Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 9. MARS 1987. Stjómmál Forystusvertin: Þorsteinn, Friðrik, Davíð Þorsteinn fékk 97% atkvæða Hvalveiðimálið: Fordæming á Bandaríkja- stjóm felld „Bandaríkjamenn komu svívirði- lega fram við okkur í hvalveiðimálinu og við eigum ekki að hika við að láta þá vita að svona á ekki að koma fram vinaþjóðirsvaraði Haraldur Blöndal tillögum um að fella út úr ályktun um sjávarútvegsmál fordæmingu á af- skiptum Bandaríkjastjórnar af hvala- málinu. Haraldur sagði að samningurinn, sem gerður var við Bandaríkjastjóm, hefði verið nauðungarsamningur og blettur á samstarfi þjóðanna. „Banda- ríkjamenn virðast halda að vinátta þjóðanna þurfi ekki að vera gagn- kvæm,“ sagði Haraldur. Það var Guðmundur Hallvarðson, formaður Sjómannafélags Reykjavik- ur, sem taldi þama alltof fast að orði kveðið og vildi ekki að Bandaríkja- manna yrði getið í álvktuninni. Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri á Vopnafirði. tók í sama streng og Guð- mundur og taldi landsfund Sjálfstæð- isflokksins „ekki vettvang til að veitast að vinaþjóðum". Á endanum var samþykkt tillaga Tryggva um að nefna aðeins „erlendar þjóðir og öfgahópa" og þar með féll fordæming á Bandaríkjamönnum út úr álvktun um sjávarútvegsmál. GK Þjóðaiflokksins: Réttnefhdur Þjóðarbrota- flokkur „Stofnun Þjóðarflokksins er vís- bending um að fólk á landsbyggðinni óttast um sinn hag,“ sagði Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akur- eyri, í umræðum um byggðamál á landsíúndi Sjálfstæðisflokksins. Hann taidi hugmyndina um skiptingu lands- ins í fylki hættulega og bæri sjálfstæð- ismönnum að hafna henni algerlega. Flokkur, sem hefði þetta á stefnuskrá sinni, væri réttnefndur Þjóðarbrota- flokkur. Hrafhkell A. Jónsson á Eskifirði tók í sama streng og taldi að sjálfstæðis- menn ættu að álykta sérstaklega gegn hugmyndum af þessu tagi. GK Landsfundi Sjálfstæðisflokksins i Laugardalshöfl lauk með kosningum þar sem Þorsteinn Pálsson var end- urkjörinn formaður flokksins með 97,12% greiddra atkvæða. Hann hlaut 946 af 974 greiddum atkvæð- um. 1 kjöri um varaformann fékk Frið- rik Sophusson einnig ótvíræða endurkosningu, 87,64% atkvæða. Eftir hálfs annars tíma viðkvæm- ar umræður um kosningaréttará- lyktun í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins stóð Þor- steinn Pálsson formaður flokksins upp og bað menn að rifa seglin. Féflu menn þá ýmist frá orðinu eða drógu til baka breytingartillögur og var yfirlýsingin samþykkt í heild „með atkvæðum allra eða nær allra landsfundarmanna", eins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson fundarstjóri lýsti útslitunum. Afgreiðsla kosningayfirlýsingar- innar var í rauninni síðasta verkefni landsfundar Sjálfstæðis- flokksins í gær, fyrir kosningar formanna og miðstjórnarmanna. Geir Haarde, formaður stjórn- málanefndar, sagði nefndina hafa komist að samkomulagi um tillögu að yfirlýsingunni þegar fyrir há- degi á laugardag. Sagði hann hafa Davíð Oddsson fékk síðan flest at- kvæði í kjöri 11 manna í miðstjóm flokksins. Hann fékk einnig næst- flest atkvæði í formanns- og vara- formannskjöri. Það vom 974 sem kusu í formanns- kjörinu. Þorsteinn fékk, sem fyrr segir, 946 atkvæði. Davíð fékk 13, Svérrir Hermannsson 2, Albert Guð- mundsson, Birgir Isleifúr Gunnars- náðst málamiðlun um eitt og allt og þar með einnig málsgreinar varðandi kosningarétt, sem verið hefur mikið deilumál milli þétt- býlis- og strjálbýlismanna í flokkn- um. Geir sagðist jafnframt hafa borið niðurstöðu nefndarinnar um þetta mál undir alla ráðherra og þing- son, Halldór H. Jónsson, ÓLafúr G. Einarsson og Pálmi Jónsson eitt at- kvæði hver. 7 seðlar voru auðir og ógildir. í varaformannskjöri komu fram 971 atkvæði. Friðrik fékk 851, Davíð hlaut 31, Halldór Blöndal 20, Eyjólf- ur Konráð Jónsson 18, Sverrir Hermannsson 9, Birgir ísleifúr Gunnarsson 4, Júlíus Antonsson 3, menn flokksins og um hana væri samstaða. Þessi niðurstaða var þannig: „Sjálfstæðisflokkurinn ít- rekar það höfuðmarkmið að vernda og efla frjálst menningarríki á ís- landi á grundvelli lýðræðis og almennra mannréttinda. Lýðræðið krefst þess að löggjafarþingið sýni rétta mynd af vilja fólksins. Því er Vilhjálmur Egilsson 3, Geir Haarde 2, Ragnhildur Helgadóttir 2, Albert Guðmundsson, Björn Dagbjartsson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Egill Jónsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Matthías Bjamason eitt atkvæði hvert. 22 atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. -HERB nauðsynlegt að jafna kosningarétt- inn hér á landi.“ Það var síðasta setningin sem æsti öldur meðal landsfundar- manna og kvaðst Halldór Blöndal alþingismaður myndu hafa þessa samþykkt að engu, þótt úr henni yrði. Þótti sumum öðrum ræðu- mönnum það með ólíkundum að þingmaður flokksins ætlaði sér að hundsa þannig kosningastefnuskrá flokksins, samþykkta af lands- fundi. Eftir nokkur ræðuhöld, sem ýmist túlkuðu andstæð sjónarmið, boðuðu sættir í málinu eða snerust annars um málskýringar á hugtak- inu að jafna, brá formaðurinn sér sem sagt í pontuna með framan- greindum áhrifum, einróma samþykkt kosningastefnuskrár- innar. -HERB Þúsund hendur á lofti við atkvæðagreiðslu á landsfundi sjálfstæðis- manna i Laugardalshöll. Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson fagna glæsilegu endurkjöri sem formaður og varaformaður á iandsfundi Sjálfstæðisflokksins i gær. DV-myndir GVA Stjómmalaalyktun samþykkt einroma: Þorsteinn andaði á óldumar í dag mælir Dagfari íslenskur málari, sem búsettur er í Hollandi, hellir úr skálum reiði sinnar yfir forráðamenn Norræna hússins á síðum Morgunblaðsins. Ástæðan fyrir heift mannsins er fyrst og fremst sú að honum var boðið að taka þar þátt í samsýningu. Slíkt boð er eitt og sér auðvitað stórkostleg móðgun við hvem listamann með snefil af sjálfsvirðingu. Því eins og málarinn, Sigurður Guðmundsson, segir þá bera þeir í Norræna húsinu enga virðingu fyrir myndlist, enda tómir amatörar þar innan veggja. En það sem reið svo baggamuninn var að ákveðið var að fresta sýning- unni um viku. Hér tók náttúrlega út yfir allan þjófabálk. Sigurður málari hefur nefnilega svo mikið að gera í framleiðslu listaverka úti í Hollandi að útilokað er að hann geti séð af viku hér uppi á skerinu. Hollendingar hafa verið mjög örlátir við listamenn þar í landi. Ríkið hefur keypt framleiðsluna á góðum prís, enda er nú svo komið að úti um allt Holland em fúllar heyhlöður og skemmur af ýmiss konar listaverk- um í eigu ríkisins sem hvergi er pláss fyrir í söfnum eða sýningarsölum. Þama er því allt annað viðhorf ríkj- andi en hér heima þar sem málarar verða að hlíta því að fólk kaupi ekki Þar veit enginn neitt önnur verk en þau sem því líst á. Og í Norræna húsinu veit enginn neitt og þar er enginn ábyrgur að sögn Sigurðar málara. Hann segir einnig að verk sín séu svo flókin að fólkinu í þessu húsi sé hvorki treystandi til að setja þau upp né heldur taka þau niður. Það hlýtur að verka letjandi á fólk að kaupa verk sem þessi ef raunin er sú að það þurfi hámennt- aða sérfræðinga frá útlöndum til að skella þeim upp á vegg. Og ekki batnaði það ef maður ætti nú eitt af þessum skiliríum og gæti ekki fært þau milli stofa nema kalla til séfræðiaðstoð til að skera úr um hvað ætti að snúa upp og hvað nið- ur. Endá kemur fram hjá málaranum margnefnda að ísland sé paradís amatöranna og sjálfur flytti hann til Islands væri hann amatör. Við erum líklega svona lítið fyrir þessi flóknu verk sem aðeins örfáir menn í heim- inum kunna að hengja upp og taka niður. Svo til að kóróna allt svínaríið þá borgar Norræna húsið ekki einu sinni ferðir og hótel fyrir málara sem þar sýna. Þeir í Norræna eru hins vegar svo ósvífnir að lýsa þvi yfir að þeir hafi bara alls ekki boðið Sig- urði til landsins, bara verkum hans. Hafi meiri áhuga á að fá verk mynd- listarmanna en þá sjálfa. Hins vegar þurfi tónlistarmenn að koma á stað- inn til að spila á tónleikum. Allt þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er ekkert grín að verða fyrir því áfalli að fá boð frá Norræna húsinu um þátttöku í samsýningu, alla vega ekki þegar stórkúnstnerar eiga í hlut sem eru svo uppteknir í Hollandi að ekki má falla dagur úr við sköpun flókinna verka. En Nor- ræna húsið verður að taka sig á. Það verður að senda menn utan til náms í að hengja upp verk og taka niður verk. Og það verður að gera sér grein fyrir því að ef sýna á flókin verk þá verður að bjóða listamanninum að koma svo hann geti útskýrt verkin fyrir okkur, þessum aðdáendum amatöranna sem berum ekki skyn- bragð á heimslistina. Svo er það náttúrlega óhæfa að fresta sýningum um viku því eins og allir vita má hér engu fresta nema drætti í happ- drætti Sjálfstæðisflokksins. Nú er það svo, að aðsókn að málverkasýn- ingum og öðrum listviðburðum í Reykjavík er meiri en dæmi eru til um í borgum af svipaðari stærð er- lendis. Höfum við gumað mikið af listasmekk þjóðarinnar og listáhuga, algjörlega óvitandi að við höfum víst ekki hundsvit á list, alla vega ekki flóknum verkum. Við verðum víst að taka þetta allt til endurskoðunar, ekki síst þegar í ljós kemur að starfs- fólk listasala veit ekkert, getur ekkert og skilur ekkert. Ekki er ástandið beysið, ég segi nú ekki meir. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.