jafnvel bankanna í heild verði endur- skoðað og dregið stórlega saman. Fleiri breytingar í bankamálunum hanga á spýtunni, enda er vandamál Útvegsbankans einungis einn þáttur þeirra úrlausnarefna sem stjómar- flokkamir fást nú við í bankamálun- Sjá einnig bls. 3 -HERB Sorpdeilan í Kópavogi: Lausní augsýn „Ég hreinsaði allan bæinn í gær að ráði lögfræðings míns og framvegis mun ég hreinsa austurbæinn reglu- lega. Vesturbæinn í Kópavogi snerti ég hins vegar ekki vegna þess að þar er allt annar samningur í gildi,“ sagði Þorbjöm Tómasson, verktaki sorp- hreinsunar í Kópavogi, oft nefndur „töframaður sorpsins". Ýmislegt bendir nú til að lausn sorp- deilunnar í Kópavogi sé í augsýn en þar hefur verið deilt um eftir hvaða töxtum ætti að greiða sorphreinsunar- mönnum vinnu sína. „Ég á von á því að deilan um sorp- hreinsunina leysist í dag þó eftir standi deilan við Þorbjöm verktaka um greiðslu verðbóta," sagði Stefán L. Stefánsson á bæjarskrifetofúnum í Kópavogi í morgun. -EIR Þijú innbrot í morgun: Þrennt var handtekið Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn og eina konu í morgun en þau em grunuð um innbrot á þrjá staði í borginni auk þess að hafa unnið skemmdarverk á bílum. Staðimir, sem tilkynnt var um innbrot í, vom Hen- son í Skipholti, Eldhúsval í Sigtúni og JB blikksmiðjan á Ægisgötu en bílamir, sem skemmdir vom, vom á Þórsgötunni. Ekki lá ljóst fyrir í morgun hve miklu hafði verið stolið úr þessum fyr- irtækjum þar sem nýbúið var að tilkynna innbrotin og yfirheyrslur yfir hinum grunuðu rétt að byrja. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.