Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs starfsárið 1987 til 1988. Tillögum ber að skila á skrif- stofu félagsins, Ingólfsstræti 5, 5. hæð, föstudaginn 6. febrúar 1987 kl. 13.00. Stjórnin. ÞORRAMATUR Félagasamtök og starfshópar! Afgreiðum þorramatinn til ykkar á hagstæðu verði. 18 tegundir. Verð kr. 490,- B VEITINGAMAÐURINN HF BÍLDSHÚFÐA 16 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 686880 VI KAN er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað og býður hagstæðasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita VIKAN nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug- lýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAN hefur komið út í hverri viku í næstum 50 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. í>ess vegna er Vikan svona fjölbreytt og þess vegna er les- endahópurinn svona stór og fjölbreyttur. VIKAN selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í Vikunni skilar sér. VIKAN er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkomandi. Þess vegna er Vikan svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. VIKAN veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsam- legu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda Vikunnar. VIKAN hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð Vikunnar eiga við hana eina og þær fást hjá auglýsinga- deild Vikunnar í síma 27022. Neytendur Notfæram okkur glænýtt góðgætið úr hafínu t Hrognamáltíð handa fjórum á 164 kr. því daglega glænýjan fisk í matinn. Notfærum okkur það. Hrognamáltíð Soðin hrogn eru eitthvað það besta sem hægt er að hugsa sér á þessum árstíma. Hægt er að matreiða þau á ýmsa vegu en íyrst skulum við hafa þau soðin. Hæfilegt er að áætla um 180-200 gr af hrognum á mann. Lítið gerir til þótt einhver afgangur verði því hann er hægt að nýta í ýmislegt. Talað er um hrognabrók en hrognin eru í brókarlaga himnu. Brækumar geta verið mismunandi stórar. Ekki er heppilegt að kaupa alltof smáar brækur. Heppilegast er að hafa hrognabrókina þannig að „skálmin“ sé 5,5-6 cm í þvermál. Skolið hrognin varlega svo himnan fari ekki í sundur. Vefjið álpappír utan um hrognabrókina. Látið hrognin út í sjóðandi vatn sem salti hefur verið bætt í. Vatnið verður að fljóta yfir hrognapakkann. Látið sjóða við vægan hita í 20-40 mín., suðutíminn fer eftir stærð brók- arinnar. Látið ekki bullsjóða á hrognunum, þá geta þau orðið þurr og farið í sundur. Þau eru svo gjaman borin fram með soðnum fiski og lifur og soðnum karti öflum. Gott er að hafo brætt smjör út á hrognin en það er líka gott að bera með þeim ljósa sósu, eins og t.d. hollenska sósu. Hrognin em borin fi-am skorin í sneiðar. Afganginn má nýta á ýmsa vegu, t.d. steikja sneiðamar. Þá er betra að velta sneiðunum upp úr hveiti eða hrærðu eggi og raspi. Gratín úr hrognaafgangi er líka sér- lega gott og svo má búa til „rúskumsn- úsk“ á pönnu úr hrognaafgangi og ýmsu góðgæti sem er handhægt. Loks er eftir að nefha að sneiðar af köldum niðursneiddum hrognum em ljúffeng- ar ofan á rúgbrauð, þá gjaman skreytt með einhverju súm, eins og bita af súrri gúrku. -A.BJ. Hrognin eru innilukt i himnu sem er i laginu eins og „braekur" og þvi er oft talað um hrognabrækur. Þær eru af mismunandi stærð, langbestar af millistærð, svona 5,5-6 cm i þvermál þar sem „brókarskálmin" er breiðust. DV-myndir Brynjar Gauti Björgvin Konráðsson i Hafrúnu selur viðskiptavini glæný hrogn. Það var gimilegt um að litast í fisk- búðinni á miðvikudaginn, allir bakkar fullir af spriklandi nýmeti og nóg til af hrognum. „Ég var til kl. 2 í nótt að bíða eftír þessu í Sandgerði," sagði Björgvin í Hafrúnu er neytendasíðan leit inn til að kanna fiskmál. Hann sagði að nú fengju sjómenn greitt á þriðja hundrað kr. fyrír kg af hrognum beint í fiysti þannig að bú- ast mætti við að hrogn yrðu sjaldséð vara í fiskbúðunum í framtíðinni. Við skulum notfæra okkur hrognin á meðan þau em fáanleg. Hrognakíló- ið kostar 205 kr. og lifrin er á sama verði. Mörgum þykir sem matfiskur- inn hafi hækkað í verði undanfarið, enda er það líka rétt. En hann er bæði betri og hollari en ýmislegt ann- að sem kannski er ódýrara í innkaupi. Við könnuðum fiskverðið á miðviku- daginn: Heil ýsa, 116 kr. ýsuflök, 205 kr. þorskffök, 205 kr. stórlúða í sneiðum, 290 kr. smálúðuflök, 280 kr. fiskhakk, 230 kr. útvatnaður saltfiskur, tilbúinn í pott- inn, 230 kr. gellur, 220 kr. kinnar, 140 kr. Við síðustu verðlagningu á fiskinum sem gekk í gildi 20. janúar sl. vom fiskheitin tekin út af dagskrá. Áður var þorskurinn dýrari en ýsan í inn- kaupi en útsöluverðið mátti ekki vera hærra. íslendingar em sennilega meðal fárra þjóða sem geta fengið næstum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.